97 ára og 81 árs dömur á ísrúnti á Dalvík Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. ágúst 2024 20:05 Ingigerður Sigríður Júlíusdóttir, hjólari og starfsmaður á Dalbæ að leggja af stað í hjólatúr með vinkonurnar í kerrunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þær eru yfir sig ánægðar með sig, 97 ára og 81 árs vinkonurnar á Dalbæ, hjúkrunarheimili á Dalvík þegar þær fara saman á ísrúnt á sérstöku hjóli þar sem þær sitja í vagni eins og prinsessur með hattana sína og sólgleraugun á nefinu. Dalbær er flott hjúkrunarheimili þar sem búa 37 íbúar og hafa það gott enda fá þeir topp þjónustu hjá starfsfólki. „Og við reynum bara að hafa gaman og skemmtilegt og njóta saman hérna. Við erum afskaplega heppinn með mannauðinn, bæði íbúa og starfsfólk,” segir Elísa Rán Ingvarsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri á Dalbæ. Elísa Rán Ingvarsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri á Dalbæ, sem segist vera afskaplega heppinn með mannauðinn, bæði íbúa og starfsfólk á heimilinu. Og hjólið góða á Dalbæ vekur alltaf mikla athygli en það kallast „Kristjaníuhjólið” en Ingigerður er mjög dugleg að fara með heimilisfólkið í hjólatúra um bæinn og þá er vinsælast að fara og fá sér ís. „Jú, jú, mér finnst mjög gaman að fara svona rúnt. Stundum bjóðum við körlunum með okkur,“ segir Sigríður Margrét Hafstað, 97 ára íbúi á Dalbæ, alltaf kölluð Sigríður á Tjörn og bætir við að karlarnir á heimilinu séu þokkalega sætir. Og Sigrún Arngrímsdóttir, sem er 81 árs segir frábært að fara á ísrúnt á hjólinu og ekki skemmi fyrir þegar Sigríður Margrét, elsti íbúinn fer með henni. Báðar eru þær alsælar á Dalbæ. „Það er bara allt gott hérna, allir svo góðir og liprir. Svo er maturinn alveg hreint eins og á hóteli. Ég er búin að bæta á mig síðan ég kom hingað, því er fljót svarað,” segir Sigrún og skellihlær. En er ekki gaman fyrir fólkið og komast svona út og fara á rúntinn á hjólinu? „Jú, þau eru alveg bara himin lifandi, sumir varla snerta jörðina þegar þeir koma af hjólinu. Þetta er rosalega gaman. Og ekki skemmir það að geta farið í ísbíltúr, eða hjólatúr, við erum að fara í það núna, sem sagt förum á Olís og fáum ís þar,” segir Ingigerður Sigríður Júlíusdóttir, hjólari og starfsmaður á Dalbæ. Vinkonurnar, Sigríður Margrét 97 ára og Sigrún, 81 árs í hjólakerrunni góðu, sem þær eru svo ánægðar með, ekki síst þegar þær komast á ísrúnt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dalvíkurbyggð Hjúkrunarheimili Hjólreiðar Ís Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Dalbær er flott hjúkrunarheimili þar sem búa 37 íbúar og hafa það gott enda fá þeir topp þjónustu hjá starfsfólki. „Og við reynum bara að hafa gaman og skemmtilegt og njóta saman hérna. Við erum afskaplega heppinn með mannauðinn, bæði íbúa og starfsfólk,” segir Elísa Rán Ingvarsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri á Dalbæ. Elísa Rán Ingvarsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri á Dalbæ, sem segist vera afskaplega heppinn með mannauðinn, bæði íbúa og starfsfólk á heimilinu. Og hjólið góða á Dalbæ vekur alltaf mikla athygli en það kallast „Kristjaníuhjólið” en Ingigerður er mjög dugleg að fara með heimilisfólkið í hjólatúra um bæinn og þá er vinsælast að fara og fá sér ís. „Jú, jú, mér finnst mjög gaman að fara svona rúnt. Stundum bjóðum við körlunum með okkur,“ segir Sigríður Margrét Hafstað, 97 ára íbúi á Dalbæ, alltaf kölluð Sigríður á Tjörn og bætir við að karlarnir á heimilinu séu þokkalega sætir. Og Sigrún Arngrímsdóttir, sem er 81 árs segir frábært að fara á ísrúnt á hjólinu og ekki skemmi fyrir þegar Sigríður Margrét, elsti íbúinn fer með henni. Báðar eru þær alsælar á Dalbæ. „Það er bara allt gott hérna, allir svo góðir og liprir. Svo er maturinn alveg hreint eins og á hóteli. Ég er búin að bæta á mig síðan ég kom hingað, því er fljót svarað,” segir Sigrún og skellihlær. En er ekki gaman fyrir fólkið og komast svona út og fara á rúntinn á hjólinu? „Jú, þau eru alveg bara himin lifandi, sumir varla snerta jörðina þegar þeir koma af hjólinu. Þetta er rosalega gaman. Og ekki skemmir það að geta farið í ísbíltúr, eða hjólatúr, við erum að fara í það núna, sem sagt förum á Olís og fáum ís þar,” segir Ingigerður Sigríður Júlíusdóttir, hjólari og starfsmaður á Dalbæ. Vinkonurnar, Sigríður Margrét 97 ára og Sigrún, 81 árs í hjólakerrunni góðu, sem þær eru svo ánægðar með, ekki síst þegar þær komast á ísrúnt.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Dalvíkurbyggð Hjúkrunarheimili Hjólreiðar Ís Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira