Læknar á Indlandi krefjast aðgerða vegna nauðgunar Lovísa Arnardóttir skrifar 18. ágúst 2024 21:04 „Hún bjargaði lífum. Hver verndaði hennar?“ spurðu mótmælendur. Vísir/EPA Unglæknar á Indlandi mættu margir ekki til vinnu í dag þrátt fyrir að boðuðu verkfalli Læknasamtakanna væri lokið. Læknasamtökin á Indlandi boðuðu til verkfalls um allt land til að krefjast úrbóta fyrir lækna og sérstaklega kvenkyns lækna eftir að 31 árs læknanema var nauðgað og hún myrt á vakt. Lík konunnar fannst í fyrirlestrasal í R G Kar háskóla í Kolkata borg í síðustu viku. Hún var hálfnakin og hafði mikla áverka. Konan fór í fyrirlestrasalinn til að hvíla sig á meðan hún var á vakt á spítalanum. Sjálfboðaliði fyrir lögreglumenn á spítalanum hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. Mótmælendur segja breytingar á löggjöf í kjölfar hópnauðgunar í strætó árið 2012 ekki nægja. Það verði að gera meira til að tryggja öryggi kvenna.Vísir/EPA Læknasamtökin á Indlandi boðuðu svo við lok síðustu viku til mótmæla þar sem þess var meðal annars krafist að öryggi lækna yrði tryggt, að auka ætti öryggisráðstafanir á spítölum og að það ætti að búa til örugg rými fyrir lækna til að hvíla sig á. Í bréfi sem samtökin sendu á forsætisráðherra landsins, Narendra Modi, vegna mótmælanna var meðal annars bent á að um 60 prósent allra lækna á Indlandi eru konur. Nauðsynlegt sé að starfsfólk spítala sé tryggt öryggi og langt til að öryggisreglur á spítölum verði eins og á flugvöllum. Ekki nóg árið 2012 Fjölmargir hafa sýnt samstöðu með mótmælum læknanna og hafa verið haldnir samstöðufundir og samstöðugöngur víða um Indland síðustu daga. Í umfjöllun Reuters um mótmælin segir að kvenkyns aðgerðarsinnar segir atvikið varpa ljósi á það hvernig konur í landinu þjáist enn þrátt fyrir að löggjöf sem tekur á kynferðislegu ofbeldi hafi verið hert í kjölfar hópnauðgunar í strætó í Delí árið 2012. „Dóttir mín er farin en milljón dætur og synir eru nú með mér,“ er haft eftir faðir konunnar sem vart myrt. Samkvæmt indverskum lögum má ekki nafngreina hann en haft er eftir honum að mótmælin hafi gefið honum styrk. Hvetja lækna til að mæta aftur Í frétt Reuters segir að mótmælt hafi verið við spítalann í Kolkata allt frá því að atvikið átti sér stað. Lögreglan hafi reynt að banna mótmæli við hann en að fólk hafi mótmælt því með því að koma saman áfram við spítalann. Konan var 31 árs og fór í fyrirlestrarsal á spítalanum til að hvíla sig á vakt. Þar var henni nauðgað og hún myrt.Vísir/EPA Yfirvöld á Indlandi hafa hvatt lækna til að snúa aftur til vinnu til að takast á við fjölgun tilfella malaríu og dengue og segjast ætla að skipa nefnd sem eigi að tryggja öryggi heilbrigðisstarfsmanna. Forseti læknasamtakanna, Madan Mohan Paliwal, segir flesta lækna hafa farið aftur til vinnu eftir að verkfallinu lauk. Samtökin muni bíða eftir viðbrögðum yfirvalda en ef að þau álíti viðbrögð yfirvalda ekki nægjanleg muni læknar efna til fleiri verkfalla og þau muni þá taka til neyðarviðbragða líka. Í frétt Reuters segir að þó svo að margir starfandi læknar hafi snúið aftur til vinnu hafi ekki allir læknanemar gert það. Fjölmargir þeirra neiti að koma aftur til vinnu fyrr en búið er að handtaka fleiri og rannsaka málið betur. Indland Kynferðisofbeldi Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Sjá meira
Lík konunnar fannst í fyrirlestrasal í R G Kar háskóla í Kolkata borg í síðustu viku. Hún var hálfnakin og hafði mikla áverka. Konan fór í fyrirlestrasalinn til að hvíla sig á meðan hún var á vakt á spítalanum. Sjálfboðaliði fyrir lögreglumenn á spítalanum hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. Mótmælendur segja breytingar á löggjöf í kjölfar hópnauðgunar í strætó árið 2012 ekki nægja. Það verði að gera meira til að tryggja öryggi kvenna.Vísir/EPA Læknasamtökin á Indlandi boðuðu svo við lok síðustu viku til mótmæla þar sem þess var meðal annars krafist að öryggi lækna yrði tryggt, að auka ætti öryggisráðstafanir á spítölum og að það ætti að búa til örugg rými fyrir lækna til að hvíla sig á. Í bréfi sem samtökin sendu á forsætisráðherra landsins, Narendra Modi, vegna mótmælanna var meðal annars bent á að um 60 prósent allra lækna á Indlandi eru konur. Nauðsynlegt sé að starfsfólk spítala sé tryggt öryggi og langt til að öryggisreglur á spítölum verði eins og á flugvöllum. Ekki nóg árið 2012 Fjölmargir hafa sýnt samstöðu með mótmælum læknanna og hafa verið haldnir samstöðufundir og samstöðugöngur víða um Indland síðustu daga. Í umfjöllun Reuters um mótmælin segir að kvenkyns aðgerðarsinnar segir atvikið varpa ljósi á það hvernig konur í landinu þjáist enn þrátt fyrir að löggjöf sem tekur á kynferðislegu ofbeldi hafi verið hert í kjölfar hópnauðgunar í strætó í Delí árið 2012. „Dóttir mín er farin en milljón dætur og synir eru nú með mér,“ er haft eftir faðir konunnar sem vart myrt. Samkvæmt indverskum lögum má ekki nafngreina hann en haft er eftir honum að mótmælin hafi gefið honum styrk. Hvetja lækna til að mæta aftur Í frétt Reuters segir að mótmælt hafi verið við spítalann í Kolkata allt frá því að atvikið átti sér stað. Lögreglan hafi reynt að banna mótmæli við hann en að fólk hafi mótmælt því með því að koma saman áfram við spítalann. Konan var 31 árs og fór í fyrirlestrarsal á spítalanum til að hvíla sig á vakt. Þar var henni nauðgað og hún myrt.Vísir/EPA Yfirvöld á Indlandi hafa hvatt lækna til að snúa aftur til vinnu til að takast á við fjölgun tilfella malaríu og dengue og segjast ætla að skipa nefnd sem eigi að tryggja öryggi heilbrigðisstarfsmanna. Forseti læknasamtakanna, Madan Mohan Paliwal, segir flesta lækna hafa farið aftur til vinnu eftir að verkfallinu lauk. Samtökin muni bíða eftir viðbrögðum yfirvalda en ef að þau álíti viðbrögð yfirvalda ekki nægjanleg muni læknar efna til fleiri verkfalla og þau muni þá taka til neyðarviðbragða líka. Í frétt Reuters segir að þó svo að margir starfandi læknar hafi snúið aftur til vinnu hafi ekki allir læknanemar gert það. Fjölmargir þeirra neiti að koma aftur til vinnu fyrr en búið er að handtaka fleiri og rannsaka málið betur.
Indland Kynferðisofbeldi Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Sjá meira