Treyja Babe Ruth orðin langdýrasti íþróttasafngripur sögunnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. ágúst 2024 23:01 Treyja Babe Ruth seldist á rúmlega 3,3 milljarða króna. AP Photo/LM Otero Treyjan sem hafnaboltagoðsögnin Babe Ruth lék í er New York Yankees tryggði sér sigurinn í úrslitum MLB-deildarinnar í hafnabolta árið 1932 er orðin dýrasti íþróttasafngripur sögunnar. Treyjan seldist á uppboði um liðna helgi fyrir 24,12 milljónir dollara, sem samsvarar rúmlega 3,3 milljörðum króna. Áður var dýrasti íþróttasafngripur sögunnar Topps-hafnaboltaspil með mynd af Mickey Mantle, útherja New York Yankees. Spilið seldist fyrir 12,6 milljónir dollara árið 2022 og er treyja Ruth því ekki aðeins dýrasti íþróttasafngripur sögunnar, heldur sá langdýrasti. Áður en treyja Ruth seldist um helgina var treyja Michael Jordan frá úrslitum NBA-deildarinnar dýrasta treyja sögunnar, en hún seldist á 10,1 milljón dollara árið 2022. Eftir söluna sagði Chris Ivy, yfirmaður íþróttauppboða hjá Heritage Auctions, að treyjan væri „mikilvægasti íþróttasafngripur sem hefði nokkurn tíman verið boðinn upp.“ „Ef þetta væri listaverk væri þetta Mona Lisa,“ bætti Ivy við. Ruth klddist treyjunni í þriðja leik New York Yankees gegn Chicago Cubs í úrslitum MLB-deildarinnar árið 1932. Í þeim leik á Ruth að hafa „kallað skotið“ þar sem hann benti yfir miðjan völlinn áður en hann sló heimahögg. Ruth og félagar unnu einvígið að lokum 7-5 og þetta var hans síðasta heimahögg í úrslitakeppni MLB-deildarinnar. Ruth er af mörgum talinn besti hafnaboltamaður allra tíma. Hann hóf feril sinn árið 1914, lagði kylfuna á hilluna árið 1935 og fagnaði sigri í úrslitakeppni MLB-deildarinnar sjö sinnum. Hann lést úr krabbameini árið 1948, aðeins 53 ára að aldri. Hafnabolti Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Treyjan seldist á uppboði um liðna helgi fyrir 24,12 milljónir dollara, sem samsvarar rúmlega 3,3 milljörðum króna. Áður var dýrasti íþróttasafngripur sögunnar Topps-hafnaboltaspil með mynd af Mickey Mantle, útherja New York Yankees. Spilið seldist fyrir 12,6 milljónir dollara árið 2022 og er treyja Ruth því ekki aðeins dýrasti íþróttasafngripur sögunnar, heldur sá langdýrasti. Áður en treyja Ruth seldist um helgina var treyja Michael Jordan frá úrslitum NBA-deildarinnar dýrasta treyja sögunnar, en hún seldist á 10,1 milljón dollara árið 2022. Eftir söluna sagði Chris Ivy, yfirmaður íþróttauppboða hjá Heritage Auctions, að treyjan væri „mikilvægasti íþróttasafngripur sem hefði nokkurn tíman verið boðinn upp.“ „Ef þetta væri listaverk væri þetta Mona Lisa,“ bætti Ivy við. Ruth klddist treyjunni í þriðja leik New York Yankees gegn Chicago Cubs í úrslitum MLB-deildarinnar árið 1932. Í þeim leik á Ruth að hafa „kallað skotið“ þar sem hann benti yfir miðjan völlinn áður en hann sló heimahögg. Ruth og félagar unnu einvígið að lokum 7-5 og þetta var hans síðasta heimahögg í úrslitakeppni MLB-deildarinnar. Ruth er af mörgum talinn besti hafnaboltamaður allra tíma. Hann hóf feril sinn árið 1914, lagði kylfuna á hilluna árið 1935 og fagnaði sigri í úrslitakeppni MLB-deildarinnar sjö sinnum. Hann lést úr krabbameini árið 1948, aðeins 53 ára að aldri.
Hafnabolti Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira