Höfðu hendur í hári barnsmorðingjans Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2024 10:47 Löreglumenn fylgjast með minningarstund um Mateo, ellefu ára gamlan dreng sem var stunginn til bana í bænum Mocejón á Spáni um helgina. Vísir/Getty Spænska lögreglan handtók ungan mann sem er grunaður um að stinga ellefu ára gamlan dreng til bana á fótboltavelli í bænum Mocejón um helgina. Morðinginn flúði vettvang og upphófst mikil leit að honum. Spænskir fjölmiðlar segja að sá handtekni sé tvítugur spænskur karlmaður. Hann sé búsettur í Madrid með móður sinni en dvelji stundum í Mocejón hjá föður sínum. Mocejón er í Toledo-héraði, um 65 kílómetra suður af höfuðborginni Madrid. Lögreglan gerði húsleitir á heimili föður hans og ömmu á meðan leit að manninum stóð í lofti, á láði og legi. Árásin átti sér stað á sunnudag. Vitni segja að árásarmaðurinn hafi ráðist á drenginn með beittu áhaldi og stungið hann ítrekað. Spænska ríkisútvarpið RTVE hefur eftir yfirvöldum að drengurinn hafi verið stunginn tíu sinnum. Sá grunaði stakk svo af á bifreið. Sá grunaði játaði verknaðinn við yfirheyrslu, að sögn spænska blaðsins El País. Lögreglan er sögð hafa útilokað að árásin hafi tengst skipulagðri glæpastarfsemi eða hryðjuverkum. Faðir hans á að hafa sagt lögreglu að sonur sinn sé geðfatlaður, að sögn dagblaðsins ABC. Eggvopnið sem ungi maðurinn notaði er enn ófundið og stendur leit yfir að því. Þá beinist rannsóknin að tilefni árásinnar. Talsmaður fjölskyldu drengsins sem var drepinn og talskona ríkisstjórnarinnar hafa gagnrýnt harðlega þá sem hafa dreift upplýsingafalsi um kynþátt og trú árásarmannsins og tilefni árásarinnar á samfélagsmiðlum síðustu daga. Milagros Tolón, talskona ríkisstjórnarinnar, sagði „hatursdreifara“ af þessu tagi valda miklum skaða. Spánn Erlend sakamál Tengdar fréttir Ellefu ára drengur myrtur á Spáni Lögreglan á Spáni leitar nú manns sem grunaður er um að hafa myrt ellefu ára gamlan dreng með eggvopni fyrr í dag. Drengurinn var úti að leika með vinum sínum þegar maður með hettu réðst á hann snemma í dag. 18. ágúst 2024 18:34 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Spænskir fjölmiðlar segja að sá handtekni sé tvítugur spænskur karlmaður. Hann sé búsettur í Madrid með móður sinni en dvelji stundum í Mocejón hjá föður sínum. Mocejón er í Toledo-héraði, um 65 kílómetra suður af höfuðborginni Madrid. Lögreglan gerði húsleitir á heimili föður hans og ömmu á meðan leit að manninum stóð í lofti, á láði og legi. Árásin átti sér stað á sunnudag. Vitni segja að árásarmaðurinn hafi ráðist á drenginn með beittu áhaldi og stungið hann ítrekað. Spænska ríkisútvarpið RTVE hefur eftir yfirvöldum að drengurinn hafi verið stunginn tíu sinnum. Sá grunaði stakk svo af á bifreið. Sá grunaði játaði verknaðinn við yfirheyrslu, að sögn spænska blaðsins El País. Lögreglan er sögð hafa útilokað að árásin hafi tengst skipulagðri glæpastarfsemi eða hryðjuverkum. Faðir hans á að hafa sagt lögreglu að sonur sinn sé geðfatlaður, að sögn dagblaðsins ABC. Eggvopnið sem ungi maðurinn notaði er enn ófundið og stendur leit yfir að því. Þá beinist rannsóknin að tilefni árásinnar. Talsmaður fjölskyldu drengsins sem var drepinn og talskona ríkisstjórnarinnar hafa gagnrýnt harðlega þá sem hafa dreift upplýsingafalsi um kynþátt og trú árásarmannsins og tilefni árásarinnar á samfélagsmiðlum síðustu daga. Milagros Tolón, talskona ríkisstjórnarinnar, sagði „hatursdreifara“ af þessu tagi valda miklum skaða.
Spánn Erlend sakamál Tengdar fréttir Ellefu ára drengur myrtur á Spáni Lögreglan á Spáni leitar nú manns sem grunaður er um að hafa myrt ellefu ára gamlan dreng með eggvopni fyrr í dag. Drengurinn var úti að leika með vinum sínum þegar maður með hettu réðst á hann snemma í dag. 18. ágúst 2024 18:34 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Ellefu ára drengur myrtur á Spáni Lögreglan á Spáni leitar nú manns sem grunaður er um að hafa myrt ellefu ára gamlan dreng með eggvopni fyrr í dag. Drengurinn var úti að leika með vinum sínum þegar maður með hettu réðst á hann snemma í dag. 18. ágúst 2024 18:34