Niðurstöðu um smíði nýrrar brúar yfir Ölfusá vænst á næstu dögum Kristján Már Unnarsson skrifar 27. ágúst 2024 20:40 Ný Ölfusárbrú verður byggð norðaustan við Selfoss. Horft að brúarstæðinu úr vestri í átt að Laugardælum. Vegagerðin Niðurstöðu um smíði nýrrar Ölfusárbrúar er vænst á næstu dögum, að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra. Standist það gætu framkvæmdir hafist í haust og ný brú verið tilbúin eftir rúm þrjú ár. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp kosningaloforð Sigurðar Inga fyrir síðustu þingkosningar, þá samgönguráðherra; að framkvæmdum við nýja Ölfusárbrú yrði lokið annað hvort í lok árs 2023 eða á árinu 2024. Þetta loforð stóðst augljóslega ekki. Ekkert bólar á nýju brúnni meðan umferðarhnútarnir við gömlu brúna halda áfram að vaxa. Fyrr í vor sagðist Vegagerðin stefna að því að ljúka samningaviðræðum við verktaka um smíði nýrrar Ölfusárbrúar fyrir lok maímánaðar og fyrr í sumar fékk Stöð 2 þær upplýsingar að viðræður Vegagerðarinnar og ÞG Verks hefðu leitt til sameiginlegrar niðurstöðu. Beðið væri eftir heimild ráðherra til að skrifa undir og búist væri við undirritun á næstu dögum. Brúargólf verður nítján metra breitt og er gert ráð fyrir 2+1 vegi með aðskildum aksturstefnum ásamt göngu- og hjólaleið.Vegagerðin Að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun var fjármálaráðherra spurður um stöðu málsins: „Það hefur bara verið til gagngerrar skoðunar og samtals núna í sumar og ég vænti nú bara niðurstöðu næstu daga,“svaraði Sigurður Ingi spurningu Berghildar Erlu Bernharðsdóttur fréttamanns. Samningsdrög sem lágu fyrir í byrjun sumars gera ráð fyrir verklokum 30. september árið 2027, eftir rúm þrjú ár, en forsendan var sú að framkvæmdir gætu hafist núna síðsumars. Seinkun undirritunar þýðir seinkun framkvæmda en engu að síður halda menn í vonina um að þær gætu hafist með haustinu. Undirbúningsvinna hæfist strax, sem og jarðvegsframkvæmdir, en mikilvægast er talið að hefja hönnunarvinnu sem fyrst, bæði hönnun brúar og vega. Hér er brúarstæðið. Nýja brúin verður um Efri-Laugardælaeyju sem sést hér fyrir miðri mynd og nemur land við golfvöllinn á Selfossi. Handan ár er malarfylling komin í fyrirhugaða vegtengingu.Arnar Halldórsson En hvað er að tefja framgang málsins? „Það er bara verið að skoða svona ákveðna þætti sem tengjast því að við erum svolítið að feta aftur þessa nýju slóð samvinnuverkefna, PPP, hugsa til Hvalfjarðarganganna, og stjórnkerfið þarf svolítinn tíma til þess að melta það og meta. Og við erum bara með það til skoðunar. Þannig að ég vænti niðurstöðu bara næstu daga,“ segir fjármálaráðherra. Hér er frétt Stöðvar 2: Ný Ölfusárbrú Árborg Vegagerð Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Samgöngur Umferðaröryggi Flóahreppur Tengdar fréttir Stefnt að því að ljúka samningaviðræðum um Ölfusárbrú nú í maí „Við erum búin að vera í samningsviðræðum undanfarnar vikur og stefnum á að ljúka þeim í maí,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, um stöðu mála er varðar nýja Ölfusárbrú. 14. maí 2024 06:50 Hefðu viljað sjá fleiri tilboð í Ölfusárbrú en fagna því sem barst Forstjóri Vegagerðarinnar segir vonbrigði að aðeins eitt tilboð hafi borist í hönnun og byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá. Hún fagnar því þó að tilboð hafi borist. 