Vaktin: Enginn undir ísnum og aðgerðum hætt Atli Ísleifsson skrifar 26. ágúst 2024 07:35 Frá björgunaraðgerðum við Breiðamerkurjökul fyrr í dag. vísir/vilhelm Leitaraðgerðum björgunarsveita hefur nú verið hætt við Breiðamerkurjökul þar sem tveggja ferðamanna hefur verið leitað frá því í gær eftir að ísveggur hrundi í skipulagðri íshellaskoðunarferð í gær. Lögregla hefur staðfest að einn hafi látist í slysinu og að einn sé alvarlega slasaður. Talið var að tveir til viðbótar væru fastir undir ísnum en nú hefur leit verið hætt þar sem enginn til viðbótar reyndist vera undir ísnum. Tilkynning um slysið barst um klukkan 15 í gær. Í fyrstu var talið að 25 hafi verið í hópnum en nú liggur fyrir að aðeins 23 voru í hópnum. Fólkið sem lenti undir ís í slysinu var par frá Bandaríkjunum. Maðurinn lést en konan er alvarlega slösuð á sjúkrahúsi. Færanlegri stjórnstöð, stjórnstöðvarbíl, var ekið frá Reykjavík og á vettvang í nótt. Þá var sérstakur fjarskiptahópur sendur austur til að bæta fjarskipti á staðnum. Unnið var í tíu til fimmtán manna hópum við að mola ísinn. Um sextíu björgunarsveitarmenn og aðrir viðbragðsaðilar tóku þátt í aðgerðum. Nær eingöngu var hægt að beita handafli, enda ekki hægt að koma vélum á staðinn. Ekki er til fullur nafnalisti um alla þá sem voru í hópnum. Hægt er að fylgjast með nýjustu tíðindum af málinu í vaktinni að neðan. Ef hún birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni.
Tilkynning um slysið barst um klukkan 15 í gær. Í fyrstu var talið að 25 hafi verið í hópnum en nú liggur fyrir að aðeins 23 voru í hópnum. Fólkið sem lenti undir ís í slysinu var par frá Bandaríkjunum. Maðurinn lést en konan er alvarlega slösuð á sjúkrahúsi. Færanlegri stjórnstöð, stjórnstöðvarbíl, var ekið frá Reykjavík og á vettvang í nótt. Þá var sérstakur fjarskiptahópur sendur austur til að bæta fjarskipti á staðnum. Unnið var í tíu til fimmtán manna hópum við að mola ísinn. Um sextíu björgunarsveitarmenn og aðrir viðbragðsaðilar tóku þátt í aðgerðum. Nær eingöngu var hægt að beita handafli, enda ekki hægt að koma vélum á staðinn. Ekki er til fullur nafnalisti um alla þá sem voru í hópnum. Hægt er að fylgjast með nýjustu tíðindum af málinu í vaktinni að neðan. Ef hún birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni.
Björgunarsveitir Lögreglumál Ferðamennska á Íslandi Sveitarfélagið Hornafjörður Slys á Breiðamerkurjökli Tengdar fréttir Ferðir heimilar allan ársins hring en deilt um manngerða hella „Við treystum þeim fyrirtækjum sem við gerum samninga við að beita sinni bestu dómgreind í mati á aðstæðum og slysin geta alltaf gerst því miður,“ sagði Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður á austurhluta suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, í samtali við fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar í gær. 26. ágúst 2024 06:57 Annar ferðamannanna er látinn Annar ferðamannanna sem náð var undan ísfargi á Breiðamerkurjökli í kvöld er látinn. Hann var úrskurðaður látinn á vettvangi. Hinn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann og er líðan hans stöðug. 25. ágúst 2024 23:56 Tjaldbúðir fluttar upp á jökul Unnið er í teymum við björgunarstarf þar sem hópur björgunarmanna vinnur við að grafa í ísinn og leita að ferðamönnunum tveimur sem saknað er á meðan aðrir hvíla sig. 25. ágúst 2024 22:10 Björgunarstarf haldi áfram inn í kvöldið og nóttina Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir lögregluna vera með þokkalega skýra mynd af aðstæðum á Breiðamerkurjökli þar sem tveimur hefur verið komið undan ís og tveggja er enn leitað eftir að ísveggur hrundi við íshelli. 25. ágúst 2024 19:42 Alvarlegt slys er íshellir hrundi í Breiðamerkurjökli Einn er látinn og annar alvarlega slasaður eftir að ísveggur í Breiðamerkurjökli hrundi. Tilkynning barst viðbragðsaðilum klukkan 15 og hefur umfangsmikil leit að tveimur ferðamönnum til viðbótar, sem urðu undir ísfargi, staðið yfir. 25. ágúst 2024 16:01 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Sjá meira
Ferðir heimilar allan ársins hring en deilt um manngerða hella „Við treystum þeim fyrirtækjum sem við gerum samninga við að beita sinni bestu dómgreind í mati á aðstæðum og slysin geta alltaf gerst því miður,“ sagði Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður á austurhluta suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, í samtali við fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar í gær. 26. ágúst 2024 06:57
Annar ferðamannanna er látinn Annar ferðamannanna sem náð var undan ísfargi á Breiðamerkurjökli í kvöld er látinn. Hann var úrskurðaður látinn á vettvangi. Hinn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann og er líðan hans stöðug. 25. ágúst 2024 23:56
Tjaldbúðir fluttar upp á jökul Unnið er í teymum við björgunarstarf þar sem hópur björgunarmanna vinnur við að grafa í ísinn og leita að ferðamönnunum tveimur sem saknað er á meðan aðrir hvíla sig. 25. ágúst 2024 22:10
Björgunarstarf haldi áfram inn í kvöldið og nóttina Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir lögregluna vera með þokkalega skýra mynd af aðstæðum á Breiðamerkurjökli þar sem tveimur hefur verið komið undan ís og tveggja er enn leitað eftir að ísveggur hrundi við íshelli. 25. ágúst 2024 19:42
Alvarlegt slys er íshellir hrundi í Breiðamerkurjökli Einn er látinn og annar alvarlega slasaður eftir að ísveggur í Breiðamerkurjökli hrundi. Tilkynning barst viðbragðsaðilum klukkan 15 og hefur umfangsmikil leit að tveimur ferðamönnum til viðbótar, sem urðu undir ísfargi, staðið yfir. 25. ágúst 2024 16:01