97 ára og 81 árs dömur á ísrúnti á Dalvík Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. ágúst 2024 20:05 Ingigerður Sigríður Júlíusdóttir, hjólari og starfsmaður á Dalbæ að leggja af stað í hjólatúr með vinkonurnar í kerrunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þær eru yfir sig ánægðar með sig, 97 ára og 81 árs vinkonurnar á Dalbæ, hjúkrunarheimili á Dalvík þegar þær fara saman á ísrúnt á sérstöku hjóli þar sem þær sitja í vagni eins og prinsessur með hattana sína og sólgleraugun á nefinu. Dalbær er flott hjúkrunarheimili þar sem búa 37 íbúar og hafa það gott enda fá þeir topp þjónustu hjá starfsfólki. „Og við reynum bara að hafa gaman og skemmtilegt og njóta saman hérna. Við erum afskaplega heppinn með mannauðinn, bæði íbúa og starfsfólk,” segir Elísa Rán Ingvarsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri á Dalbæ. Elísa Rán Ingvarsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri á Dalbæ, sem segist vera afskaplega heppinn með mannauðinn, bæði íbúa og starfsfólk á heimilinu. Og hjólið góða á Dalbæ vekur alltaf mikla athygli en það kallast „Kristjaníuhjólið” en Ingigerður er mjög dugleg að fara með heimilisfólkið í hjólatúra um bæinn og þá er vinsælast að fara og fá sér ís. „Jú, jú, mér finnst mjög gaman að fara svona rúnt. Stundum bjóðum við körlunum með okkur,“ segir Sigríður Margrét Hafstað, 97 ára íbúi á Dalbæ, alltaf kölluð Sigríður á Tjörn og bætir við að karlarnir á heimilinu séu þokkalega sætir. Og Sigrún Arngrímsdóttir, sem er 81 árs segir frábært að fara á ísrúnt á hjólinu og ekki skemmi fyrir þegar Sigríður Margrét, elsti íbúinn fer með henni. Báðar eru þær alsælar á Dalbæ. „Það er bara allt gott hérna, allir svo góðir og liprir. Svo er maturinn alveg hreint eins og á hóteli. Ég er búin að bæta á mig síðan ég kom hingað, því er fljót svarað,” segir Sigrún og skellihlær. En er ekki gaman fyrir fólkið og komast svona út og fara á rúntinn á hjólinu? „Jú, þau eru alveg bara himin lifandi, sumir varla snerta jörðina þegar þeir koma af hjólinu. Þetta er rosalega gaman. Og ekki skemmir það að geta farið í ísbíltúr, eða hjólatúr, við erum að fara í það núna, sem sagt förum á Olís og fáum ís þar,” segir Ingigerður Sigríður Júlíusdóttir, hjólari og starfsmaður á Dalbæ. Vinkonurnar, Sigríður Margrét 97 ára og Sigrún, 81 árs í hjólakerrunni góðu, sem þær eru svo ánægðar með, ekki síst þegar þær komast á ísrúnt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dalvíkurbyggð Hjúkrunarheimili Hjólreiðar Ís Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Dalbær er flott hjúkrunarheimili þar sem búa 37 íbúar og hafa það gott enda fá þeir topp þjónustu hjá starfsfólki. „Og við reynum bara að hafa gaman og skemmtilegt og njóta saman hérna. Við erum afskaplega heppinn með mannauðinn, bæði íbúa og starfsfólk,” segir Elísa Rán Ingvarsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri á Dalbæ. Elísa Rán Ingvarsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri á Dalbæ, sem segist vera afskaplega heppinn með mannauðinn, bæði íbúa og starfsfólk á heimilinu. Og hjólið góða á Dalbæ vekur alltaf mikla athygli en það kallast „Kristjaníuhjólið” en Ingigerður er mjög dugleg að fara með heimilisfólkið í hjólatúra um bæinn og þá er vinsælast að fara og fá sér ís. „Jú, jú, mér finnst mjög gaman að fara svona rúnt. Stundum bjóðum við körlunum með okkur,“ segir Sigríður Margrét Hafstað, 97 ára íbúi á Dalbæ, alltaf kölluð Sigríður á Tjörn og bætir við að karlarnir á heimilinu séu þokkalega sætir. Og Sigrún Arngrímsdóttir, sem er 81 árs segir frábært að fara á ísrúnt á hjólinu og ekki skemmi fyrir þegar Sigríður Margrét, elsti íbúinn fer með henni. Báðar eru þær alsælar á Dalbæ. „Það er bara allt gott hérna, allir svo góðir og liprir. Svo er maturinn alveg hreint eins og á hóteli. Ég er búin að bæta á mig síðan ég kom hingað, því er fljót svarað,” segir Sigrún og skellihlær. En er ekki gaman fyrir fólkið og komast svona út og fara á rúntinn á hjólinu? „Jú, þau eru alveg bara himin lifandi, sumir varla snerta jörðina þegar þeir koma af hjólinu. Þetta er rosalega gaman. Og ekki skemmir það að geta farið í ísbíltúr, eða hjólatúr, við erum að fara í það núna, sem sagt förum á Olís og fáum ís þar,” segir Ingigerður Sigríður Júlíusdóttir, hjólari og starfsmaður á Dalbæ. Vinkonurnar, Sigríður Margrét 97 ára og Sigrún, 81 árs í hjólakerrunni góðu, sem þær eru svo ánægðar með, ekki síst þegar þær komast á ísrúnt.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Dalvíkurbyggð Hjúkrunarheimili Hjólreiðar Ís Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira