Vill eignast lið í hverri heimsálfu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2024 23:31 Michele Kang á Ólympíuleikunum í sumar. Andrea Vilchez/ISI/Getty Images Michele Kang á sem stendur þrjú knattspyrnufélög í tveimur heimsálfum en hún vill ólm eignast félag í hverri heimsálfu. Kang komst í heimsfréttirnar þegar hún keypti meirihluta í franska stórveldinu Lyon, það er kvenna liði félagsins sem hefur unnið fjöldann allan af titlum á undanförnum árum. Þá á hún Washington Spirit í Bandaríkjunum og London City Lionesses í Englandi, bæði eru eingöngu kvennalið. Hún ætlar að fjárfesta 50 milljónir Bandaríkjadala, tæpa sjö milljarða íslenskra króna, í heilsu knattspyrnukvenna þar sem nær öll gögn sem til eru miða við karlkyns leikmenn. Þá fjárfesti hún fjórar milljónir Bandaríkjadala í kvennalandslið Bandaríkjanna í rúgbí eftir að liðið vann til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í París. Vonast Kang til að fjárfestingin hjálpi liðinu að vinna gull á leikunum sem fram fara í Los Angeles eftir fjögur ár. „Það var dýr leikur fyrir mig,“ segir Kang í gríni við The Guardian eftir að hafa séð Bandaríkin vinna til bronsverðlauna. Það kom henni hins vegar á óvart að engin/n hefði fjárfest í liðinu á undan henni. „Ég vil sýna og sanna að kvennaíþróttir séu góð ávöxtun fjárhagslega. Munurinn á hvar þær eru og hvað þær geta orðið er gríðarlegur, ég á ekki orð yfir að enginn hafi séð það,“ bætti hún við. "This is not charity. I’m on a mission to prove that women’s sports is good business."I sat down with Michele Kang for an exclusive @guardian_sport interview to discuss Kynisca, her recent $50m investment and why she wants to own clubs on every continenthttps://t.co/kHNSkSbHYQ— Tom Garry (@TomJGarry) August 18, 2024 Í viðtali við The Guardian tekur Kang fram að ekki sé um góðgerðarstarf að ræða heldur ígrundaða fjárfestingu. Bendir hún á að lið Angel City í NWSL-deildinni sé metið á 250 milljónir Bandaríkjadala, tæpa 35 milljarða króna, en ekki er langt síðan lið deildarinnar voru metin aðeins á tvær til fimm milljónir Bandaríkjadala. Kang viðurkennir þó að markmið hennar sé að hluta til að bæta líf ungra íþróttakvenna. Hún hafi upphaflega ekki ætlað að færa sig yfir í íþróttir en nú vill hún gjarnan eiga knattspyrnulið í hverri heimsálfu. „Ég veit ekki hversu mörg lið ég vil eiga en ég vil án efa eiga lið í hverri heimsálfu.“ Fótbolti Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira
Kang komst í heimsfréttirnar þegar hún keypti meirihluta í franska stórveldinu Lyon, það er kvenna liði félagsins sem hefur unnið fjöldann allan af titlum á undanförnum árum. Þá á hún Washington Spirit í Bandaríkjunum og London City Lionesses í Englandi, bæði eru eingöngu kvennalið. Hún ætlar að fjárfesta 50 milljónir Bandaríkjadala, tæpa sjö milljarða íslenskra króna, í heilsu knattspyrnukvenna þar sem nær öll gögn sem til eru miða við karlkyns leikmenn. Þá fjárfesti hún fjórar milljónir Bandaríkjadala í kvennalandslið Bandaríkjanna í rúgbí eftir að liðið vann til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í París. Vonast Kang til að fjárfestingin hjálpi liðinu að vinna gull á leikunum sem fram fara í Los Angeles eftir fjögur ár. „Það var dýr leikur fyrir mig,“ segir Kang í gríni við The Guardian eftir að hafa séð Bandaríkin vinna til bronsverðlauna. Það kom henni hins vegar á óvart að engin/n hefði fjárfest í liðinu á undan henni. „Ég vil sýna og sanna að kvennaíþróttir séu góð ávöxtun fjárhagslega. Munurinn á hvar þær eru og hvað þær geta orðið er gríðarlegur, ég á ekki orð yfir að enginn hafi séð það,“ bætti hún við. "This is not charity. I’m on a mission to prove that women’s sports is good business."I sat down with Michele Kang for an exclusive @guardian_sport interview to discuss Kynisca, her recent $50m investment and why she wants to own clubs on every continenthttps://t.co/kHNSkSbHYQ— Tom Garry (@TomJGarry) August 18, 2024 Í viðtali við The Guardian tekur Kang fram að ekki sé um góðgerðarstarf að ræða heldur ígrundaða fjárfestingu. Bendir hún á að lið Angel City í NWSL-deildinni sé metið á 250 milljónir Bandaríkjadala, tæpa 35 milljarða króna, en ekki er langt síðan lið deildarinnar voru metin aðeins á tvær til fimm milljónir Bandaríkjadala. Kang viðurkennir þó að markmið hennar sé að hluta til að bæta líf ungra íþróttakvenna. Hún hafi upphaflega ekki ætlað að færa sig yfir í íþróttir en nú vill hún gjarnan eiga knattspyrnulið í hverri heimsálfu. „Ég veit ekki hversu mörg lið ég vil eiga en ég vil án efa eiga lið í hverri heimsálfu.“
Fótbolti Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira