Bronshetja Svía í bann fyrir mótmælin Sindri Sverrisson skrifar 19. ágúst 2024 07:01 Tara Babulfath reyndi hvað hún gat að eiga við dómarann í undanúrslitaglímunni við Natsumi Tsunoda á ÓL í París. Getty/Buda Mendes Hin 18 ára gamla Tara Babulfath frá Svíþjóð vann bronsverðlaun í júdó á Ólympíuleikunum en hefur nú verið dæmd í þriggja mánaða bann vegna hegðunar sinnar á leikunum. Bannið fær Babulfath vegna þess hvernig hún lét eftir tap í undanúrslitunum -48 kg flokksins. Hún var sannfærð um að það væri aðeins vegna dómgæslunnar sem hún komst ekki í úrslit. „Þau tóku frá mér gullið,“ sagði Babulfath meðal annars í viðtali eftir bardagann sem hún tapaði á því að hafa fengið sína þriðju viðvörun. Hún mótmælti dómgæslunni og það of kröftuglega að mati alþjóða júdósambandsins sem nú hefur sett Babulfath í bann frá 30. júlí til 31. október. „Þetta er erfitt. Júdó er það besta sem ég veit og það að ferðast í æfingabúðir og keppnir er það sem ég lifi fyrir,“ sagði Babulfath við SVT Sport. View this post on Instagram A post shared by Tara Babulfath (@tarababulfath) Alvarlegt að svona gerist á ÓL Alþjóða júdósambandið tók tillit til þess í dómi sínum að Babulfath hefði ekki sýnt neina árásargirni, en telur hins vegar alvarlegt að atvikið skyldi eiga sér stað á stærsta sviðinu, Ólympíuleikunum. Lykilatriði var hve lengi Babulfath var að fara af júdódýnunni. Babulfath fær að halda bronsverðlaununum og staða hennar á heimslista helst óbreytt, og hún má áfram æfa sína íþrótt heima fyrir. Hún má hins vegar ekki ferðast annað í æfingabúðir. Tara Babulfath ásamt öðrum verðlaunahöfum í -48 kg flokki júdós á ÓL. Tvær glímur eru um bronsverðlaun í júdó og því tveir bronsverðlaunahafar.Getty/Buda Mendes Í viðtali eftir að Babulfath vann bronsverðlaunin útskýrði hún óánægju sína með dómgæsluna: „Ég var ekki sammála ákvörðun dómarans og mótmælti. Ég vil ekki þurfa að fara af dýnunni án þess að líða eins og ég hafi lagt allt í sölurnar. Ég veit að ég gerði mitt allra besta og það er sorglegt að dómari ráði úrslitum í undanúrslitaglímu,“ sagði Babulfath. Fegin að vera ekki bannað að keppa um bronsið Til greina kom að Babulfath fengi ekki að keppa um bronsverðlaunin, vegna hegðunar sinnar. „Það voru umræður um það hvort ég fengi að fara í bronsbardagann. Það var mikill léttir að heyra að ég fengi það. Þá fannst mér einhvern veginn hafa allt að vinna,“ sagði Babulfath daginn eftir sigurinn í París. Hin japanska Natsumi Tsunoda, sem vann Babulfath í undanúrslitum, endaði sem Ólympíumeistari. „Ég hef nákvæmlega ekkert á móti japönsku stelpunni, það vil ég að sé skýrt. Hún er heimsmeistari. Hún er hæfileikarík,“ sagði Bablufath. Júdó Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Handbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Sjá meira
Bannið fær Babulfath vegna þess hvernig hún lét eftir tap í undanúrslitunum -48 kg flokksins. Hún var sannfærð um að það væri aðeins vegna dómgæslunnar sem hún komst ekki í úrslit. „Þau tóku frá mér gullið,“ sagði Babulfath meðal annars í viðtali eftir bardagann sem hún tapaði á því að hafa fengið sína þriðju viðvörun. Hún mótmælti dómgæslunni og það of kröftuglega að mati alþjóða júdósambandsins sem nú hefur sett Babulfath í bann frá 30. júlí til 31. október. „Þetta er erfitt. Júdó er það besta sem ég veit og það að ferðast í æfingabúðir og keppnir er það sem ég lifi fyrir,“ sagði Babulfath við SVT Sport. View this post on Instagram A post shared by Tara Babulfath (@tarababulfath) Alvarlegt að svona gerist á ÓL Alþjóða júdósambandið tók tillit til þess í dómi sínum að Babulfath hefði ekki sýnt neina árásargirni, en telur hins vegar alvarlegt að atvikið skyldi eiga sér stað á stærsta sviðinu, Ólympíuleikunum. Lykilatriði var hve lengi Babulfath var að fara af júdódýnunni. Babulfath fær að halda bronsverðlaununum og staða hennar á heimslista helst óbreytt, og hún má áfram æfa sína íþrótt heima fyrir. Hún má hins vegar ekki ferðast annað í æfingabúðir. Tara Babulfath ásamt öðrum verðlaunahöfum í -48 kg flokki júdós á ÓL. Tvær glímur eru um bronsverðlaun í júdó og því tveir bronsverðlaunahafar.Getty/Buda Mendes Í viðtali eftir að Babulfath vann bronsverðlaunin útskýrði hún óánægju sína með dómgæsluna: „Ég var ekki sammála ákvörðun dómarans og mótmælti. Ég vil ekki þurfa að fara af dýnunni án þess að líða eins og ég hafi lagt allt í sölurnar. Ég veit að ég gerði mitt allra besta og það er sorglegt að dómari ráði úrslitum í undanúrslitaglímu,“ sagði Babulfath. Fegin að vera ekki bannað að keppa um bronsið Til greina kom að Babulfath fengi ekki að keppa um bronsverðlaunin, vegna hegðunar sinnar. „Það voru umræður um það hvort ég fengi að fara í bronsbardagann. Það var mikill léttir að heyra að ég fengi það. Þá fannst mér einhvern veginn hafa allt að vinna,“ sagði Babulfath daginn eftir sigurinn í París. Hin japanska Natsumi Tsunoda, sem vann Babulfath í undanúrslitum, endaði sem Ólympíumeistari. „Ég hef nákvæmlega ekkert á móti japönsku stelpunni, það vil ég að sé skýrt. Hún er heimsmeistari. Hún er hæfileikarík,“ sagði Bablufath.
Júdó Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Handbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Sjá meira