Eldglæringar milli VG og Sjálfstæðisflokks Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. ágúst 2024 12:24 Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnarsamstarfið hangir á bláþræði að mati prófessors í stjórnmálafræði. Gríðarleg missklíð og jafnvel eldglæringar séu milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks. Búast megi við algjörri biðstöðu á Alþingi í vetur ákveði ríkisstjórnin að halda samstarfinu áfram. Í síðustu viku kom fram gjörólík afstaða Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins til eignarhalds á vindorkuverum. Formaður Vinstri grænna telur að tryggja þurfi að vindorka haldist í höndum þjóðarinnar. Á flokksráðsfundi Vinstri grænna um helgina kom fram ályktun um að tryggja þurfi að auðlindagjald af vindorkuvirkjunum renni til samfélagsins og að fyrirtæki í almannaeigu hafi forgang við úthlutun nýtingarleyfa. Guðlaugur Þór Þórðarson Umhverfisráðherra sem leggur stefnumótun í málaflokknum fyrir Alþingi í haust svaraði þegar hann var inntur álits á afstöðu formanns Vinstri grænna fyrir helgi, að ef koma eigi í veg fyrir að einkaaðilar nýti sér orku þurfi að fara í mjög róttækar breytingar. Þá hefur þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins útilokað að ríkisstjórnarsamstarfinu verði haldið áfram eftir næstu kosningar. Formaður Viðreisnar benti á í gær á að ríkisstjórnin gæti ekki lengur að hagsmunum almennings heldur einungis flokka sinna og ráðherra. Það sé hagsmunamál að ganga sem fyrst til kosninga. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir sífellt stærri gjá milli ríkisstjórnarflokkanna. „Það er augljóslega komin gríðarleg misklíð milli stjórnarflokkanna sérstaklega Vinstri Grænna og Sjálfstæðisflokks. Það eru bara eldglæringar þarna á milli og verður væntanlega stál í stál allan næsta vetur. Flokkarnir eru að stilla sér upp í nýja kosningabaráttu,“ segir Eiríkur.Augljóst sé að stjórnarsamstarfinu sé að ljúka. „Líf ríkisstjórnarinnar hangir á bláþræði. Hún mun ekki halda samstarfi áfram eftir næstu kosningar. Nú er bara spurning hvenær þær verða. Það er það sem við vitum ekki alveg nákvæmlega,“ segir hann. Eiríkur segir að ef ríkisstjórnarflokkarnir haldi samstarfi áfram næsta vetur muni það hafa mikil áhrif á framgang mála á Alþingi. „Þingið verður til þess að gera nokkuð stíflað ef ríkisstjórnin ákveður að halda samstarfinu áfram þangað til næsta vor. Það mun þýða biðstöðu í þjóðmálunum,“ segir Eiríkur. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Orkumál Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Í síðustu viku kom fram gjörólík afstaða Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins til eignarhalds á vindorkuverum. Formaður Vinstri grænna telur að tryggja þurfi að vindorka haldist í höndum þjóðarinnar. Á flokksráðsfundi Vinstri grænna um helgina kom fram ályktun um að tryggja þurfi að auðlindagjald af vindorkuvirkjunum renni til samfélagsins og að fyrirtæki í almannaeigu hafi forgang við úthlutun nýtingarleyfa. Guðlaugur Þór Þórðarson Umhverfisráðherra sem leggur stefnumótun í málaflokknum fyrir Alþingi í haust svaraði þegar hann var inntur álits á afstöðu formanns Vinstri grænna fyrir helgi, að ef koma eigi í veg fyrir að einkaaðilar nýti sér orku þurfi að fara í mjög róttækar breytingar. Þá hefur þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins útilokað að ríkisstjórnarsamstarfinu verði haldið áfram eftir næstu kosningar. Formaður Viðreisnar benti á í gær á að ríkisstjórnin gæti ekki lengur að hagsmunum almennings heldur einungis flokka sinna og ráðherra. Það sé hagsmunamál að ganga sem fyrst til kosninga. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir sífellt stærri gjá milli ríkisstjórnarflokkanna. „Það er augljóslega komin gríðarleg misklíð milli stjórnarflokkanna sérstaklega Vinstri Grænna og Sjálfstæðisflokks. Það eru bara eldglæringar þarna á milli og verður væntanlega stál í stál allan næsta vetur. Flokkarnir eru að stilla sér upp í nýja kosningabaráttu,“ segir Eiríkur.Augljóst sé að stjórnarsamstarfinu sé að ljúka. „Líf ríkisstjórnarinnar hangir á bláþræði. Hún mun ekki halda samstarfi áfram eftir næstu kosningar. Nú er bara spurning hvenær þær verða. Það er það sem við vitum ekki alveg nákvæmlega,“ segir hann. Eiríkur segir að ef ríkisstjórnarflokkarnir haldi samstarfi áfram næsta vetur muni það hafa mikil áhrif á framgang mála á Alþingi. „Þingið verður til þess að gera nokkuð stíflað ef ríkisstjórnin ákveður að halda samstarfinu áfram þangað til næsta vor. Það mun þýða biðstöðu í þjóðmálunum,“ segir Eiríkur.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Orkumál Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira