Sorglegt að búið hafi verið að vara við sumarferðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. ágúst 2024 12:00 Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra ferðamála. Hún segir brýnt að málið verði rannsakað vel. vísir/vilhelm Ríkisstjórnin hefur falið starfshóp að skoða slysið í Breiðamerkurjökli og mögulegar brotalamir því tengdar. Í skýrslu sem var unnin fyrir Vatnajökulsþjóðgarð er varað við íshellaferðum að sumarlagi og forsætisráðherra segist hugsi yfir að ekki hafi verið tekið tillit til þess. Árið 2017 vann jarðvísindastofnun Háskóla Íslands skýrslu fyrir Vatnajökulsþjóðgarð um áhættumat vegna ferða í íshella. Á þeim tíma var ekki farið að markaðssetja íhellaferðir að sumarlagi, líkt og nú er gert. Ice Pic Journeys er meðal fyrirtækja sem gera það og fólkið sem var undir klakahruni í Breiðamerkurjökli var á þeirra vegum. Einn lést og og kona liggur slösuð á spítala eftir atvikið. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun að starfhópi verði falið að skoða málið. „Við ákváðum í framhaldi af umræðu á fundinum að setja saman ráðuneytisstjóra þeirra ráðuneyta sem eiga einhverja aðkomu að málinu og fara nánar ofan í saumana á því hver væru réttu viðbrögð okkar vegna þessa slyss.“ Í skýrslunni segir meðal annars að hellarnir myndist í leysingum á sumrin og að ekki sé hægt að fara inn í þá fyrr en vatnsrennsli detti niður síðla hausts. Algengasta tímabilið, þar sem áhætta teljist ásættanleg, sé einungis sex mánuðir. Frá byrjun nóvember til loka apríl. „Hvort að hér hafi verið einhverjar brotalamir og hvort eitthvað hafi betur mátt gera hvað varðar frekari varúðarráðstafanir er eitthvað sem kemur í ljós þegar við förum nánar ofan í atvik máls. Ég get ekkert fullyrt um það á þessum tímapunkti en maður er hugsi yfir því ef áhættumat hefur varað sterklega við því að vera með ferðir að sumarlagi í íshellum, hvers vegna það varð ekki tilefni til einhverra ráðstafana.“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.Stöð 2/Einar Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, segir mikilvægt að rannsaka málið til þess að læra megi af því. „Það sem er sorglegt hér er að þarna á sér stað mannslát og ekki nóg með það heldur var búið að vara við þessu árið 2017. Nú er það hlutverk okkar að fara yfir það hvers vegna var ekki hlustað betur á það.“ Orðspor Íslands í ferðaþjónustu sé einnig í húfi. „Svona fréttir eru neikvæðar og það er svo mikilvægt að huga að þessum öryggismálum. Við höfum verið að gera það og ætlum að gera það enn betur,“ segir Lilja. Slys á Breiðamerkurjökli Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira
Árið 2017 vann jarðvísindastofnun Háskóla Íslands skýrslu fyrir Vatnajökulsþjóðgarð um áhættumat vegna ferða í íshella. Á þeim tíma var ekki farið að markaðssetja íhellaferðir að sumarlagi, líkt og nú er gert. Ice Pic Journeys er meðal fyrirtækja sem gera það og fólkið sem var undir klakahruni í Breiðamerkurjökli var á þeirra vegum. Einn lést og og kona liggur slösuð á spítala eftir atvikið. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun að starfhópi verði falið að skoða málið. „Við ákváðum í framhaldi af umræðu á fundinum að setja saman ráðuneytisstjóra þeirra ráðuneyta sem eiga einhverja aðkomu að málinu og fara nánar ofan í saumana á því hver væru réttu viðbrögð okkar vegna þessa slyss.“ Í skýrslunni segir meðal annars að hellarnir myndist í leysingum á sumrin og að ekki sé hægt að fara inn í þá fyrr en vatnsrennsli detti niður síðla hausts. Algengasta tímabilið, þar sem áhætta teljist ásættanleg, sé einungis sex mánuðir. Frá byrjun nóvember til loka apríl. „Hvort að hér hafi verið einhverjar brotalamir og hvort eitthvað hafi betur mátt gera hvað varðar frekari varúðarráðstafanir er eitthvað sem kemur í ljós þegar við förum nánar ofan í atvik máls. Ég get ekkert fullyrt um það á þessum tímapunkti en maður er hugsi yfir því ef áhættumat hefur varað sterklega við því að vera með ferðir að sumarlagi í íshellum, hvers vegna það varð ekki tilefni til einhverra ráðstafana.“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.Stöð 2/Einar Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, segir mikilvægt að rannsaka málið til þess að læra megi af því. „Það sem er sorglegt hér er að þarna á sér stað mannslát og ekki nóg með það heldur var búið að vara við þessu árið 2017. Nú er það hlutverk okkar að fara yfir það hvers vegna var ekki hlustað betur á það.“ Orðspor Íslands í ferðaþjónustu sé einnig í húfi. „Svona fréttir eru neikvæðar og það er svo mikilvægt að huga að þessum öryggismálum. Við höfum verið að gera það og ætlum að gera það enn betur,“ segir Lilja.
Slys á Breiðamerkurjökli Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira