Vill neyðarlög verði stýrivextir ekki lækkaðir Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. ágúst 2024 22:24 Ásthildur Lóa Þórsdóttir er þingmaður Flokks Fólksins Vísir/Vilhelm „Ég tel bara að ef vextir eiga að haldast óbreyttir, þá þurfi hreinlega að setja neyðarlög. Ég er bara komin þangað.“ Þetta segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður hagsmunasamtaka Heimilanna, þingmaður Flokks Fólksins og nefndarmaður í efnahags og viðskiptanefnd Alþingis. Ásthildur segir að róðurinn muni þyngjast á næstunni hjá stórum hópi fólks, sem hefur verið með fasta vexti síðastliðin þrjú ár. „Já þau munu fá á sig högg, og það er mikið talað um þessa snjóhengju. En það má heldur ekki gleyma því að um 30 prósent þjóðarinnar, semsagt þau sem voru með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum, hafa borið þetta núna í tvö ár. Þannig að þetta er búið að vera gríðarlega erfitt hjá þeim hópi, sem er bara gjörsamlega við það að gefast upp. Þetta er bara skelfilegt, sem verið er að gera þessu fólki, ég vil kalla þetta glæpsamlegt,“ segir Ásthildur, sem var í Reykjavík síðdegis í dag. Vill neyðarlög ef ekkert breytist Hún segir að setja þurfi neyðarlög, ef vextir haldast óbreyttir á miðvikudaginn. Hún telur að það þurfi að vera varnaglar gagnvart Seðlabankanum. „Það er skylda ríkisstjórnarinnar að verja heimili landsins. Sú skylda hlýtur að trompa þegar hingað er komið sjálfstæði Seðlabankans.“ Inngripin gætu til dæmis verið að „setja það í gang að nú lækki vextir markvisst, til dæmis fyrst niður í átta prósent og kannski sex prósent á næstu sex mánuðum, eitthvað þannig,“ segir hún. „Ég meina það þarf bara að grípa í taumana, vegna þess að það er alveg ljóst að þessi verðbólga er ekki heimilunum í landinu að kenna, þessar vaxtahækkanir eru algjörlega farnar að bíta í skottið á sjálfu sér, farnir að valda verðbólgu, farnir að valda minni uppbyggingu á húsnæðismarkaði.“ Hún segir að í Seðlabankanum sé „rörsýn“ og að „þessir miklu hagfræðingar“ virðist ekki skilja hagfræði heimilanna. Hún bendir á ða hvert einasta prósentustig vaxta af 50 milljón króna láni, þýði um 42 þúsund króna hærri afborgun á mánuði. „Fólk hefur farið í verkföll fyrir mun minna,“ segir hún. Skuldarar ekki þau sem valda þenslunni Ásthildur segir að ákveðinn hópur sé í landinu sem hafi það fínt, fólk sem skuldi lítið og hafi góðar tekjur. „það finnur óskaplega lítið fyrir þessum vaxtahækkunum. Það er hópurinn sem er að eyða, þannig fólkið sem vaxtahækkanirnar eru að bitna á, það er ekki fólkið sem er að valda þessari þenslu.“ Þetta sagði hún, innt eftir viðbrögðum við spá Landsbankans um að Seðlabankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum í vikunni. „Svo finnst mér alltaf sérstakt þegar bankarnir stíga fram og segja að þeir haldi að vextir muni ekki lækka. Þetta er næstum því eins og óskalisti frá bönkunum, og skilaboð til peningastefnunefndar. Auðvitað vilja bankarnir halda þessu hæstu sem lengst, þeir hafa bara aldrei hagnast jafnmikið og núna,“ segir Ásthildur. Flokkur fólksins Efnahagsmál Reykjavík síðdegis Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira
Ásthildur segir að róðurinn muni þyngjast á næstunni hjá stórum hópi fólks, sem hefur verið með fasta vexti síðastliðin þrjú ár. „Já þau munu fá á sig högg, og það er mikið talað um þessa snjóhengju. En það má heldur ekki gleyma því að um 30 prósent þjóðarinnar, semsagt þau sem voru með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum, hafa borið þetta núna í tvö ár. Þannig að þetta er búið að vera gríðarlega erfitt hjá þeim hópi, sem er bara gjörsamlega við það að gefast upp. Þetta er bara skelfilegt, sem verið er að gera þessu fólki, ég vil kalla þetta glæpsamlegt,“ segir Ásthildur, sem var í Reykjavík síðdegis í dag. Vill neyðarlög ef ekkert breytist Hún segir að setja þurfi neyðarlög, ef vextir haldast óbreyttir á miðvikudaginn. Hún telur að það þurfi að vera varnaglar gagnvart Seðlabankanum. „Það er skylda ríkisstjórnarinnar að verja heimili landsins. Sú skylda hlýtur að trompa þegar hingað er komið sjálfstæði Seðlabankans.“ Inngripin gætu til dæmis verið að „setja það í gang að nú lækki vextir markvisst, til dæmis fyrst niður í átta prósent og kannski sex prósent á næstu sex mánuðum, eitthvað þannig,“ segir hún. „Ég meina það þarf bara að grípa í taumana, vegna þess að það er alveg ljóst að þessi verðbólga er ekki heimilunum í landinu að kenna, þessar vaxtahækkanir eru algjörlega farnar að bíta í skottið á sjálfu sér, farnir að valda verðbólgu, farnir að valda minni uppbyggingu á húsnæðismarkaði.“ Hún segir að í Seðlabankanum sé „rörsýn“ og að „þessir miklu hagfræðingar“ virðist ekki skilja hagfræði heimilanna. Hún bendir á ða hvert einasta prósentustig vaxta af 50 milljón króna láni, þýði um 42 þúsund króna hærri afborgun á mánuði. „Fólk hefur farið í verkföll fyrir mun minna,“ segir hún. Skuldarar ekki þau sem valda þenslunni Ásthildur segir að ákveðinn hópur sé í landinu sem hafi það fínt, fólk sem skuldi lítið og hafi góðar tekjur. „það finnur óskaplega lítið fyrir þessum vaxtahækkunum. Það er hópurinn sem er að eyða, þannig fólkið sem vaxtahækkanirnar eru að bitna á, það er ekki fólkið sem er að valda þessari þenslu.“ Þetta sagði hún, innt eftir viðbrögðum við spá Landsbankans um að Seðlabankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum í vikunni. „Svo finnst mér alltaf sérstakt þegar bankarnir stíga fram og segja að þeir haldi að vextir muni ekki lækka. Þetta er næstum því eins og óskalisti frá bönkunum, og skilaboð til peningastefnunefndar. Auðvitað vilja bankarnir halda þessu hæstu sem lengst, þeir hafa bara aldrei hagnast jafnmikið og núna,“ segir Ásthildur.
Flokkur fólksins Efnahagsmál Reykjavík síðdegis Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira