Segist standa með Helga Magnúsi gegn hótunum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. ágúst 2024 10:45 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fer um víðan völl hjá Sölva. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segist ekki taka það persónulega þegar fólk hafi uppi stór orð eða neikvæða umræðu um hann. Bjarni, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist hafa horft upp á þingmenn brenna upp af því að þeir hafi tekið neikvæða gagnrýni inn á sig. „Það þýðir ekki að taka þetta inn á sig. Það er lykilatriði að taka þetta ekki persónulega. Ef þú tekur þetta persónulega, þá brennur þú upp. Ég sá sem ungur þingmaður fólk brenna upp af því að það tók neikvæða umfjöllun og athugasemdir inn á sig. Ég fylgdist með þeim fuðra upp og lifa í angist og föla í þinginu. Ég vissi að það var út af ákveðinni forsíðu sem mér fannst ekki mikil vigt í.“ Bjarni segir að það hafi verið erfitt að sjá þetta raungerast fyrir framan hann. Það sé ekki fyrir alla að vera í opinberri umræðu eða á milli tannanna á fólki. „En ef þú getur ekki aðskilið þig frá því að taka þetta persónulega þá heltekur umræðan þig og dregur þig niður. Þú mátt ekki taka einhverjum skrifum á samfélagsmiðlum eða mótmælaspjöldum persónulega. Þetta er tilfinning sem fólk hefur og það er að mótmæla hugmynd um þig. Aðalatriðið er að samviska þín bjóði þér að standa keikur. Það er til fólk sem vill kenna mér persónulega um ástandið á Gasa og að ég sé sáttur við að það sé verið að stráfella saklausa borgara, en það dæmir sig sjálft. Ég þarf að minna mig reglulega á að ég get ekki tekið þessu persónulega. Ég skil tilfinningarnar og skelfinguna hjá fólki þegar það horfir upp á stríð.“ Lýsir nýjum veruleika í útlendingamálum Í þættinum ræða Bjarni og Sölvi um eitt af mestu hitamálum samfélagsins, innflytjendamál. Bjarni segir augljóst að kostnaður við hælisleitendur hafi farið algjörlega úr böndunum og það verði að gera eitthvað til að stemma stigu við því. „Varðandi hælisleitendamálin, þá hefur heimurinn breyst mikið á skömmum tíma og straumur flóttamanna hefur aukist gríðarlega. Það sá enginn fyrir þessa aukningu, en smám saman kom í ljós að regluverkið var að þróast í átt frá því sem við höfðum verið að ákveða fram að því. Þjóðir hafa þurft að bregðast við og í mörgum löndum hefur bara verið skipt um ríkisstjórnir ef það er ekki gert. Pólitíkin hefur á undanförnum árum mikið snúist um innflytjendamál í Evrópu og við stöndum frammi fyrir nýjum veruleika.“ Bjarni segist hafa fylgst með þeirri þróun sem fjármálaráðherra hvernig kostnaðurinn við útlendingamál hafi rokið upp ár frá ári. Fyrst 500 milljónir á ári, svo milljarður, svo tveir milljarður og á endanum tuttugu og sex milljarðar. „Það er auðvitað bara sturlun. Ég spurði margoft spurninga og dómsmálaráðherra fór ítrekað með mál inn í þingið sem enduðu bara í málþófi og menn voru úthrópaðir fyrir að sýna mannvonsku. Það er fyrst núna á undanförnum tveimur árum sem hefur verið hægt að ná einhverjum breytingum í gegnum þingið og stjórnmálin almennt eru að vakna um að þessi þróun getur ekki gengið. Kostnaðurinn við þennan málaflokk er brjálaður og það er algjörlega óásættanlegt. Það er ekki hægt að réttlæta þetta lengur gagnvart skattgreiðendum.“ Ekki hægt að bjóða alla velkomna Þegar kemur að umræðu um innflytjendur almennt spyr Sölvi Bjarna hvort það megi ekki bara allir koma hingað svo framarlega sem þeir vilji vinna og aðlagast samfélaginu. „Við eigum auðvitað að bjóða fólk velkomið hingað, en ég held að því miður getum við ekki boðið alla velkomna. Það er einfaldlega óraunhæft. En í umræðunni um innflytjendamál almennt er oft verið að rugla öllu saman. Hælisleitendum og þeim sem þurfa alþjóðlega vernd og svo öllum öðrum innflytjendum sem vilja bara koma hingað og búa hér. En það er ekki sjálfsagt að allir fái að koma hingað og búa hér, til dæmis ef viðkomandi hefur engar forsendur fyrir því að geta framfleitt sér og komið sér fyrir,“ segir Bjarni. „Ef þú getur komið til Íslands og sýnt fram á að þú getir framfleitt þér og að það sé eftirspurn eftir þínum starfskröftum viljum við greiða fyrir því. En ef það blasir við að einstaklingurinn fer bara beint á félagslega kerfið getum við ekki tekið endalaust við því. Það er ekkert ríki sem leyfir slíkt og við getum ekki gert það heldur.“ Fólk tapi ekki málfrelsi sínu í opinberu starfi Bjarni tjáir sig í þættinum um nýlegt mál Helga Magnúsar Gunnarssonar, vararíkissaksóknara. Hann segir margar hliðar á málinu. „En það er gríðarlega alvarlegt að fólki sé hótað og ógnað og það verða að vera alveg skýr skilaboð frá íslenskum stjórnvöldum að við séum í liði með okkar fólki. Við erum í liði með lögreglunni og ákæruvaldinu.“ „Ef það er verið að ráðast að fólki í opinberu starfi, þá er það grafalvarlegt og það má enginn vafi liggja á því að við tökum slíkt mjög alvarlega. Í mínum huga tapar þú ekki málfrelsi þínu við að vera í opinberu starfi eins og Helgi Magnús, en að sama skapi þarft þú auðvitað að passa upp á virðingu embættisins sem þú starfar fyrir. En ég stend auðvitað með fólki sem starfar fyrir ríkið og almenning og verður fyrir hótunum og ofbeldi frá óyndismönnum.“ Ótrúlegt að það séu enn of mikið af örstofnunum Í þættinum svarar Bjarni líka spurningum um útþenslu ríkisins, fjölda stofnana, eftirlit með fólki og mannréttindastofnun. Hann segist ekki telja að hægt sé að auka mannréttindi borgara með því að búa til stofnanir. Sé vilji til þess að bæta mannréttindi sé ekki fyrsta verk að setja á fót stofnun sem hafi eftirlit með mannréttindum. „Við erum með of mikið af nefndum og stofnunum almennt í landinu. Eitt fyrsta þingmálið mitt þegar ég kom 33 ára gamall inn á þing var að leggja til að ríkisstofnunum yrði fækkað. Þetta rifjaðist upp fyrir mér nýlega þegar ég sat á ríkisstjórnarfundi og það var verið að tala um hversu erfitt væri að fækka ríkisstofnunum. Ég kleip mig og sagði við sjálfan mig: „Það er ótrúlegt að sitja hérna tuttugu árum eftir að ég lagði þetta þingmál fram og enn er verið að tala um að það sé allt of mikið af örstofnunum og stofnanastrúktur.“ Forréttindi að fá að starfa í ríkisstjórn Bjarni tjáir sig í þættinum einnig um samstarfið við Vinstri Græna. Hann segir stöðuna ekki hafa verið einfalda eftir kosningar og að það hafi alls ekki verið sjálfgefið að mynda þessa ríkisstjórn. „Sem formaður flokks sem er með flest atkvæði á bakvið sig og flesta þingmenn þá hef ég skyldu til þess að vinna úr stöðunni. Það var mitt mat á þeim tíma að það væri enginn annar augljós valkostur í stöðunni.“ „Auðvitað langar engan að gera málamiðlanir og öllum í stjórn finnst þeir vera að gera of miklar málamiðlarnir. Það er mjög auðvelt að koma með eftiráskýringar og skyndilausnir, en maður hefur ábyrgð til að vinna með stöðuna eins og hún birtist eftir kosningar. Ég tek það alvarlega og ég lít á það sem algjör forréttindi að fá að starfa í ríkisstjórn. Ég fer út í hvern einasta dag þakklátur fyrir það tækifæri sem ég hef fengið til að taka þátt í landsstjórninni.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Bjarna og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is Podcast með Sölva Tryggva Sjálfstæðisflokkurinn Hælisleitendur Rekstur hins opinbera Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Sjá meira
