Teygjur Ólympíumeistarans ekki fyrir viðkvæma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2024 15:00 Rebeca Andrade með öll verðlaunin sem hún vann á Ólympíuleikunum í París. Getty/Michael Reaves Brasilíska fimleikakonan Rebeca Andrade var ein af stjörnum Ólympíuleikanna í París þar sem hún vann til fernra verðlauna. Liðleiki er lífsnauðsynlegur fimleikakonum og það þýðir líka krefjandi teygjuæfingar. Andrade vann gullverðlaun í æfingum á gólfi en varð í öðru sæti á eftir vinkonu sinni Simone Biles í bæði fjölþraut og í stökki. Andrade og félagar hennar í brasilíska liðinu fengu síðan brons í liðakeppninni. Andrade hafði unnið gull og silfur á Ólympíuleikunum í Tókýó og er nú orðin verðlaunahæsti íþróttamaður Brasilíumanna á Ólympíuleikum með alls sex verðlaunapeninga. Hún hefur einnig unnið níu verðlaun á heimsmeistaramótum. Hinni 25 ára gömlu Andrade tókst að verða að þessari miklu afrekskonu þrátt fyrir að alast upp í mikilli fátækt í Brasilíu. Hún lagði mikið á sig í að komast í hóp bestu fimleikakvenna heims. Það kostar blóð, svita og tár að komast svona langt og eitt af því sem fimleikafólkið þekkir út og inn er að láta teygja vel á sér. Andrade vildi sýna fylgjendum sínum teygjuæfingar sínar og það er óhætt að segja að þær séu ekki fyrir viðkvæma. Í myndbandinu sést þjálfari hennar meðal annars liggja ofan á henni og spenna hana til og frá. Sjón er sögu ríkari því myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Alguém aí precisando de um alongamento nível Rebeca Andrade? pic.twitter.com/aJpcAFGDTz— Lázaro Rosa 🇧🇷 (@lazarorosa25) August 20, 2024 Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Leik lokið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Andrade vann gullverðlaun í æfingum á gólfi en varð í öðru sæti á eftir vinkonu sinni Simone Biles í bæði fjölþraut og í stökki. Andrade og félagar hennar í brasilíska liðinu fengu síðan brons í liðakeppninni. Andrade hafði unnið gull og silfur á Ólympíuleikunum í Tókýó og er nú orðin verðlaunahæsti íþróttamaður Brasilíumanna á Ólympíuleikum með alls sex verðlaunapeninga. Hún hefur einnig unnið níu verðlaun á heimsmeistaramótum. Hinni 25 ára gömlu Andrade tókst að verða að þessari miklu afrekskonu þrátt fyrir að alast upp í mikilli fátækt í Brasilíu. Hún lagði mikið á sig í að komast í hóp bestu fimleikakvenna heims. Það kostar blóð, svita og tár að komast svona langt og eitt af því sem fimleikafólkið þekkir út og inn er að láta teygja vel á sér. Andrade vildi sýna fylgjendum sínum teygjuæfingar sínar og það er óhætt að segja að þær séu ekki fyrir viðkvæma. Í myndbandinu sést þjálfari hennar meðal annars liggja ofan á henni og spenna hana til og frá. Sjón er sögu ríkari því myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Alguém aí precisando de um alongamento nível Rebeca Andrade? pic.twitter.com/aJpcAFGDTz— Lázaro Rosa 🇧🇷 (@lazarorosa25) August 20, 2024
Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Leik lokið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira