Þjóðgarðurinn hafi getað komið í veg fyrir slysið Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. ágúst 2024 21:01 Horft yfir slysstað á Breiðarmerkurjökli. Vísir/Vilhelm Vatnajökulsþjóðgarður hefði getað komið í veg fyrir slysið á Breiðamerkurjökli ef farið hefði verið eftir skýrslu þar sem varað var við hættu, segir ráðherra. Framkvæmdastjóri þjóðgarðsins segir stofnunina finna til ábyrgðar og að fyrirkomulag á svæðinu verði endurskoðað. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, harmar að ekki hafi verið brugðist við skýrslu sem Vatnajökulsþjóðgarður lét gera árið 2017 um íshella áður en banaslys varð í Breiðamerkurjökli á sunnudaginn eftir íshrun. Í skýrslunni kemur skýrt fram að mikil hætta sé í íshelli ef hitastig er nokkuð yfir frostmarki og að enginn ætti að fara í helli við þær aðstæður. „Þjóðgarðurinn hefði getað komið í veg fyrir að það væri farið í þessar ferðir ef það hefði verið hlustað á þessa skýrslu . Slys eiga sér stað og við getum aldrei alveg komið í veg fyrir þau en það sem er sorglegt hér er að þarna á sér stað mannslát og ekki nóg með það, var búið að vara við þessu árið 2017.“ Svona ferðir séu tímasprengja Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði og einn höfunda skýrslunnar óraði ekki fyrir skipulögðum sumarferðum í íshella við skýrslugerðina. „Við höfðum varla hugmyndaflug til að detta í hug að menn myndu gera þetta á þessum tíma. Eins og er reyndar tekið fram í skýrslunni, að þetta sé allt of hættulegt á sumrin.“ Magnús Tumi segist ekki vita hvernig þjóðgarðurinn nýtti skýrsluna. Þessi tiltekni íshellir sé sérstaklega hættulegur vegna vatnsflæðis og staðsetningu á jaðri jökulsporðsins. Hann nefnir sem dæmi manngerðan íshelli á Langjökli sem er hættulaus vegna þess hve ofarlega hann er á jöklinum. „Því miður, svona ferðir, skipulagðar ferðir seldar til túrista þar sem farið er bara flesta daga sumarsins er bara tímasprengja eins og við sjáum.“ Við munum hlusta á okkar vísindamenn Ingibjörg Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, segir stofnunina miður sín vegna slyssins. Búið sé að girða tímabundið fyrir skipulagðar ferðir á svæðinu en óvíst hvenær þær hefjast aftur. Finnur stofnunin til ábyrgðar í þessu máli? „Já við finnum það alveg. Við höfum líka stigið inn í þetta öryggishlutverk og höfum ekkert óttast það. Við munum hlusta á okkar vísindamenn og taka þetta inn í okkar stjórnarkerfi.“ Þjóðgarðurinn gerir tvíhliða samninga við fyrirtæki sem fá þá leyfi til að bjóða upp á skipulagðar ferðir í íshella á svæðinu. Stofnunin hefur haft lagaheimild til að takmarka ferðir á svæðinu síðan 2020. Núverandi samningar renna út í september. Ingibjörg segir koma til greina að takmarka ferðir á sumrin með nýjum samningum. Svo þið hefðuð getað sett einhverja skilmála eða takmarkanir fyrr? „Sko alltaf hægt að segja að maður hefði getað gert betur og svona atvik gera það að verkum að maður fer að hugsa þannig. Við tökum alla gagnrýni til okkar og erum auðmjúk og reynum að læra af þessari reynslu og reynum að láta þetta verða til þess að öryggi ferðamanna innan þjóðgarðsins verði bætt.“ Slys á Breiðamerkurjökli Þjóðgarðar Vatnajökulsþjóðgarður Ferðamennska á Íslandi Slysavarnir Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, harmar að ekki hafi verið brugðist við skýrslu sem Vatnajökulsþjóðgarður lét gera árið 2017 um íshella áður en banaslys varð í Breiðamerkurjökli á sunnudaginn eftir íshrun. Í skýrslunni kemur skýrt fram að mikil hætta sé í íshelli ef hitastig er nokkuð yfir frostmarki og að enginn ætti að fara í helli við þær aðstæður. „Þjóðgarðurinn hefði getað komið í veg fyrir að það væri farið í þessar ferðir ef það hefði verið hlustað á þessa skýrslu . Slys eiga sér stað og við getum aldrei alveg komið í veg fyrir þau en það sem er sorglegt hér er að þarna á sér stað mannslát og ekki nóg með það, var búið að vara við þessu árið 2017.“ Svona ferðir séu tímasprengja Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði og einn höfunda skýrslunnar óraði ekki fyrir skipulögðum sumarferðum í íshella við skýrslugerðina. „Við höfðum varla hugmyndaflug til að detta í hug að menn myndu gera þetta á þessum tíma. Eins og er reyndar tekið fram í skýrslunni, að þetta sé allt of hættulegt á sumrin.“ Magnús Tumi segist ekki vita hvernig þjóðgarðurinn nýtti skýrsluna. Þessi tiltekni íshellir sé sérstaklega hættulegur vegna vatnsflæðis og staðsetningu á jaðri jökulsporðsins. Hann nefnir sem dæmi manngerðan íshelli á Langjökli sem er hættulaus vegna þess hve ofarlega hann er á jöklinum. „Því miður, svona ferðir, skipulagðar ferðir seldar til túrista þar sem farið er bara flesta daga sumarsins er bara tímasprengja eins og við sjáum.“ Við munum hlusta á okkar vísindamenn Ingibjörg Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, segir stofnunina miður sín vegna slyssins. Búið sé að girða tímabundið fyrir skipulagðar ferðir á svæðinu en óvíst hvenær þær hefjast aftur. Finnur stofnunin til ábyrgðar í þessu máli? „Já við finnum það alveg. Við höfum líka stigið inn í þetta öryggishlutverk og höfum ekkert óttast það. Við munum hlusta á okkar vísindamenn og taka þetta inn í okkar stjórnarkerfi.“ Þjóðgarðurinn gerir tvíhliða samninga við fyrirtæki sem fá þá leyfi til að bjóða upp á skipulagðar ferðir í íshella á svæðinu. Stofnunin hefur haft lagaheimild til að takmarka ferðir á svæðinu síðan 2020. Núverandi samningar renna út í september. Ingibjörg segir koma til greina að takmarka ferðir á sumrin með nýjum samningum. Svo þið hefðuð getað sett einhverja skilmála eða takmarkanir fyrr? „Sko alltaf hægt að segja að maður hefði getað gert betur og svona atvik gera það að verkum að maður fer að hugsa þannig. Við tökum alla gagnrýni til okkar og erum auðmjúk og reynum að læra af þessari reynslu og reynum að láta þetta verða til þess að öryggi ferðamanna innan þjóðgarðsins verði bætt.“
Slys á Breiðamerkurjökli Þjóðgarðar Vatnajökulsþjóðgarður Ferðamennska á Íslandi Slysavarnir Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira