Lífið

Hrútaþukl á Íslandsmeistaramóti í hrútadómum

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Verðlaunahafarnir á Íslandsmeistaramótinu á síðasta ári með poka fulla af verðlaunum.
Verðlaunahafarnir á Íslandsmeistaramótinu á síðasta ári með poka fulla af verðlaunum. Aðsend

Það verður mikið um að vera á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum í dag því þar fer fram Íslandsmeistaramót í hrútadómum. Keppt verður í tveimur flokkum, vanra hrútaþuklara og óvanra þuklara.

Íslandsmeistaramótið í hrútadómum er nú haldið í tuttugasta skiptið í Sævangi en mótið hefst klukkan 14:00 og stendur fram eftir degi. Ester Sig­fús­dótt­ir er fram­kvæmda­stjóri Sauðfjár­set­urs­ins og veit því allt um daginn.

„Það eru fjórir hrútar, sem eru hérna til þess að dæma og ráðunautur er búin að dæma þá í einhverja sérstaka röð og fer eftir allskonar stigakerfi og svoleiðis og hefur til þess ýmis tæki og tól. En svo kemur fólk og reynir að komast sem næst dómum ráðunautarins með því að nota hendurnar einar og hugvitið. Það er keppt bæði í flokki vanra og óvanra,” segir Esther.

Esther Sigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Sauðfjársetursins, sem hvetur alla áhugasama að mæta á Íslandsmeistaramótið í hrútadómum í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Ester segir að það skapist alltaf mikil stemming í kringum hrútadómana, margir mæti til að keppa og enn fleiri til að fylgjast með.

„Til okkar á þessum degi hafa komið svona 300 til 500 manns og 50 manns, sem taka þátt í keppninni sjálfri. Svo eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í báðum flokkunum, mjög vegleg verðlaun, þannig að það er að ýmsu að stefna og keppa,” segir Esther og bætir við.

„Þetta verður geggjaður dagur og svo verður sölutjald frá Beint frá býli þar sem bændur á þessu svæði verða að selja afurðir frá sér.”

Keppt verður í tveimur flokkum, vanra hrútaþuklara og óvanra þuklara.Magnús Hlynur Hreiðarsson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×