Svisslendingarnir unnu fyrri leik liðanna 3-2 og því þurftu heimamenn í Galatasaray heldur betur að spýta í lófana fyrir leik kvöldsins. Annað kom á daginn en heimaliðið var hvorki fugl né fiskur. Gestirnir skoruðu eftir rúman hálftíma en markið var dæmt af vegna rangstöðu, staðan því markalaus í hálfleik.
Það fór svo allt í bál og brand eftir að Alan Virginius skoraði eina mark leiksins á 87. mínútu.
Örskömmu síðar var hinn reyndi Fernando Muslera, markvörður heimaliðsins, rekinn af velli fyrir óíþróttamannslega hegðun. Sigurinn var gestanna sem og sæti í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu í ár. Young Boys vann einvígið samtals 4-2 og sætið svo sannarlega skilið.
𝑱𝑨𝑨𝑨𝑨𝑨𝑨𝑨𝑨𝑨𝑨𝑨𝑨!!! 💛🖤
— BSC YOUNG BOYS (@BSC_YB) August 27, 2024
YB erreicht die Champions League! Zum vierten Mal in der Vereinsgeschichte erreichen die Young Boys die Champions League. Alan Virginius schoss den wichtigen Treffer zum 1:0-Sieg im Rückspiel bei Galatasaray! 🤩#bscyb #ybforever #gsyb #ucl pic.twitter.com/1tzpjoXh6O
Þetta er mikið högg fyrir Galatasaray sem eins og áður sagði hefur eytt gríðarlegum fjármunum í lið sitt. Meðal leikmanna í liðinu eru framherjarnir Mauro Icardi, Michy Batshuayi og Dries Mertens.
Þá var Lucas Torrera á miðri miðjunni og Hakim Ziyech á hægri vængnum. Að endingu má nefna Danina tvo sem kostuðu þó nokkrar milljónir evra; Victor Nelson og Elias Jelert.
Ásamt Young Boys eru Salzburg frá Austurríki og Slavia Prag komin í deildarkeppni Meistaradeildarinnar á kostnaði Dynamo Kiev og Malmö. Tapliðin þrjú fara í deildarkeppni Evrópudeildarinnar.