„Við þekkjum hvort annað algjörlega út og inn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. ágúst 2024 17:45 Elísa Viðarsdóttir tók við Mjólkurbikarnum eftir sigur gegn Breiðablik árið 2022. vísir / vilhelm „Spennustigið er gott, þetta er bara leikurinn sem við höfum öll beðið eftir,“ sagði Elísa Viðarsdóttir sem leiðir Val út á völl í bikarúrslitaleik gegn Breiðablik á Laugardalsvelli í kvöld. Þessi lið hafa barist um titla í marga áratugi og eiga sér langa sögu. Þau hafa unnið sitt hvorn leikinn í deildinni í sumar og dagsformið mun skipta sköpum í kvöld. „Að stilla spennustigið er stór þáttur, æfa vel og vera með létt andrúmsloft en fyrst og fremst halda áfram að gera það sem við erum búnar að vera að gera í deildinni. Þessi lið eru á góðu skriði bæði tvö þannig að við eigum bara von á frábærum leik. Það er nú yfirleitt þannig þegar þessi lið mætast að við þekkjum hvort annað algjörlega út og inn. Þessir leikir ráðast oft á smáatriðum og dagsformi liðanna. Við mætum vel gíraðar inn í leikinn og reynum að spila okkar fótbolta, þá erum við allavega að auka líkurnar á því að við lyftum bikarnum.“ Von á betra veðri og meiri rómantík Leikir liðanna í deildinni hafa farið fram í mikilli rigningu og roki. Það lítur allt út fyrir betri aðstæður í kvöld og mögulega fylgir því fallegri fótbolti. „Mér hefur samt fundist stelpurnar hafa staðið sig ótrúlega vel þrátt fyrir afleitar veðuraðstæður í síðustu tveimur leikjum. Sýnt góð gæði inn á milli en jú, ég er alveg til í að fá einn rómantískan úrslitaleik á Laugardalsvelli í góðu veðri.“ Bikarinn afhentur uppi í stúku Nýjung verður tekin upp eftir leik í kvöld. Verðlaunaafhendingin fer ekki fram niður við hlaupabraut heldur uppi í stúku við hlið áhorfenda. „Það kemur okkur í meiri nánd við stuðningsfólkið og það er fólkið sem við treystum mest á. Ekki bara fyrir Valsara heldur líka fyrir Blika. Við viljum sjá fulla, rauða og græna, stúku.“ Klippa: Elísa Viðarsdóttir ræðir bikarúrslitaleikinn Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bikarúrslitaleikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Miðasala fer fram hjá Tix. Mjólkurbikar kvenna Valur Breiðablik Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Þessi lið hafa barist um titla í marga áratugi og eiga sér langa sögu. Þau hafa unnið sitt hvorn leikinn í deildinni í sumar og dagsformið mun skipta sköpum í kvöld. „Að stilla spennustigið er stór þáttur, æfa vel og vera með létt andrúmsloft en fyrst og fremst halda áfram að gera það sem við erum búnar að vera að gera í deildinni. Þessi lið eru á góðu skriði bæði tvö þannig að við eigum bara von á frábærum leik. Það er nú yfirleitt þannig þegar þessi lið mætast að við þekkjum hvort annað algjörlega út og inn. Þessir leikir ráðast oft á smáatriðum og dagsformi liðanna. Við mætum vel gíraðar inn í leikinn og reynum að spila okkar fótbolta, þá erum við allavega að auka líkurnar á því að við lyftum bikarnum.“ Von á betra veðri og meiri rómantík Leikir liðanna í deildinni hafa farið fram í mikilli rigningu og roki. Það lítur allt út fyrir betri aðstæður í kvöld og mögulega fylgir því fallegri fótbolti. „Mér hefur samt fundist stelpurnar hafa staðið sig ótrúlega vel þrátt fyrir afleitar veðuraðstæður í síðustu tveimur leikjum. Sýnt góð gæði inn á milli en jú, ég er alveg til í að fá einn rómantískan úrslitaleik á Laugardalsvelli í góðu veðri.“ Bikarinn afhentur uppi í stúku Nýjung verður tekin upp eftir leik í kvöld. Verðlaunaafhendingin fer ekki fram niður við hlaupabraut heldur uppi í stúku við hlið áhorfenda. „Það kemur okkur í meiri nánd við stuðningsfólkið og það er fólkið sem við treystum mest á. Ekki bara fyrir Valsara heldur líka fyrir Blika. Við viljum sjá fulla, rauða og græna, stúku.“ Klippa: Elísa Viðarsdóttir ræðir bikarúrslitaleikinn Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bikarúrslitaleikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Miðasala fer fram hjá Tix.
Mjólkurbikar kvenna Valur Breiðablik Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira