Fótbolti

Mikael og fé­lagar tylltu sér á toppinn með stór­sigri

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mikael Neville Anderson hefur átt stóran þátt í góðu gengi AGF í byrjun tímabils.
Mikael Neville Anderson hefur átt stóran þátt í góðu gengi AGF í byrjun tímabils. getty/Jan Christensen

Gott gengi Mikaels Neville Anderson og félaga í AGF hélt áfram þegar þeir unnu 0-4 útisigur á Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Með sigrinum komst AGF á topp deildarinnar. Liðið hefur unnið fjóra af fyrstu sex leikjum sínum, gert eitt jafntefli og tapað einum leik.

Mikael hefur leikið einkar vel með AGF eftir að hann var færður inn á miðjuna. David Nielsen, fyrrverandi þjálfari AGF, hrósaði honum til að mynda í hástert á dögunum og sagði hann eiga hvað stærstan þátt í góðu gengi Árósaliðsins.

Nóel Atli Arnórsson kom inn á sem varamaður í hálfleik hjá Álaborg en þjálfari liðsins, Menno van Dam, gerði þá fjórfalda skiptingu. Álaborg er í 8. sæti deildarinnar með sex stig.

Patrick Mortensen skoraði tvö mörk fyrir AGF í leiknum í kvöld og Mads Madsen og Gift Links sitt markið hvor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×