12. mars 2024 23:31 Einn dregið sig úr útboðinu vegna Ölfusárbrúar og fleiri að íhuga það Að minnsta kosti einn aðili af fimm hefur dregið sig formlega úr tilboðsferlinu vegna byggingar Ölfusárbrúar og samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis eru fleiri að íhuga að gera slíkt hið sama. 21. febrúar 2024 08:01 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp kosningaloforð Sigurðar Inga fyrir síðustu þingkosningar, þá samgönguráðherra; að framkvæmdum við nýja Ölfusárbrú yrði lokið annað hvort í lok árs 2023 eða á árinu 2024. Þetta loforð stóðst augljóslega ekki. Ekkert bólar á nýju brúnni meðan umferðarhnútarnir við gömlu brúna halda áfram að vaxa. Fyrr í vor sagðist Vegagerðin stefna að því að ljúka samningaviðræðum við verktaka um smíði nýrrar Ölfusárbrúar fyrir lok maímánaðar og fyrr í sumar fékk Stöð 2 þær upplýsingar að viðræður Vegagerðarinnar og ÞG Verks hefðu leitt til sameiginlegrar niðurstöðu. Beðið væri eftir heimild ráðherra til að skrifa undir og búist væri við undirritun á næstu dögum. Brúargólf verður nítján metra breitt og er gert ráð fyrir 2+1 vegi með aðskildum aksturstefnum ásamt göngu- og hjólaleið.Vegagerðin Að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun var fjármálaráðherra spurður um stöðu málsins: „Það hefur bara verið til gagngerrar skoðunar og samtals núna í sumar og ég vænti nú bara niðurstöðu næstu daga,“svaraði Sigurður Ingi spurningu Berghildar Erlu Bernharðsdóttur fréttamanns. Samningsdrög sem lágu fyrir í byrjun sumars gera ráð fyrir verklokum 30. september árið 2027, eftir rúm þrjú ár, en forsendan var sú að framkvæmdir gætu hafist núna síðsumars. Seinkun undirritunar þýðir seinkun framkvæmda en engu að síður halda menn í vonina um að þær gætu hafist með haustinu. Undirbúningsvinna hæfist strax, sem og jarðvegsframkvæmdir, en mikilvægast er talið að hefja hönnunarvinnu sem fyrst, bæði hönnun brúar og vega. Hér er brúarstæðið. Nýja brúin verður um Efri-Laugardælaeyju sem sést hér fyrir miðri mynd og nemur land við golfvöllinn á Selfossi. Handan ár er malarfylling komin í fyrirhugaða vegtengingu.Arnar Halldórsson En hvað er að tefja framgang málsins? „Það er bara verið að skoða svona ákveðna þætti sem tengjast því að við erum svolítið að feta aftur þessa nýju slóð samvinnuverkefna, PPP, hugsa til Hvalfjarðarganganna, og stjórnkerfið þarf svolítinn tíma til þess að melta það og meta. Og við erum bara með það til skoðunar. Þannig að ég vænti niðurstöðu bara næstu daga,“ segir fjármálaráðherra. Hér er frétt Stöðvar 2:
Ný Ölfusárbrú Árborg Vegagerð Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Samgöngur Umferðaröryggi Flóahreppur Tengdar fréttir Stefnt að því að ljúka samningaviðræðum um Ölfusárbrú nú í maí „Við erum búin að vera í samningsviðræðum undanfarnar vikur og stefnum á að ljúka þeim í maí,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, um stöðu mála er varðar nýja Ölfusárbrú. 14. maí 2024 06:50 Hefðu viljað sjá fleiri tilboð í Ölfusárbrú en fagna því sem barst Forstjóri Vegagerðarinnar segir vonbrigði að aðeins eitt tilboð hafi borist í hönnun og byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá. Hún fagnar því þó að tilboð hafi borist. 12. mars 2024 23:31 Einn dregið sig úr útboðinu vegna Ölfusárbrúar og fleiri að íhuga það Að minnsta kosti einn aðili af fimm hefur dregið sig formlega úr tilboðsferlinu vegna byggingar Ölfusárbrúar og samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis eru fleiri að íhuga að gera slíkt hið sama. 21. febrúar 2024 08:01 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Stefnt að því að ljúka samningaviðræðum um Ölfusárbrú nú í maí „Við erum búin að vera í samningsviðræðum undanfarnar vikur og stefnum á að ljúka þeim í maí,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, um stöðu mála er varðar nýja Ölfusárbrú. 14. maí 2024 06:50
Hefðu viljað sjá fleiri tilboð í Ölfusárbrú en fagna því sem barst Forstjóri Vegagerðarinnar segir vonbrigði að aðeins eitt tilboð hafi borist í hönnun og byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá. Hún fagnar því þó að tilboð hafi borist. 12. mars 2024 23:31
Einn dregið sig úr útboðinu vegna Ölfusárbrúar og fleiri að íhuga það Að minnsta kosti einn aðili af fimm hefur dregið sig formlega úr tilboðsferlinu vegna byggingar Ölfusárbrúar og samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis eru fleiri að íhuga að gera slíkt hið sama. 21. febrúar 2024 08:01