Fyrrum NFL-leikmaður handtekinn fyrir að pissa á sessunaut í flugi til Dyflinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. ágúst 2024 07:01 Gosder Cherilus í leik með Indianapolis Colts á sínum tíma. Michael Hickey/Getty Images) Gosder Cherilus, fyrrum leikmaður NFL-deildarinnar, var handtekinn á dögunum fyrir að pissa á sessunaut sinn í flugi frá Boston til Dyflinnar á Írlandi. Hinn fertugi Cherilus var leiddur fyrir dómara í gær, mánudag, en hann var einnig sagður hafa verið til trafala í fluginu og sýnt mótþróa er lögreglan reyndi að færa hann í járn eftir að flugvélinni var snúið við. Lögreglan í Massachusetts segir að hún hafi verið kölluð til Logan flugvallarins eftir að flugvél Delta til Dyflinnar var snúið við vegna hegðunar eins farþega vélarinnar. Sá farþegi var sagður hafa pissað á annan farþega í vélinni. Téður farþegi var Cherilus, fyrrum leikmaður Detroit Lions, Indianapolis Colts og Tampa Bay Buccaneers í NFL-deildinni. Former NFL offensive lineman Gosder Cherilus was arrested early Sunday morning after allegedly urinating on a fellow passenger on a flight to Ireland, which was forced to return to Boston https://t.co/QcP4ym7rgg— Jonathan Jones (@jjones9) August 19, 2024 Hann á einnig að hafa slegið annan farþega eftir að hafa pissað á eldri konu í góðar 20 sekúndur samkvæmt dómsskjölum. Starfsmenn flugvélarinnar reyndu að stöðva NFL-leikmanninn fyrrverandi en hann er engin smásmíð og lét ekki til segjast. Segir einnig í dómsskjölum að starfsmenn vélarinnar hafi hreinlega ekki þorað að stíga inn í. Lögreglan bað Cherilus um að yfirgefa flugvélina en hann sýndi mótþróa á endanum þurfti lögreglan að leiða hann út úr vélinni og handtaka hann formlega. Samkvæmt lögreglu virtist Cherilus drukkinn þegar flugvélin lenti á Logan flugvellinum. Þar sem flugvélin var yfir Kanada þegar atvikið átti sér stað þá er málið einnig á borði alríkislögreglunnar. pic.twitter.com/TkT6OtBM1U— Gosder Cherilus (@GosderCherilus) August 19, 2024 Leikmaðurinn fyrrverandi hefur tjáð sig á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter. Þar segir hann að fluginu hafi verið frestað um rúmlega fjórar klukkustundir og því hafi hann tekið svefnlyf, eitthvað sem hann gerir ekki að staðaldri. Hann segir hegðun sína í kjölfarið ekki vera lýsandi fyrir þann karakter sem hann hefur að geyma og þá biðst hann afsökunar á gjörðum sínum. Cherilus snýr aftur fyrir framan dómara þann 11. október næstkomandi. NFL Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sjá meira
Hinn fertugi Cherilus var leiddur fyrir dómara í gær, mánudag, en hann var einnig sagður hafa verið til trafala í fluginu og sýnt mótþróa er lögreglan reyndi að færa hann í járn eftir að flugvélinni var snúið við. Lögreglan í Massachusetts segir að hún hafi verið kölluð til Logan flugvallarins eftir að flugvél Delta til Dyflinnar var snúið við vegna hegðunar eins farþega vélarinnar. Sá farþegi var sagður hafa pissað á annan farþega í vélinni. Téður farþegi var Cherilus, fyrrum leikmaður Detroit Lions, Indianapolis Colts og Tampa Bay Buccaneers í NFL-deildinni. Former NFL offensive lineman Gosder Cherilus was arrested early Sunday morning after allegedly urinating on a fellow passenger on a flight to Ireland, which was forced to return to Boston https://t.co/QcP4ym7rgg— Jonathan Jones (@jjones9) August 19, 2024 Hann á einnig að hafa slegið annan farþega eftir að hafa pissað á eldri konu í góðar 20 sekúndur samkvæmt dómsskjölum. Starfsmenn flugvélarinnar reyndu að stöðva NFL-leikmanninn fyrrverandi en hann er engin smásmíð og lét ekki til segjast. Segir einnig í dómsskjölum að starfsmenn vélarinnar hafi hreinlega ekki þorað að stíga inn í. Lögreglan bað Cherilus um að yfirgefa flugvélina en hann sýndi mótþróa á endanum þurfti lögreglan að leiða hann út úr vélinni og handtaka hann formlega. Samkvæmt lögreglu virtist Cherilus drukkinn þegar flugvélin lenti á Logan flugvellinum. Þar sem flugvélin var yfir Kanada þegar atvikið átti sér stað þá er málið einnig á borði alríkislögreglunnar. pic.twitter.com/TkT6OtBM1U— Gosder Cherilus (@GosderCherilus) August 19, 2024 Leikmaðurinn fyrrverandi hefur tjáð sig á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter. Þar segir hann að fluginu hafi verið frestað um rúmlega fjórar klukkustundir og því hafi hann tekið svefnlyf, eitthvað sem hann gerir ekki að staðaldri. Hann segir hegðun sína í kjölfarið ekki vera lýsandi fyrir þann karakter sem hann hefur að geyma og þá biðst hann afsökunar á gjörðum sínum. Cherilus snýr aftur fyrir framan dómara þann 11. október næstkomandi.
NFL Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sjá meira