97 ára og 81 árs dömur á ísrúnti á Dalvík Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. ágúst 2024 20:05 Ingigerður Sigríður Júlíusdóttir, hjólari og starfsmaður á Dalbæ að leggja af stað í hjólatúr með vinkonurnar í kerrunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þær eru yfir sig ánægðar með sig, 97 ára og 81 árs vinkonurnar á Dalbæ, hjúkrunarheimili á Dalvík þegar þær fara saman á ísrúnt á sérstöku hjóli þar sem þær sitja í vagni eins og prinsessur með hattana sína og sólgleraugun á nefinu. Dalbær er flott hjúkrunarheimili þar sem búa 37 íbúar og hafa það gott enda fá þeir topp þjónustu hjá starfsfólki. „Og við reynum bara að hafa gaman og skemmtilegt og njóta saman hérna. Við erum afskaplega heppinn með mannauðinn, bæði íbúa og starfsfólk,” segir Elísa Rán Ingvarsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri á Dalbæ. Elísa Rán Ingvarsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri á Dalbæ, sem segist vera afskaplega heppinn með mannauðinn, bæði íbúa og starfsfólk á heimilinu. Og hjólið góða á Dalbæ vekur alltaf mikla athygli en það kallast „Kristjaníuhjólið” en Ingigerður er mjög dugleg að fara með heimilisfólkið í hjólatúra um bæinn og þá er vinsælast að fara og fá sér ís. „Jú, jú, mér finnst mjög gaman að fara svona rúnt. Stundum bjóðum við körlunum með okkur,“ segir Sigríður Margrét Hafstað, 97 ára íbúi á Dalbæ, alltaf kölluð Sigríður á Tjörn og bætir við að karlarnir á heimilinu séu þokkalega sætir. Og Sigrún Arngrímsdóttir, sem er 81 árs segir frábært að fara á ísrúnt á hjólinu og ekki skemmi fyrir þegar Sigríður Margrét, elsti íbúinn fer með henni. Báðar eru þær alsælar á Dalbæ. „Það er bara allt gott hérna, allir svo góðir og liprir. Svo er maturinn alveg hreint eins og á hóteli. Ég er búin að bæta á mig síðan ég kom hingað, því er fljót svarað,” segir Sigrún og skellihlær. En er ekki gaman fyrir fólkið og komast svona út og fara á rúntinn á hjólinu? „Jú, þau eru alveg bara himin lifandi, sumir varla snerta jörðina þegar þeir koma af hjólinu. Þetta er rosalega gaman. Og ekki skemmir það að geta farið í ísbíltúr, eða hjólatúr, við erum að fara í það núna, sem sagt förum á Olís og fáum ís þar,” segir Ingigerður Sigríður Júlíusdóttir, hjólari og starfsmaður á Dalbæ. Vinkonurnar, Sigríður Margrét 97 ára og Sigrún, 81 árs í hjólakerrunni góðu, sem þær eru svo ánægðar með, ekki síst þegar þær komast á ísrúnt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dalvíkurbyggð Hjúkrunarheimili Hjólreiðar Ís Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Dalbær er flott hjúkrunarheimili þar sem búa 37 íbúar og hafa það gott enda fá þeir topp þjónustu hjá starfsfólki. „Og við reynum bara að hafa gaman og skemmtilegt og njóta saman hérna. Við erum afskaplega heppinn með mannauðinn, bæði íbúa og starfsfólk,” segir Elísa Rán Ingvarsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri á Dalbæ. Elísa Rán Ingvarsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri á Dalbæ, sem segist vera afskaplega heppinn með mannauðinn, bæði íbúa og starfsfólk á heimilinu. Og hjólið góða á Dalbæ vekur alltaf mikla athygli en það kallast „Kristjaníuhjólið” en Ingigerður er mjög dugleg að fara með heimilisfólkið í hjólatúra um bæinn og þá er vinsælast að fara og fá sér ís. „Jú, jú, mér finnst mjög gaman að fara svona rúnt. Stundum bjóðum við körlunum með okkur,“ segir Sigríður Margrét Hafstað, 97 ára íbúi á Dalbæ, alltaf kölluð Sigríður á Tjörn og bætir við að karlarnir á heimilinu séu þokkalega sætir. Og Sigrún Arngrímsdóttir, sem er 81 árs segir frábært að fara á ísrúnt á hjólinu og ekki skemmi fyrir þegar Sigríður Margrét, elsti íbúinn fer með henni. Báðar eru þær alsælar á Dalbæ. „Það er bara allt gott hérna, allir svo góðir og liprir. Svo er maturinn alveg hreint eins og á hóteli. Ég er búin að bæta á mig síðan ég kom hingað, því er fljót svarað,” segir Sigrún og skellihlær. En er ekki gaman fyrir fólkið og komast svona út og fara á rúntinn á hjólinu? „Jú, þau eru alveg bara himin lifandi, sumir varla snerta jörðina þegar þeir koma af hjólinu. Þetta er rosalega gaman. Og ekki skemmir það að geta farið í ísbíltúr, eða hjólatúr, við erum að fara í það núna, sem sagt förum á Olís og fáum ís þar,” segir Ingigerður Sigríður Júlíusdóttir, hjólari og starfsmaður á Dalbæ. Vinkonurnar, Sigríður Margrét 97 ára og Sigrún, 81 árs í hjólakerrunni góðu, sem þær eru svo ánægðar með, ekki síst þegar þær komast á ísrúnt.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Dalvíkurbyggð Hjúkrunarheimili Hjólreiðar Ís Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira