Eldglæringar milli VG og Sjálfstæðisflokks Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. ágúst 2024 12:24 Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnarsamstarfið hangir á bláþræði að mati prófessors í stjórnmálafræði. Gríðarleg missklíð og jafnvel eldglæringar séu milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks. Búast megi við algjörri biðstöðu á Alþingi í vetur ákveði ríkisstjórnin að halda samstarfinu áfram. Í síðustu viku kom fram gjörólík afstaða Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins til eignarhalds á vindorkuverum. Formaður Vinstri grænna telur að tryggja þurfi að vindorka haldist í höndum þjóðarinnar. Á flokksráðsfundi Vinstri grænna um helgina kom fram ályktun um að tryggja þurfi að auðlindagjald af vindorkuvirkjunum renni til samfélagsins og að fyrirtæki í almannaeigu hafi forgang við úthlutun nýtingarleyfa. Guðlaugur Þór Þórðarson Umhverfisráðherra sem leggur stefnumótun í málaflokknum fyrir Alþingi í haust svaraði þegar hann var inntur álits á afstöðu formanns Vinstri grænna fyrir helgi, að ef koma eigi í veg fyrir að einkaaðilar nýti sér orku þurfi að fara í mjög róttækar breytingar. Þá hefur þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins útilokað að ríkisstjórnarsamstarfinu verði haldið áfram eftir næstu kosningar. Formaður Viðreisnar benti á í gær á að ríkisstjórnin gæti ekki lengur að hagsmunum almennings heldur einungis flokka sinna og ráðherra. Það sé hagsmunamál að ganga sem fyrst til kosninga. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir sífellt stærri gjá milli ríkisstjórnarflokkanna. „Það er augljóslega komin gríðarleg misklíð milli stjórnarflokkanna sérstaklega Vinstri Grænna og Sjálfstæðisflokks. Það eru bara eldglæringar þarna á milli og verður væntanlega stál í stál allan næsta vetur. Flokkarnir eru að stilla sér upp í nýja kosningabaráttu,“ segir Eiríkur.Augljóst sé að stjórnarsamstarfinu sé að ljúka. „Líf ríkisstjórnarinnar hangir á bláþræði. Hún mun ekki halda samstarfi áfram eftir næstu kosningar. Nú er bara spurning hvenær þær verða. Það er það sem við vitum ekki alveg nákvæmlega,“ segir hann. Eiríkur segir að ef ríkisstjórnarflokkarnir haldi samstarfi áfram næsta vetur muni það hafa mikil áhrif á framgang mála á Alþingi. „Þingið verður til þess að gera nokkuð stíflað ef ríkisstjórnin ákveður að halda samstarfinu áfram þangað til næsta vor. Það mun þýða biðstöðu í þjóðmálunum,“ segir Eiríkur. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Orkumál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Í síðustu viku kom fram gjörólík afstaða Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins til eignarhalds á vindorkuverum. Formaður Vinstri grænna telur að tryggja þurfi að vindorka haldist í höndum þjóðarinnar. Á flokksráðsfundi Vinstri grænna um helgina kom fram ályktun um að tryggja þurfi að auðlindagjald af vindorkuvirkjunum renni til samfélagsins og að fyrirtæki í almannaeigu hafi forgang við úthlutun nýtingarleyfa. Guðlaugur Þór Þórðarson Umhverfisráðherra sem leggur stefnumótun í málaflokknum fyrir Alþingi í haust svaraði þegar hann var inntur álits á afstöðu formanns Vinstri grænna fyrir helgi, að ef koma eigi í veg fyrir að einkaaðilar nýti sér orku þurfi að fara í mjög róttækar breytingar. Þá hefur þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins útilokað að ríkisstjórnarsamstarfinu verði haldið áfram eftir næstu kosningar. Formaður Viðreisnar benti á í gær á að ríkisstjórnin gæti ekki lengur að hagsmunum almennings heldur einungis flokka sinna og ráðherra. Það sé hagsmunamál að ganga sem fyrst til kosninga. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir sífellt stærri gjá milli ríkisstjórnarflokkanna. „Það er augljóslega komin gríðarleg misklíð milli stjórnarflokkanna sérstaklega Vinstri Grænna og Sjálfstæðisflokks. Það eru bara eldglæringar þarna á milli og verður væntanlega stál í stál allan næsta vetur. Flokkarnir eru að stilla sér upp í nýja kosningabaráttu,“ segir Eiríkur.Augljóst sé að stjórnarsamstarfinu sé að ljúka. „Líf ríkisstjórnarinnar hangir á bláþræði. Hún mun ekki halda samstarfi áfram eftir næstu kosningar. Nú er bara spurning hvenær þær verða. Það er það sem við vitum ekki alveg nákvæmlega,“ segir hann. Eiríkur segir að ef ríkisstjórnarflokkarnir haldi samstarfi áfram næsta vetur muni það hafa mikil áhrif á framgang mála á Alþingi. „Þingið verður til þess að gera nokkuð stíflað ef ríkisstjórnin ákveður að halda samstarfinu áfram þangað til næsta vor. Það mun þýða biðstöðu í þjóðmálunum,“ segir Eiríkur.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Orkumál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira