Kennedy hættir og lýsir yfir stuðningi við Trump Kjartan Kjartansson skrifar 23. ágúst 2024 19:17 Forsetaframboð Roberts F. Kennedy yngra er dautt en á ýmsu hefur gengið hjá honum undanfarna mánuði. Hann naut ekki stuðnings eigin fjölskyldu í kosningabaráttunni. Getty/Mario Tama Robert F. Kennedy yngri dró framboð sitt til forseta Bandaríkjanna til baka og lýsti yfir stuðningi við Donald Trump í ræðu í dag. Hann sagðist engu að síður þess viss að hann hefði unnið sigur í „heiðarlegu kerfi“. Á blaðamannafundi þar sem Kennedy kynnti ákvörðun sína í dag sagðist hann ekki geta beðið fólk um að kjósa sig þar sem hann ætti ekki raunhæfa möguleika á að ná kjöri. Hann yrði áfram á kjörseðlinum í sumum ríkjum en draga sig til baka í tíu ríkjum þar sem framboð hans gæti haft áhrif á úrslit kosninganna. Sakaði Kennedy demókrata um að há stríð fyrir dómstólum gegn sér og Trump. Demókratar væru ekki lengur talsmenn stjórnarskrárinnar og hefðu vikið frá grunngildum flokksins frá æsku hans sjálfs. Kennedy ætlaði upphaflega að bjóða sig fram í forvali demókrata en skráði sig síðan sem óháður frambjóðandi. NBC-sjónvarpsstöðin segir að Kennedy ætli að koma fram á kosningafundi með Trump í Phoenix í Arizona dag. Blaðamannafundur Kennedy fór fram þar. Bandarískir fjölmiðlar hafa sagt frá tilraunum Kennedy til þess að fá bæði Trump og Harris til þess að lofa sér áhrifastöðu í ríkisstjórn gegn því að lýsa yfir stuðningi við annað hvort þeirra. Ekki er ljóst hvort að Kennedy hafi fengið slíkt loforð frá Trump. Vísbendingar hafa verið í skoðanakönnunum um að Kennedy gæti tekið atkvæði af Trump í lykilríkjum sem eru líkleg til að ráða úrslitum í forsetakosningunum. Ákvörðun Kennedy nú gæti því hjálpað Trump í hörðum slag við Kamölu Harris, forsetaefni demókrata. Sagður svíkja gildi Kennedy-fjölskyldunnar Mikill vandræðagangur hefur einkennt framboð Kennedy. Hann hefur átt erfitt með að koma nafni sínu á kjörseðilinn í öllum ríkjum, meðal annars vegna ásakana um að hann hafi skilað inn fölsuðum gögnum. Þá hefur hvert furðumálið rekið annað. Hann greindi sjálfur frá því að ormar hefðu fundist í heila hans og viðurkenndi nýlega að hafa skilið eftir bjarnarhúnshræ í Miðgarði í New York fyrir tíu árum. Kennedy er sonur Roberts F. Kennedy, bróður Johns F. Kennedy, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Þeir voru báðir ráðnir af dögum. Fjölskylda hans brást við tíðindunum í dag með því að saka hann um að svíkja gildi föður síns og stórfjölskyldunnar. „Þetta er dapurlegur endir á dapurlegri sögu,“ sagði í yfirlýsingunni sem fimm af systkinum Kennedy skrifuðu undir. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Kennedy íhugar að hætta og styðja Trump í staðinn Varaforsetaefni Roberts F. Kennedy yngri, óháðs frambjóðanda til forseta Bandaríkjanna, segir að hann íhugi að draga framboð sitt til baka og lýsa yfir stuðningi við Donald Trump. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað hjá Kennedy að undanförnu. 21. ágúst 2024 11:35 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Á blaðamannafundi þar sem Kennedy kynnti ákvörðun sína í dag sagðist hann ekki geta beðið fólk um að kjósa sig þar sem hann ætti ekki raunhæfa möguleika á að ná kjöri. Hann yrði áfram á kjörseðlinum í sumum ríkjum en draga sig til baka í tíu ríkjum þar sem framboð hans gæti haft áhrif á úrslit kosninganna. Sakaði Kennedy demókrata um að há stríð fyrir dómstólum gegn sér og Trump. Demókratar væru ekki lengur talsmenn stjórnarskrárinnar og hefðu vikið frá grunngildum flokksins frá æsku hans sjálfs. Kennedy ætlaði upphaflega að bjóða sig fram í forvali demókrata en skráði sig síðan sem óháður frambjóðandi. NBC-sjónvarpsstöðin segir að Kennedy ætli að koma fram á kosningafundi með Trump í Phoenix í Arizona dag. Blaðamannafundur Kennedy fór fram þar. Bandarískir fjölmiðlar hafa sagt frá tilraunum Kennedy til þess að fá bæði Trump og Harris til þess að lofa sér áhrifastöðu í ríkisstjórn gegn því að lýsa yfir stuðningi við annað hvort þeirra. Ekki er ljóst hvort að Kennedy hafi fengið slíkt loforð frá Trump. Vísbendingar hafa verið í skoðanakönnunum um að Kennedy gæti tekið atkvæði af Trump í lykilríkjum sem eru líkleg til að ráða úrslitum í forsetakosningunum. Ákvörðun Kennedy nú gæti því hjálpað Trump í hörðum slag við Kamölu Harris, forsetaefni demókrata. Sagður svíkja gildi Kennedy-fjölskyldunnar Mikill vandræðagangur hefur einkennt framboð Kennedy. Hann hefur átt erfitt með að koma nafni sínu á kjörseðilinn í öllum ríkjum, meðal annars vegna ásakana um að hann hafi skilað inn fölsuðum gögnum. Þá hefur hvert furðumálið rekið annað. Hann greindi sjálfur frá því að ormar hefðu fundist í heila hans og viðurkenndi nýlega að hafa skilið eftir bjarnarhúnshræ í Miðgarði í New York fyrir tíu árum. Kennedy er sonur Roberts F. Kennedy, bróður Johns F. Kennedy, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Þeir voru báðir ráðnir af dögum. Fjölskylda hans brást við tíðindunum í dag með því að saka hann um að svíkja gildi föður síns og stórfjölskyldunnar. „Þetta er dapurlegur endir á dapurlegri sögu,“ sagði í yfirlýsingunni sem fimm af systkinum Kennedy skrifuðu undir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Kennedy íhugar að hætta og styðja Trump í staðinn Varaforsetaefni Roberts F. Kennedy yngri, óháðs frambjóðanda til forseta Bandaríkjanna, segir að hann íhugi að draga framboð sitt til baka og lýsa yfir stuðningi við Donald Trump. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað hjá Kennedy að undanförnu. 21. ágúst 2024 11:35 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Kennedy íhugar að hætta og styðja Trump í staðinn Varaforsetaefni Roberts F. Kennedy yngri, óháðs frambjóðanda til forseta Bandaríkjanna, segir að hann íhugi að draga framboð sitt til baka og lýsa yfir stuðningi við Donald Trump. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað hjá Kennedy að undanförnu. 21. ágúst 2024 11:35