Alfreð hættur með landsliðinu: „Ótrúlega erfitt að kveðja“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. ágúst 2024 19:26 Alfreð hefur leikið sinn síðasta landsleik. Vísir/Hulda Margrét Alfreð Finnbogason hefur lagt landsliðsskóna á hilluna. Þetta tilkynnti framherjinn á samfélagsmiðlum sínum í dag, mánudag. Hinn 35 ára gamli Alfreð spilaði alls 73 A-landsleiki og skoraði í þeim 18 mörk, þar af mark Íslands gegn Argentínu á HM í Rússlandi sumarið 2018. „Takk fyrir mig og þær frábæru minningar sem ég hef upplifað með íslenska landsliðinu síðustu 15 árin. Það er ótrúlega erfitt að kveðja eitthvað sem hefur verið svo stór hluti af lífi manns, en ég finn það að tíminn er réttur núna til að stíga til hliðar.“ View this post on Instagram A post shared by Alfreð Finnbogason (@alfredfinnbogason) Einnig var Alfreð hluti af íslenska liðinu sem fór langt á EM í Frakklandi sumarið 2016. „Allar gleðistundirnar munu lifa með mér að eilífu, þar sem hápunktarnir voru auðvita að fara á EM 2016 og HM 2018 með vinum mínum. Upplifanirnar og ógleymanlegu augnablikin eru svo mörg, alveg eins og erfiðu tímanir sem er allt hluti af ferlinu sem mér þykir mjög vænt um.“ „Það er ekkert sem hefur gert mig eins stoltan á ferlinum eins og að spila fyrir Ísland. Hjartans þakkir til allra þjálfara, starfsmanna og leikmanna sem hafa verið hluti af reisunni. Risa þakkir til stuðningsmanna íslenska landsliðsins fyrir stuðninginn og minningarnar saman út um allan heim,“ segir Alfreð að endingu í færslunni sem sjá má hér að ofan. ❤️🇮🇸Takk fyrir mig🇮🇸❤️ pic.twitter.com/iTANLxLuK4— Alfreð Finnbogason (@A_Finnbogason) August 26, 2024 Alfreð hefur komið um víðan völl á ferli sínum og spilað í Belgíu, Svíþjóð, Hollandi, Spáni, Grikklandi, Þýskalandi og Danmörku. Hann er í dag leikmaður Eupen sem spilar í B-deildinni í Belgíu. Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Hinn 35 ára gamli Alfreð spilaði alls 73 A-landsleiki og skoraði í þeim 18 mörk, þar af mark Íslands gegn Argentínu á HM í Rússlandi sumarið 2018. „Takk fyrir mig og þær frábæru minningar sem ég hef upplifað með íslenska landsliðinu síðustu 15 árin. Það er ótrúlega erfitt að kveðja eitthvað sem hefur verið svo stór hluti af lífi manns, en ég finn það að tíminn er réttur núna til að stíga til hliðar.“ View this post on Instagram A post shared by Alfreð Finnbogason (@alfredfinnbogason) Einnig var Alfreð hluti af íslenska liðinu sem fór langt á EM í Frakklandi sumarið 2016. „Allar gleðistundirnar munu lifa með mér að eilífu, þar sem hápunktarnir voru auðvita að fara á EM 2016 og HM 2018 með vinum mínum. Upplifanirnar og ógleymanlegu augnablikin eru svo mörg, alveg eins og erfiðu tímanir sem er allt hluti af ferlinu sem mér þykir mjög vænt um.“ „Það er ekkert sem hefur gert mig eins stoltan á ferlinum eins og að spila fyrir Ísland. Hjartans þakkir til allra þjálfara, starfsmanna og leikmanna sem hafa verið hluti af reisunni. Risa þakkir til stuðningsmanna íslenska landsliðsins fyrir stuðninginn og minningarnar saman út um allan heim,“ segir Alfreð að endingu í færslunni sem sjá má hér að ofan. ❤️🇮🇸Takk fyrir mig🇮🇸❤️ pic.twitter.com/iTANLxLuK4— Alfreð Finnbogason (@A_Finnbogason) August 26, 2024 Alfreð hefur komið um víðan völl á ferli sínum og spilað í Belgíu, Svíþjóð, Hollandi, Spáni, Grikklandi, Þýskalandi og Danmörku. Hann er í dag leikmaður Eupen sem spilar í B-deildinni í Belgíu.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira