Yfir hundrað mál á tólf tímum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. ágúst 2024 10:01 Páll Ingi Pálsson varðstjóri sagði Sindra Sindrasyni frá störfum næturvaktarinnar í Íslandi í dag í vikunni. Vísir Starf lögreglumannsins er álagsstarf, og stressið oft mikið, enda aðstæður þannig að maður veit aldrei út í hvað maður er að fara, segir Páll Ingi Pálsson varðstjóri. Mál þar sem börn koma við sögu eru erfiðust að hans sögn. Lögreglumenn segja umræðuna um störf þeirra oft ósanngjarna, þingmenn og fjölmiðlar séu oft óvægnir í þeirra garð. Næturvaktir lögreglunnar á Hverfisgötu geta verið erilsamar um helgar, en Sindri Sindrason fékk að fylgjast með einni slíkri vakt síðustu helgi fyrir Ísland í dag. Á vaktinni voru fimmtán manns á sjö bílum, og ýmis verkefni komu á þeirra borð. Fimmtán manns voru á vakt á sjö bílum.Vísir Ekki alltaf kallarnir á bak við heimilisofbeldismál Fyrsta símtal vaktarinnar var um heimilisofbeldismál. Páll segir að þá sé kallað til barnaverndarnefndar og félagsráðgjafa. Hann segir að slík mál séu ekkert algengari um helgar en aðra daga. Það sé ákveðin staðalímynd í slíkum málum að kallinn sé alltaf að berja konuna. Páll segir allan gang vera þar á, einnig sé hringt vegna kvenna sem lemja mennina, foreldra að beita börn sín ofbeldi, börnin jafnvel gangi berseksgang og beiti foreldrana ofbeldi. Það venst aldrei að ganga inn í svona aðstæður, segir Páll. Oftast reynir lögreglan að róa heimilisfólk svo handtaka verði ekki nauðsynleg. Það á við í öðrum aðstæðum líka. Lögreglan stígur inn í til að hjálpa, róa, en stundum gengur það ekki og þá endar fólk hjá Brönku fangaverði. Branka hefur verið fangavörður í 18 ár.Vísir Branka er frá Sarajevó, en hefur búið á Íslandi síðan 1998. Hún hefur verið fangavörður hjá lögreglunni síðustu 18 ár, en hún var lögreglukona í heimalandi sínu. Hún getur verið hörð í horn að taka, en byrjar alltaf á því að vera kurteis við fangana. „Við gleymum því ekki að þetta er fólk, og við erum góð. Allir eru góðir hérna,“ segir hún. Hún kann vel við sig á Íslandi og á Hverfisgötunni. Branka er frá Sarajevo, en hún les á serbnesku.Vísir Vill að börnunum líði sem best Páll varðstjóri segir að málin sem láti honum líða verst séu yfirleitt mál sem tengjast börnum. „Maður er sjálfur foreldri, og það er viðkvæmt, maður vill gera það vel og vill að börnunum líði sem best. Öll mál þar sem börn koma við sögu eru erfið,“ segir hann. Erfið mál geta setið í fólki, og lögreglumenn eru duglegir að ræða saman um erfiðar upplifanir, og einnig við sálfræðinga. Alvarleg slagsmál voru við Lækjargötu, þar sem sparkað var í höfuð manns. Fórnarlambið var flutt á sjúkrahús, en málið hefði getað farið mun verr.Vísir Umræðan oft ósanngjörn Páll segir að ofbeldi gegn lögreglumönnum sé algengt. „Það eru margir lögreglumenn sem verða fyrir árásum á hverju ári, en við reynum að tækla málin af eins miklu öryggi og við getum. Förum varlega inn í aðstæður,“ segir hann. Sindri þáttastjórnandi segir áhugaverða breytingu hafa orðið frá fyrri þáttum þar sem hann fylgdist með störfum lögreglunnar, nú vilji mun færri lögreglumenn tjá sig. Mörgum lögreglumönnum finnist umræðan oft ósanngjörn í þeirra garð. Þingmenn og fjölmiðlar séu oft óvægnir, segi hálfan sannleikann á meðan löggan getur ekki varið sig. Verkefni lögreglunnar eru fjölþætt.Vísir „Fólk verður að átta sig á að hér er fólk að fylgja lögum, reglum, taka við skipunum og stundum að sinna störfum sem fólk hér á bæ er ekki endilega sammála,“ segir Páll. Hann segir að allir lögreglumenn séu að gera sitt besta. „Við erum að reyna vinna þetta af heilindum. Gagnkvæm virðing er bara besta meðalið, það er bara þannig,“ segir Páll varðstjóri. Þáttinn í heild sinni má sjá hér að neðan, en þar fylgir Sindri lögreglunni í nokkur útköll næturinnar. Þeirra á meðal var innbrot, slagsmál í miðbænum, og útkall þar sem maður var að berja útidyrahurð með hamri. Ísland í dag Lögreglan Reykjavík Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið Uppselt, uppselt og aukatónleikum bætt við Sumar á Sýrlandi Lífið samstarf Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Næturvaktir lögreglunnar á Hverfisgötu geta verið erilsamar um helgar, en Sindri Sindrason fékk að fylgjast með einni slíkri vakt síðustu helgi fyrir Ísland í dag. Á vaktinni voru fimmtán manns á sjö bílum, og ýmis verkefni komu á þeirra borð. Fimmtán manns voru á vakt á sjö bílum.Vísir Ekki alltaf kallarnir á bak við heimilisofbeldismál Fyrsta símtal vaktarinnar var um heimilisofbeldismál. Páll segir að þá sé kallað til barnaverndarnefndar og félagsráðgjafa. Hann segir að slík mál séu ekkert algengari um helgar en aðra daga. Það sé ákveðin staðalímynd í slíkum málum að kallinn sé alltaf að berja konuna. Páll segir allan gang vera þar á, einnig sé hringt vegna kvenna sem lemja mennina, foreldra að beita börn sín ofbeldi, börnin jafnvel gangi berseksgang og beiti foreldrana ofbeldi. Það venst aldrei að ganga inn í svona aðstæður, segir Páll. Oftast reynir lögreglan að róa heimilisfólk svo handtaka verði ekki nauðsynleg. Það á við í öðrum aðstæðum líka. Lögreglan stígur inn í til að hjálpa, róa, en stundum gengur það ekki og þá endar fólk hjá Brönku fangaverði. Branka hefur verið fangavörður í 18 ár.Vísir Branka er frá Sarajevó, en hefur búið á Íslandi síðan 1998. Hún hefur verið fangavörður hjá lögreglunni síðustu 18 ár, en hún var lögreglukona í heimalandi sínu. Hún getur verið hörð í horn að taka, en byrjar alltaf á því að vera kurteis við fangana. „Við gleymum því ekki að þetta er fólk, og við erum góð. Allir eru góðir hérna,“ segir hún. Hún kann vel við sig á Íslandi og á Hverfisgötunni. Branka er frá Sarajevo, en hún les á serbnesku.Vísir Vill að börnunum líði sem best Páll varðstjóri segir að málin sem láti honum líða verst séu yfirleitt mál sem tengjast börnum. „Maður er sjálfur foreldri, og það er viðkvæmt, maður vill gera það vel og vill að börnunum líði sem best. Öll mál þar sem börn koma við sögu eru erfið,“ segir hann. Erfið mál geta setið í fólki, og lögreglumenn eru duglegir að ræða saman um erfiðar upplifanir, og einnig við sálfræðinga. Alvarleg slagsmál voru við Lækjargötu, þar sem sparkað var í höfuð manns. Fórnarlambið var flutt á sjúkrahús, en málið hefði getað farið mun verr.Vísir Umræðan oft ósanngjörn Páll segir að ofbeldi gegn lögreglumönnum sé algengt. „Það eru margir lögreglumenn sem verða fyrir árásum á hverju ári, en við reynum að tækla málin af eins miklu öryggi og við getum. Förum varlega inn í aðstæður,“ segir hann. Sindri þáttastjórnandi segir áhugaverða breytingu hafa orðið frá fyrri þáttum þar sem hann fylgdist með störfum lögreglunnar, nú vilji mun færri lögreglumenn tjá sig. Mörgum lögreglumönnum finnist umræðan oft ósanngjörn í þeirra garð. Þingmenn og fjölmiðlar séu oft óvægnir, segi hálfan sannleikann á meðan löggan getur ekki varið sig. Verkefni lögreglunnar eru fjölþætt.Vísir „Fólk verður að átta sig á að hér er fólk að fylgja lögum, reglum, taka við skipunum og stundum að sinna störfum sem fólk hér á bæ er ekki endilega sammála,“ segir Páll. Hann segir að allir lögreglumenn séu að gera sitt besta. „Við erum að reyna vinna þetta af heilindum. Gagnkvæm virðing er bara besta meðalið, það er bara þannig,“ segir Páll varðstjóri. Þáttinn í heild sinni má sjá hér að neðan, en þar fylgir Sindri lögreglunni í nokkur útköll næturinnar. Þeirra á meðal var innbrot, slagsmál í miðbænum, og útkall þar sem maður var að berja útidyrahurð með hamri.
Ísland í dag Lögreglan Reykjavík Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið Uppselt, uppselt og aukatónleikum bætt við Sumar á Sýrlandi Lífið samstarf Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning