Minney Sigurðardóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni hefur fylgst með mælunum á Veðurstofunni í nótt. „Það er áframhaldandi aukning í virkninni eins og verið hefur, en fram yfir það eru litlar breytingar í kortunum.“
Minney segir að skjálftar næturinnar hafi allir verið í minni kantinum. Nokkrir stærri hafi komið í gærdag, en í nótt hafi þeir allir verið litlir.
Hún segir að ekki sé fylgst sérstaklega með landrisi um helgar. „Síðustu punktar sýna að það hefur hægt á landrisi en á morgun er fundur og þá verður rýnt betur í það.“