Hildur kemur frítt til Madrid frá Fortuna Sittard í Hollandi þar sem hún hefur spilað síðustu tvö ár, en áður lék hún með Breiðabliki og Val hér á landi.
👋🏼 HILDUR ANTONSDÓTTIR
— Madrid CFF (@MadridCFF) August 23, 2024
📲 https://t.co/qxlVMVy2Mn pic.twitter.com/qGhFGiT02p
Hildur, sem er 28 ára gömul, hefur á síðustu misserum stimplað sig inn í íslenska landsliðið og nú spilað átján A-landsleiki, og skorað tvö mörk. Seinna markið var sigurmarkið mikilvæga gegn Austurríki í undankeppni EM í júní.
Madrid CFF, sem ekki skyldi rugla saman við Real Madrid, endaði í 6. sæti spænsku deildarinnar á síðustu leiktíð, fjórum sætum neðar en grannar sínir í Real.
Nýtt tímabil í spænsku deildinni hefst 6. september og Madrid mætir liði Tenerife degi síðar.