Mikilvægi þess að taka húsnæðisliðinn úr neysluvísitölunni Anton Guðmundsson skrifar 22. ágúst 2024 18:02 Vísitala neysluverðs (VNV) er ein af mikilvægustu mælieiningum sem notuð er til að meta verðlagsbreytingar á Íslandi. Vísitalan hefur bein áhrif á fjármál heimilanna, til dæmis með því að hafa áhrif á verðtryggðar skuldir og húsnæðislán. VNV inniheldur ýmsa þætti, þar á meðal verðlag á hrávöru og húsnæði. Húsnæðisverð hefur undanfarið haft mikið vægi í vísitölunni vegna verulegra verðhækkana á fasteignamarkaði, sem stafar að miklu leyti af mikilli umframeftirspurn eftir íbúðarhúsnæði. Þessar hækkanir hafa kynt undir verðbólgu, sem stendur nú í 6,3%. Verðbólguhvetjandi þáttur Þar sem húsnæðisverð hefur svo mikil áhrif á VNV, verður það sjálfkrafa verðbólgu hvetjandi þáttur. Þegar húsnæðisliðurinn hækkar, hækkar vísitalan í heild sinni, sem aftur hækkar verðtryggðar skuldir heimila. Þetta býr til vítahring þar sem verðbólga kallar á hærri afborganir, sem gerir fjárhag heimila enn erfiðari. Það er því mikilvægt að Alþingi taki málið til skoðunar og setji á dagskrá að fjarlægja húsnæðisliðinn úr VNV. Með því að gera það væri unnt að ná fram skýrari mynd af raunverulegum verðlagsbreytingum sem hafa ekki tengsl við fasteignamarkaðinn. Þetta gæti dregið úr áhrifum húsnæðisverðs á verðbólgu og létt á fjárhag heimila með verðtryggð lán. Húsnæðisverð á ekki að vera drifkraftur verðbólgu Húsnæðisverð á ekki að vera drifkraftur verðbólgu, og því er nauðsynlegt að endurskoða samsetningu neysluvísitölunnar til að tryggja að hún endurspegli betur raunverulegt verðlag í landinu. Með því að taka húsnæðisliðinn úr VNV gæti verið mögulegt að ná fram stöðugra efnahagsumhverfi, sem er hagstætt fyrir bæði heimili og fyrirtæki. Alþingi ber ábyrgð á því að taka skref í þessa átt og tryggja sanngjarnt og stöðugt efnahagskerfi. Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anton Guðmundsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Vísitala neysluverðs (VNV) er ein af mikilvægustu mælieiningum sem notuð er til að meta verðlagsbreytingar á Íslandi. Vísitalan hefur bein áhrif á fjármál heimilanna, til dæmis með því að hafa áhrif á verðtryggðar skuldir og húsnæðislán. VNV inniheldur ýmsa þætti, þar á meðal verðlag á hrávöru og húsnæði. Húsnæðisverð hefur undanfarið haft mikið vægi í vísitölunni vegna verulegra verðhækkana á fasteignamarkaði, sem stafar að miklu leyti af mikilli umframeftirspurn eftir íbúðarhúsnæði. Þessar hækkanir hafa kynt undir verðbólgu, sem stendur nú í 6,3%. Verðbólguhvetjandi þáttur Þar sem húsnæðisverð hefur svo mikil áhrif á VNV, verður það sjálfkrafa verðbólgu hvetjandi þáttur. Þegar húsnæðisliðurinn hækkar, hækkar vísitalan í heild sinni, sem aftur hækkar verðtryggðar skuldir heimila. Þetta býr til vítahring þar sem verðbólga kallar á hærri afborganir, sem gerir fjárhag heimila enn erfiðari. Það er því mikilvægt að Alþingi taki málið til skoðunar og setji á dagskrá að fjarlægja húsnæðisliðinn úr VNV. Með því að gera það væri unnt að ná fram skýrari mynd af raunverulegum verðlagsbreytingum sem hafa ekki tengsl við fasteignamarkaðinn. Þetta gæti dregið úr áhrifum húsnæðisverðs á verðbólgu og létt á fjárhag heimila með verðtryggð lán. Húsnæðisverð á ekki að vera drifkraftur verðbólgu Húsnæðisverð á ekki að vera drifkraftur verðbólgu, og því er nauðsynlegt að endurskoða samsetningu neysluvísitölunnar til að tryggja að hún endurspegli betur raunverulegt verðlag í landinu. Með því að taka húsnæðisliðinn úr VNV gæti verið mögulegt að ná fram stöðugra efnahagsumhverfi, sem er hagstætt fyrir bæði heimili og fyrirtæki. Alþingi ber ábyrgð á því að taka skref í þessa átt og tryggja sanngjarnt og stöðugt efnahagskerfi. Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar