Meistararnir byrja á sterkum sigri Sindri Sverrisson skrifar 18. ágúst 2024 17:28 Erling Haaland var ekki lengi að komast á blað fyrir Manchester City. Getty/Julian Finney Meistarar Manchester City hófu nýja leiktíð í ensku úrvalsdeildinni á sterkum 2-0 útisigri gegn Chelsea í stórleik helgarinnar. Markakóngur síðustu tveggja leiktíða, Erling Haaland, var rétt rúmar sautján mínútur að skora sitt fyrsta mark á leiktíðinni þegar hann kom City í 1-0. Jeremy Doku átti snögga fyrirgjöf og Bernardo Silva náði að stýra boltanum áfram á Haaland sem gerði vel í að halda mönnum frá sér og vippaði svo í markið. Fyrri hálfleikurinn var þó frekar jafn og Nicolas Jackson var nálægt því að jafna metin fyrir Chelsea rétt fyrir hlé, þegar hann skoraði af stuttu færi eftir skot Cole Palmer. Jackson var hins vegar rangstæður. Nýi maðurinn hjá City, Savio, meiddist undir lok fyrri hálfleiks og kom Phil Foden, besti leikmaður síðasta tímabils, inn á í hans stað. Rico Lewis átti flottan leik fyrir City og kom boltanum í netið á 65. mínútu en brot var dæmt á Haaland og markið dæmt af. Á 84. mínútu kom þó seinna mark City en það gerði Mateo Kovacic upp á sitt einsdæmi, með sprett fram að vítateignum og skoti sem blekkti Robert Sánchez í marki Chelsea. Næsti leikur City er á heimavelli gegn Ipswich, á laugardaginn, en Chelsea er á leið í umspil um sæti í Sambandsdeild Evrópu, líkt og Víkingur Reykjavík. Chelsea-menn mæta Servette frá Sviss á fimmtudaginn og eiga svo leik við Wolves eftir viku. Enski boltinn
Meistarar Manchester City hófu nýja leiktíð í ensku úrvalsdeildinni á sterkum 2-0 útisigri gegn Chelsea í stórleik helgarinnar. Markakóngur síðustu tveggja leiktíða, Erling Haaland, var rétt rúmar sautján mínútur að skora sitt fyrsta mark á leiktíðinni þegar hann kom City í 1-0. Jeremy Doku átti snögga fyrirgjöf og Bernardo Silva náði að stýra boltanum áfram á Haaland sem gerði vel í að halda mönnum frá sér og vippaði svo í markið. Fyrri hálfleikurinn var þó frekar jafn og Nicolas Jackson var nálægt því að jafna metin fyrir Chelsea rétt fyrir hlé, þegar hann skoraði af stuttu færi eftir skot Cole Palmer. Jackson var hins vegar rangstæður. Nýi maðurinn hjá City, Savio, meiddist undir lok fyrri hálfleiks og kom Phil Foden, besti leikmaður síðasta tímabils, inn á í hans stað. Rico Lewis átti flottan leik fyrir City og kom boltanum í netið á 65. mínútu en brot var dæmt á Haaland og markið dæmt af. Á 84. mínútu kom þó seinna mark City en það gerði Mateo Kovacic upp á sitt einsdæmi, með sprett fram að vítateignum og skoti sem blekkti Robert Sánchez í marki Chelsea. Næsti leikur City er á heimavelli gegn Ipswich, á laugardaginn, en Chelsea er á leið í umspil um sæti í Sambandsdeild Evrópu, líkt og Víkingur Reykjavík. