„Jú þetta eru ágætis skilaboð“ Sverrir Mar Smárason skrifar 25. ágúst 2024 20:04 Höskuldur Gunnlaugsson í baráttunni við Johannes Björn Vall Vísir/Anton Brink Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, gerði sigurmark liðsins úr vítaspyrnu á lokamínútu uppbótartíma í 1-2 sigri gegn ÍA á Akranesi í dag. Með sigrinum komu Blikar sér upp fyrir Víkinga í 1. sæti Bestu deildarinnar. „Það var ekki mikið. Ég reyndi bara að tæma hausinn enda mjög stressandi augnablik og stórt. Ég var bara að reyna að halda köldum haus og leyfa innsæinu að taka yfir. Svo bara mikið spennufall þegar það var flautað af og sætur sigur. Torsóttur og erfiður,“ sagði fyrirliðinn aðspurður hvað hafi farið í gegnum hausinn á honum fyrir vítið. Breiðablik lenti 1-0 undir eftir rúmar klukkutíma leik og höfðu fyrir það lítið ógnað að marki ÍA. En við það að lenda undir virtust gestirnir eflast og náðu að snúa sigrinum til sín. „Fyrri hálfleikur var járn í járn. Þeir byrja hrikalega sterkt. Tvö lið á góðri siglingu, þeir með blússandi sjálfstraust eins og við. Þeir eru líkamlegir, með mikinn anda og hlaupagetu eins og við. Ég held þetta hafi bara verið áhugaverður leikir á að horfa og erfiður leikur að spila fyrir bæði lið. Eftir að við fáum markið á okkur sem var alveg verðskuldað þar sem augnablikið var þeirra megin þá fannst mér við ranka við okkur og fórum að vera beinskeyttari. Það skilaði sér. Við tökum alveg yfir leikinn og skorum verðskuldað jöfnunarmark. Við höldum svo áfram að reyna og skiptingarnar sem við gerum sýna að við vildum sækja sigur. Það kom að lokum.“ Breiðablik klifrar upp á topp deildarinnar með sigri kvöldsins með þriggja stiga forskot á Víking. Víkingar eiga þó leik til góða. „Jú þetta eru ágætis skilaboð. Við ætlum að reyna að halda áfram þessu góða skriði sem við erum á og vitum að við gefumst aldrei upp. Þetta er góð leið að brennimerkja það inn í vitundina okkar að við erum öflugir alveg þar til flautað er af. "Late late winner" í dag, það gefur okkur mikið í framhaldinu,“ sagði Höskuldur að lokum. Besta deild karla Breiðablik ÍA Tengdar fréttir Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 1-2 | Víti á síðustu sekúndunum og Blikar á toppinn Höskuldur Gunnlaugsson skaut Breiðabliki á topp Bestu-deildar karla er hann tryggði liðinu dramatískan 2-1 útisigur gegn ÍA með marki úr vítaspyrnu á síðustu sekúndum leiksins í dag. 25. ágúst 2024 19:40 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
„Það var ekki mikið. Ég reyndi bara að tæma hausinn enda mjög stressandi augnablik og stórt. Ég var bara að reyna að halda köldum haus og leyfa innsæinu að taka yfir. Svo bara mikið spennufall þegar það var flautað af og sætur sigur. Torsóttur og erfiður,“ sagði fyrirliðinn aðspurður hvað hafi farið í gegnum hausinn á honum fyrir vítið. Breiðablik lenti 1-0 undir eftir rúmar klukkutíma leik og höfðu fyrir það lítið ógnað að marki ÍA. En við það að lenda undir virtust gestirnir eflast og náðu að snúa sigrinum til sín. „Fyrri hálfleikur var járn í járn. Þeir byrja hrikalega sterkt. Tvö lið á góðri siglingu, þeir með blússandi sjálfstraust eins og við. Þeir eru líkamlegir, með mikinn anda og hlaupagetu eins og við. Ég held þetta hafi bara verið áhugaverður leikir á að horfa og erfiður leikur að spila fyrir bæði lið. Eftir að við fáum markið á okkur sem var alveg verðskuldað þar sem augnablikið var þeirra megin þá fannst mér við ranka við okkur og fórum að vera beinskeyttari. Það skilaði sér. Við tökum alveg yfir leikinn og skorum verðskuldað jöfnunarmark. Við höldum svo áfram að reyna og skiptingarnar sem við gerum sýna að við vildum sækja sigur. Það kom að lokum.“ Breiðablik klifrar upp á topp deildarinnar með sigri kvöldsins með þriggja stiga forskot á Víking. Víkingar eiga þó leik til góða. „Jú þetta eru ágætis skilaboð. Við ætlum að reyna að halda áfram þessu góða skriði sem við erum á og vitum að við gefumst aldrei upp. Þetta er góð leið að brennimerkja það inn í vitundina okkar að við erum öflugir alveg þar til flautað er af. "Late late winner" í dag, það gefur okkur mikið í framhaldinu,“ sagði Höskuldur að lokum.
Besta deild karla Breiðablik ÍA Tengdar fréttir Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 1-2 | Víti á síðustu sekúndunum og Blikar á toppinn Höskuldur Gunnlaugsson skaut Breiðabliki á topp Bestu-deildar karla er hann tryggði liðinu dramatískan 2-1 útisigur gegn ÍA með marki úr vítaspyrnu á síðustu sekúndum leiksins í dag. 25. ágúst 2024 19:40 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 1-2 | Víti á síðustu sekúndunum og Blikar á toppinn Höskuldur Gunnlaugsson skaut Breiðabliki á topp Bestu-deildar karla er hann tryggði liðinu dramatískan 2-1 útisigur gegn ÍA með marki úr vítaspyrnu á síðustu sekúndum leiksins í dag. 25. ágúst 2024 19:40