„Það þýðir ekki að taka þetta inn á sig. Það er lykilatriði að taka þetta ekki persónulega. Ef þú tekur þetta persónulega, þá brennur þú upp. Ég sá sem ungur þingmaður fólk brenna upp af því að það tók neikvæða umfjöllun og athugasemdir inn á sig. Ég fylgdist með þeim fuðra upp og lifa í angist og föla í þinginu. Ég vissi að það var út af ákveðinni forsíðu sem mér fannst ekki mikil vigt í.“ Bjarni segir að það hafi verið erfitt að sjá þetta raungerast fyrir framan hann. Það sé ekki fyrir alla að vera í opinberri umræðu eða á milli tannanna á fólki. „En ef þú getur ekki aðskilið þig frá því að taka þetta persónulega þá heltekur umræðan þig og dregur þig niður. Þú mátt ekki taka einhverjum skrifum á samfélagsmiðlum eða mótmælaspjöldum persónulega. Þetta er tilfinning sem fólk hefur og það er að mótmæla hugmynd um þig. Aðalatriðið er að samviska þín bjóði þér að standa keikur. Það er til fólk sem vill kenna mér persónulega um ástandið á Gasa og að ég sé sáttur við að það sé verið að stráfella saklausa borgara, en það dæmir sig sjálft. Ég þarf að minna mig reglulega á að ég get ekki tekið þessu persónulega. Ég skil tilfinningarnar og skelfinguna hjá fólki þegar það horfir upp á stríð.“ Lýsir nýjum veruleika í útlendingamálum Í þættinum ræða Bjarni og Sölvi um eitt af mestu hitamálum samfélagsins, innflytjendamál. Bjarni segir augljóst að kostnaður við hælisleitendur hafi farið algjörlega úr böndunum og það verði að gera eitthvað til að stemma stigu við því. „Varðandi hælisleitendamálin, þá hefur heimurinn breyst mikið á skömmum tíma og straumur flóttamanna hefur aukist gríðarlega. Það sá enginn fyrir þessa aukningu, en smám saman kom í ljós að regluverkið var að þróast í átt frá því sem við höfðum verið að ákveða fram að því. Þjóðir hafa þurft að bregðast við og í mörgum löndum hefur bara verið skipt um ríkisstjórnir ef það er ekki gert. Pólitíkin hefur á undanförnum árum mikið snúist um innflytjendamál í Evrópu og við stöndum frammi fyrir nýjum veruleika.“ Bjarni segist hafa fylgst með þeirri þróun sem fjármálaráðherra hvernig kostnaðurinn við útlendingamál hafi rokið upp ár frá ári. Fyrst 500 milljónir á ári, svo milljarður, svo tveir milljarður og á endanum tuttugu og sex milljarðar. „Það er auðvitað bara sturlun. Ég spurði margoft spurninga og dómsmálaráðherra fór ítrekað með mál inn í þingið sem enduðu bara í málþófi og menn voru úthrópaðir fyrir að sýna mannvonsku. Það er fyrst núna á undanförnum tveimur árum sem hefur verið hægt að ná einhverjum breytingum í gegnum þingið og stjórnmálin almennt eru að vakna um að þessi þróun getur ekki gengið. Kostnaðurinn við þennan málaflokk er brjálaður og það er algjörlega óásættanlegt. Það er ekki hægt að réttlæta þetta lengur gagnvart skattgreiðendum.“ Ekki hægt að bjóða alla velkomna Þegar kemur að umræðu um innflytjendur almennt spyr Sölvi Bjarna hvort það megi ekki bara allir koma hingað svo framarlega sem þeir vilji vinna og aðlagast samfélaginu. „Við eigum auðvitað að bjóða fólk velkomið hingað, en ég held að því miður getum við ekki boðið alla velkomna. Það er einfaldlega óraunhæft. En í umræðunni um innflytjendamál almennt er oft verið að rugla öllu saman. Hælisleitendum og þeim sem þurfa alþjóðlega vernd og svo öllum öðrum innflytjendum sem vilja bara koma hingað og búa hér. En það er ekki sjálfsagt að allir fái að koma hingað og búa hér, til dæmis ef viðkomandi hefur engar forsendur fyrir því að geta framfleitt sér og komið sér fyrir,“ segir Bjarni. „Ef þú getur komið til Íslands og sýnt fram á að þú getir framfleitt þér og að það sé eftirspurn eftir þínum starfskröftum viljum við greiða fyrir því. En ef það blasir við að einstaklingurinn fer bara beint á félagslega kerfið getum við ekki tekið endalaust við því. Það er ekkert ríki sem leyfir slíkt og við getum ekki gert það heldur.“ Fólk tapi ekki málfrelsi sínu í opinberu starfi Bjarni tjáir sig í þættinum um nýlegt mál Helga Magnúsar Gunnarssonar, vararíkissaksóknara. Hann segir margar hliðar á málinu. „En það er gríðarlega alvarlegt að fólki sé hótað og ógnað og það verða að vera alveg skýr skilaboð frá íslenskum stjórnvöldum að við séum í liði með okkar fólki. Við erum í liði með lögreglunni og ákæruvaldinu.“ „Ef það er verið að ráðast að fólki í opinberu starfi, þá er það grafalvarlegt og það má enginn vafi liggja á því að við tökum slíkt mjög alvarlega. Í mínum huga tapar þú ekki málfrelsi þínu við að vera í opinberu starfi eins og Helgi Magnús, en að sama skapi þarft þú auðvitað að passa upp á virðingu embættisins sem þú starfar fyrir. En ég stend auðvitað með fólki sem starfar fyrir ríkið og almenning og verður fyrir hótunum og ofbeldi frá óyndismönnum.“ Ótrúlegt að það séu enn of mikið af örstofnunum Í þættinum svarar Bjarni líka spurningum um útþenslu ríkisins, fjölda stofnana, eftirlit með fólki og mannréttindastofnun. Hann segist ekki telja að hægt sé að auka mannréttindi borgara með því að búa til stofnanir. Sé vilji til þess að bæta mannréttindi sé ekki fyrsta verk að setja á fót stofnun sem hafi eftirlit með mannréttindum. „Við erum með of mikið af nefndum og stofnunum almennt í landinu. Eitt fyrsta þingmálið mitt þegar ég kom 33 ára gamall inn á þing var að leggja til að ríkisstofnunum yrði fækkað. Þetta rifjaðist upp fyrir mér nýlega þegar ég sat á ríkisstjórnarfundi og það var verið að tala um hversu erfitt væri að fækka ríkisstofnunum. Ég kleip mig og sagði við sjálfan mig: „Það er ótrúlegt að sitja hérna tuttugu árum eftir að ég lagði þetta þingmál fram og enn er verið að tala um að það sé allt of mikið af örstofnunum og stofnanastrúktur.“ Forréttindi að fá að starfa í ríkisstjórn Bjarni tjáir sig í þættinum einnig um samstarfið við Vinstri Græna. Hann segir stöðuna ekki hafa verið einfalda eftir kosningar og að það hafi alls ekki verið sjálfgefið að mynda þessa ríkisstjórn. „Sem formaður flokks sem er með flest atkvæði á bakvið sig og flesta þingmenn þá hef ég skyldu til þess að vinna úr stöðunni. Það var mitt mat á þeim tíma að það væri enginn annar augljós valkostur í stöðunni.“ „Auðvitað langar engan að gera málamiðlanir og öllum í stjórn finnst þeir vera að gera of miklar málamiðlarnir. Það er mjög auðvelt að koma með eftiráskýringar og skyndilausnir, en maður hefur ábyrgð til að vinna með stöðuna eins og hún birtist eftir kosningar. Ég tek það alvarlega og ég lít á það sem algjör forréttindi að fá að starfa í ríkisstjórn. Ég fer út í hvern einasta dag þakklátur fyrir það tækifæri sem ég hef fengið til að taka þátt í landsstjórninni.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Bjarna og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is
Podcast með Sölva Tryggva Sjálfstæðisflokkurinn Hælisleitendur Rekstur hins opinbera Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Sjá meira