200 skemmtiferðaskip á Akureyri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. ágúst 2024 20:06 Um 200 skemmtiferðaskip munu koma til Akureyrar í sumar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um 160 skemmtiferðaskip hafa komið á Akureyri það sem af er sumri og eiga 40 skip eftir að koma. Alls verða þetta því um 254 þúsund farþegar, sem koma með skipunum og munar um minna þegar verslun og þjónusta á svæðinu er annars vegar. Það hefur verið mikil örtröð skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar, oft tvö skip á dag, stundum þrjú og jafnvel fleiri. Skipin eru misstór en farþegarnir fara oftast í skipulagðar ferðir á ferðamannastaði í kringum Akureyri á meðan stoppað er, eða skoða sig um á Akureyri og fara þá jafnvel á veitingastaði og í verslanir. „Þau eru nú að koma alls staðar að, þau koma mikið frá Bretlandi og Noregi reyndar og svo eru þetta bara skip, sem eru hérna við Ísland og eru að fara hringinn hérna,” segir Guðmundur Guðmundsson (Guddi), hafnarvörður Akureyrarhafnar. Hvað stoppa þau yfirleitt lengi? „Það er dagurinn, þau koma snemma að morgni og eru farin svona seinnipartinn, fimm, sex eða sjö, þannig er þetta nú.” Guðmundur Guðmundsson, sem er allt í öllu á höfninni þegar skemmtiferðaskipin eru annars vegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðmundur segir að stærstu skipin séu með fjögur þúsund farþega en oft séu þetta tvö til þrjú þúsund farþegar í skipi. Þetta hlýtur að hafa svakaleg jákvæð áhrif á verslun og viðskipti og allt svoleiðis eða hvað? „Já ,heldur betur, rútuferðirnar og allt þetta, þetta er ekkert smáræði, sem að þetta skilar,” segir Guðmundur. Og höfnin fær góðar tekjur af skemmtiferðaskipunum í formi hafnargjalda enda heilmikil umsvif við að þjónusta öll þessi skip. Og svo eru það strákarnir á bryggjunni, sem eru allt í öllu en þeir eru svokallaðir „endamenn“. „Okkar strákar hlaupa um, þetta eru víkingar þessir strákar okkar, við værum ekkert án þeirra,” segir Guðmundur ánægður. „Við erum endamenn, sjáum sem sagt um að taka á móti skipunum með því að setja endana frá skipunum á polla hérna, festa þau við bryggju,” segir Anton Bjarki Jóhannesson, starfsmaður hafnarinnar. „Okkur er stundum boðið um borð, það er gaman, það er mjög gaman,” segir Eiríkur Fannar Ágústsson, starfsmaður hafnarinnar. Félagarnir Anton Bjarki (t.v.) og Eiríkur Fannar, sem eru endamenn á höfninni og líkar starfið mjög vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þannig að þið eruð greinilega alsælir í vinnunni ykkar? „Já, já, það er ekki hægt að segja annað, mjög góðir og glaðir, heldur betur,” segja þeir báðir. Guðmundur með strákunum sínum á höfninni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Akureyri Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira
Það hefur verið mikil örtröð skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar, oft tvö skip á dag, stundum þrjú og jafnvel fleiri. Skipin eru misstór en farþegarnir fara oftast í skipulagðar ferðir á ferðamannastaði í kringum Akureyri á meðan stoppað er, eða skoða sig um á Akureyri og fara þá jafnvel á veitingastaði og í verslanir. „Þau eru nú að koma alls staðar að, þau koma mikið frá Bretlandi og Noregi reyndar og svo eru þetta bara skip, sem eru hérna við Ísland og eru að fara hringinn hérna,” segir Guðmundur Guðmundsson (Guddi), hafnarvörður Akureyrarhafnar. Hvað stoppa þau yfirleitt lengi? „Það er dagurinn, þau koma snemma að morgni og eru farin svona seinnipartinn, fimm, sex eða sjö, þannig er þetta nú.” Guðmundur Guðmundsson, sem er allt í öllu á höfninni þegar skemmtiferðaskipin eru annars vegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðmundur segir að stærstu skipin séu með fjögur þúsund farþega en oft séu þetta tvö til þrjú þúsund farþegar í skipi. Þetta hlýtur að hafa svakaleg jákvæð áhrif á verslun og viðskipti og allt svoleiðis eða hvað? „Já ,heldur betur, rútuferðirnar og allt þetta, þetta er ekkert smáræði, sem að þetta skilar,” segir Guðmundur. Og höfnin fær góðar tekjur af skemmtiferðaskipunum í formi hafnargjalda enda heilmikil umsvif við að þjónusta öll þessi skip. Og svo eru það strákarnir á bryggjunni, sem eru allt í öllu en þeir eru svokallaðir „endamenn“. „Okkar strákar hlaupa um, þetta eru víkingar þessir strákar okkar, við værum ekkert án þeirra,” segir Guðmundur ánægður. „Við erum endamenn, sjáum sem sagt um að taka á móti skipunum með því að setja endana frá skipunum á polla hérna, festa þau við bryggju,” segir Anton Bjarki Jóhannesson, starfsmaður hafnarinnar. „Okkur er stundum boðið um borð, það er gaman, það er mjög gaman,” segir Eiríkur Fannar Ágústsson, starfsmaður hafnarinnar. Félagarnir Anton Bjarki (t.v.) og Eiríkur Fannar, sem eru endamenn á höfninni og líkar starfið mjög vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þannig að þið eruð greinilega alsælir í vinnunni ykkar? „Já, já, það er ekki hægt að segja annað, mjög góðir og glaðir, heldur betur,” segja þeir báðir. Guðmundur með strákunum sínum á höfninni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Akureyri Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira