Gasmengun leggst yfir Grindavík í dag Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. ágúst 2024 09:54 Gasmengun getur farið yfir hættumörk við eldstöðina. Vísir/Vilhelm Eldgosið virðist hafa náð jafnvægi í gærkvöldi og er virknin öll norðan við Stóra-Skógfell. Gasmengun mun berast til suðurs, yfir Grindavík, í dag enda norðlæg átt á gosstöðvunum. Gasmengun við eldstöðina getur farið yfir hættumörk í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Veðurstofu Íslands sem var uppfærð rétt í þessu en þar er tekið fram að engin skjálftavirkni mælist syðst á svæðinu, nálægt Hagafelli eða Grindavík. Hægviðri gerir dreifingu ófyrirsjáanlega Hægt er að nálgast upplýsingar um gasmengun á gasmengunarspá Veðurstofunnar. Í hægviðri getur dreifing gasmengunar verið ófyrirsjáanleg, þar sem hiti frá hraunbreiðu hefur áhrif á vindátt á svæðinu og er því biðlað til fólks í grennd við svæðið að hafa varann á. „Á þeim svæðum á landinu þar sem hætta er á brennisteinsmengun er ráðlagt að fylgjast vel með stöðu loftgæða og fylgja ráðleggingum Umhverfisstofnunar ef mengun er til staðar,“ segir í gasmengunarspá Veðurstofu. Flæðir til norðvesturs Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við Vísi í dag að virknin í dag væri nokkuð svipuð og hún var í gær en þó búið að draga nokkuð úr henni. Hún segir að kvikustrókavirkni og hraunflæði liggi til norðvesturs og gasmengun fer til suðurs. Mjög lítil skjálftavirkni sé á svæðinu og einungis einstaka skjálftar mælst við Stóra-Skógfell. Hraunið flæðir að mestu til norðvesturs og virðist ekki fara hratt. Hraunflæði í átt að Grindavíkurvegi virðist hafa stöðvast. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fara af neyðarstigi og hleypa fólki í Bláa lónið og til Grindavíkur Starfsemi hefst í Bláa lóninu og hjá Northern Light Inn að öllu óbreyttu í fyrramálið. Þá verður rýmingu Grindavíkur aflétt og íbúum sem og öðrum sem eiga þangað erindi hleypt aftur inn í bæinn. Ríkislögreglustjóri hefur fært almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig. Verulega hefur dregið úr krafti gossins og hraun rennur ekki suður í átt að Grindavík. 23. ágúst 2024 17:21 Sjá ekki fyrir endann á eldsumbrotum á Reykjanesskaga Ekki sér enn fyrir endann á þeirri eldvirkni sem hófst á Reykjanesskaga fyrir þremur árum, að sögn jarðeðlisfræðings. Hann útilokar þó að búast megi lengi áfram við stöðugum eldgosum á nokkurra mánaða fresti. 23. ágúst 2024 21:54 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Veðurstofu Íslands sem var uppfærð rétt í þessu en þar er tekið fram að engin skjálftavirkni mælist syðst á svæðinu, nálægt Hagafelli eða Grindavík. Hægviðri gerir dreifingu ófyrirsjáanlega Hægt er að nálgast upplýsingar um gasmengun á gasmengunarspá Veðurstofunnar. Í hægviðri getur dreifing gasmengunar verið ófyrirsjáanleg, þar sem hiti frá hraunbreiðu hefur áhrif á vindátt á svæðinu og er því biðlað til fólks í grennd við svæðið að hafa varann á. „Á þeim svæðum á landinu þar sem hætta er á brennisteinsmengun er ráðlagt að fylgjast vel með stöðu loftgæða og fylgja ráðleggingum Umhverfisstofnunar ef mengun er til staðar,“ segir í gasmengunarspá Veðurstofu. Flæðir til norðvesturs Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við Vísi í dag að virknin í dag væri nokkuð svipuð og hún var í gær en þó búið að draga nokkuð úr henni. Hún segir að kvikustrókavirkni og hraunflæði liggi til norðvesturs og gasmengun fer til suðurs. Mjög lítil skjálftavirkni sé á svæðinu og einungis einstaka skjálftar mælst við Stóra-Skógfell. Hraunið flæðir að mestu til norðvesturs og virðist ekki fara hratt. Hraunflæði í átt að Grindavíkurvegi virðist hafa stöðvast.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fara af neyðarstigi og hleypa fólki í Bláa lónið og til Grindavíkur Starfsemi hefst í Bláa lóninu og hjá Northern Light Inn að öllu óbreyttu í fyrramálið. Þá verður rýmingu Grindavíkur aflétt og íbúum sem og öðrum sem eiga þangað erindi hleypt aftur inn í bæinn. Ríkislögreglustjóri hefur fært almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig. Verulega hefur dregið úr krafti gossins og hraun rennur ekki suður í átt að Grindavík. 23. ágúst 2024 17:21 Sjá ekki fyrir endann á eldsumbrotum á Reykjanesskaga Ekki sér enn fyrir endann á þeirri eldvirkni sem hófst á Reykjanesskaga fyrir þremur árum, að sögn jarðeðlisfræðings. Hann útilokar þó að búast megi lengi áfram við stöðugum eldgosum á nokkurra mánaða fresti. 23. ágúst 2024 21:54 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Fara af neyðarstigi og hleypa fólki í Bláa lónið og til Grindavíkur Starfsemi hefst í Bláa lóninu og hjá Northern Light Inn að öllu óbreyttu í fyrramálið. Þá verður rýmingu Grindavíkur aflétt og íbúum sem og öðrum sem eiga þangað erindi hleypt aftur inn í bæinn. Ríkislögreglustjóri hefur fært almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig. Verulega hefur dregið úr krafti gossins og hraun rennur ekki suður í átt að Grindavík. 23. ágúst 2024 17:21
Sjá ekki fyrir endann á eldsumbrotum á Reykjanesskaga Ekki sér enn fyrir endann á þeirri eldvirkni sem hófst á Reykjanesskaga fyrir þremur árum, að sögn jarðeðlisfræðings. Hann útilokar þó að búast megi lengi áfram við stöðugum eldgosum á nokkurra mánaða fresti. 23. ágúst 2024 21:54