Bændur opna bú sín á „Beint frá býli deginum“ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. ágúst 2024 14:04 Beint frá býli dagurinn verður haldinn sunnudaginn 17. ágúst um allt land. Aðsend Bændur í hverjum landshluta munu opna bú sín fyrir gestum og gangandi á morgun, sunnudag á „Beint frá býli deginum” þar sem boðið verður upp á allskonar smakk og kynningu á vörum bænda og búaliðs. „Beint frá býli dagurinn” er nú haldin í annað sinn en opið hús verður á nokkrum bæjum á morgun frá klukkan 13:00 til 16:00. Á Suðurlandi verður það hjá Hreppamjólk í Gunnbjarnarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og á geitabúinu Háhóli í Nesjum í Hornafirði. Á Austurlandi er hægt að heimsækja bæinn Egilsstaði í Fljótsdal, sem er við hliðina á Óbyggðasetri Íslands, á Norðurlandi eystra er það bærinn Svartárkot í Bárðardal, á Norðurlandi vestra verður opið á Brúnastöðum í Fljótum í Skagafirði og á Vestfjörðum er það Sauðfjársetrið á Sævangi á Ströndum og á Vesturlandi verður opið hús hjá Grímsstaðaketi á Grímsstöðum í Reykholtsdal. Hér má sjá hvar verður opið sunnudaginn 18. ágúst í landshlutunum.Aðsend Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Beint frá Býli, segir mikla eftirvæntingu fyrir morgundeginum. „Fólk er bara spennt að kynna Beint frá býli hugmyndafræðina fyrir landsmönnum og að byggja upp tengsl á milli íbúa og þeirra framleiðenda, sem eru nálægt þeim,” segir hún. Oddný Anna segir að það séu um 120 lögbýli í samtökunum Beint frá býli og þeim fari sífellt fjölgandi. „Það eru sífellt fleiri, sem byrja að vinna matvæli úr eigin afurðum og selja, það eikur virði og er bara skemmtilegt, bein tenging við neytendur og þarna er verið að búa til ýmislegt gómsætt, sem að fæst ekki að jafnaði í verslunum,” segir Oddný Anna. Um 120 lögbýli um allt land eru nú í Beint frá býli samtökunum.Aðsend Og Oddný Anna hvetur fólk eindregið til að mæta á morgun á Beint frá býli daginn og taka þátt í stemmingu dagsins. „Já, við bara hvetjum sem flesta til að mæta með góða skapið og njóta dagsins með okkur.” Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Beint frá býli samtakanna.Aðsend Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
„Beint frá býli dagurinn” er nú haldin í annað sinn en opið hús verður á nokkrum bæjum á morgun frá klukkan 13:00 til 16:00. Á Suðurlandi verður það hjá Hreppamjólk í Gunnbjarnarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og á geitabúinu Háhóli í Nesjum í Hornafirði. Á Austurlandi er hægt að heimsækja bæinn Egilsstaði í Fljótsdal, sem er við hliðina á Óbyggðasetri Íslands, á Norðurlandi eystra er það bærinn Svartárkot í Bárðardal, á Norðurlandi vestra verður opið á Brúnastöðum í Fljótum í Skagafirði og á Vestfjörðum er það Sauðfjársetrið á Sævangi á Ströndum og á Vesturlandi verður opið hús hjá Grímsstaðaketi á Grímsstöðum í Reykholtsdal. Hér má sjá hvar verður opið sunnudaginn 18. ágúst í landshlutunum.Aðsend Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Beint frá Býli, segir mikla eftirvæntingu fyrir morgundeginum. „Fólk er bara spennt að kynna Beint frá býli hugmyndafræðina fyrir landsmönnum og að byggja upp tengsl á milli íbúa og þeirra framleiðenda, sem eru nálægt þeim,” segir hún. Oddný Anna segir að það séu um 120 lögbýli í samtökunum Beint frá býli og þeim fari sífellt fjölgandi. „Það eru sífellt fleiri, sem byrja að vinna matvæli úr eigin afurðum og selja, það eikur virði og er bara skemmtilegt, bein tenging við neytendur og þarna er verið að búa til ýmislegt gómsætt, sem að fæst ekki að jafnaði í verslunum,” segir Oddný Anna. Um 120 lögbýli um allt land eru nú í Beint frá býli samtökunum.Aðsend Og Oddný Anna hvetur fólk eindregið til að mæta á morgun á Beint frá býli daginn og taka þátt í stemmingu dagsins. „Já, við bara hvetjum sem flesta til að mæta með góða skapið og njóta dagsins með okkur.” Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Beint frá býli samtakanna.Aðsend
Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira