„Ég veit ekki hvort að ég sé sammála um að rokið sé auðlind“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. ágúst 2024 21:58 Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að það þurfi að ráðast í mjög róttækar breytingar til að koma í veg fyrir að einkaaðilar nýti sér orkuauðlindir hér á landi. Guðmundur Ingi Gurbrandsson formaður Vinstri grænna telur mikilvægt að vindorkan haldist í höndum þjóðarinnar. Vísir Ríkisstjórnin afgreiddi í morgun þingsályktunartillögu og frumvarp umhverfisráðherra um uppbyggingu vindorku hér á landi. Formaður Vinstri grænna vill að vindorkuver verði í þjóðareign. Í vikunni hafa hver stórtíðindin á fætur öðrum komið fram um áform um uppbyggingu vindorkuvera hér á landi. Landsvirkjun fékk leyfi til uppbyggingu á fyrsta vindorkuveri landsins við Búrfell. Sveitarstjórn þar íhugar að kæra útgáfu leyfisins. Franskt félag tilkynnti áætlanir um uppbyggingu vindorkuvers í Dalabyggð. Landvernd gagnrýnir þessi áform. Ríkisstjórnin afgreiddi svo í morgun þingsályktunartillögu umhverfisráðherra um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku og frumvarp um virkjunarkosti í málaflokknum. „Þau fara nú til þingflokka og ég vonast til að tala fyrir þeim nú í haust,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra eftir ríkisstjórnarfund. Guðlaugur Þór og Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður Vinstri grænna tókust á um stefnumótun í málaflokknum í vikunni en Guðmundur er nú sáttur við að stefnumótun liggi fyrir. „Mér finnst mjög jákvætt að umhverfisráðherra komi fram með stefnumótun núna sem hann var líka með á þinginu síðast. Mikið af þessu byggir á vinnu sem ég vann sem umhverfisráðherra og lagði fram á þinginu árið 2021,“ segir hann. Guðmundur segir hins vegar afar mikilvægt að þessi orkukostur verði í eigu þjóðarinnar en í vikunni kynnti franska félagið Qair áform um að byggja upp vindmyllugarð í landi Sólheima á Laxárdalsheiði. „Ég set stórt spurningamerki við það að orkan okkar sé í eigu og rekstri annarra en hins opinbera,“ segir Guðmundur. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra var inntur álits á þessari afstöðu Guðmundar Inga eftir ríkisstjórnarfund í morgun. „Ég veit ekki hvort að ég sé sammála um að rokið sé auðlind. Hvað er þá lognið? Ef við ætlum að koma í veg fyrir að einkaaðilar nýti sér orku þurfum við að fara í mjög róttækar breytingar. Umhverfisráðuneytið tekur svo af öll tvímæli um það hvort rokið sé náttúruauðlind en þar eru náttúruauðlindir skilgreindar sem allir þættir náttúrunnar sem nýtast manninum og er loft meðal þess sem er sérstaklega tiltekið þar. Orkumál Orkuskipti Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Í vikunni hafa hver stórtíðindin á fætur öðrum komið fram um áform um uppbyggingu vindorkuvera hér á landi. Landsvirkjun fékk leyfi til uppbyggingu á fyrsta vindorkuveri landsins við Búrfell. Sveitarstjórn þar íhugar að kæra útgáfu leyfisins. Franskt félag tilkynnti áætlanir um uppbyggingu vindorkuvers í Dalabyggð. Landvernd gagnrýnir þessi áform. Ríkisstjórnin afgreiddi svo í morgun þingsályktunartillögu umhverfisráðherra um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku og frumvarp um virkjunarkosti í málaflokknum. „Þau fara nú til þingflokka og ég vonast til að tala fyrir þeim nú í haust,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra eftir ríkisstjórnarfund. Guðlaugur Þór og Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður Vinstri grænna tókust á um stefnumótun í málaflokknum í vikunni en Guðmundur er nú sáttur við að stefnumótun liggi fyrir. „Mér finnst mjög jákvætt að umhverfisráðherra komi fram með stefnumótun núna sem hann var líka með á þinginu síðast. Mikið af þessu byggir á vinnu sem ég vann sem umhverfisráðherra og lagði fram á þinginu árið 2021,“ segir hann. Guðmundur segir hins vegar afar mikilvægt að þessi orkukostur verði í eigu þjóðarinnar en í vikunni kynnti franska félagið Qair áform um að byggja upp vindmyllugarð í landi Sólheima á Laxárdalsheiði. „Ég set stórt spurningamerki við það að orkan okkar sé í eigu og rekstri annarra en hins opinbera,“ segir Guðmundur. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra var inntur álits á þessari afstöðu Guðmundar Inga eftir ríkisstjórnarfund í morgun. „Ég veit ekki hvort að ég sé sammála um að rokið sé auðlind. Hvað er þá lognið? Ef við ætlum að koma í veg fyrir að einkaaðilar nýti sér orku þurfum við að fara í mjög róttækar breytingar. Umhverfisráðuneytið tekur svo af öll tvímæli um það hvort rokið sé náttúruauðlind en þar eru náttúruauðlindir skilgreindar sem allir þættir náttúrunnar sem nýtast manninum og er loft meðal þess sem er sérstaklega tiltekið þar.
Orkumál Orkuskipti Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira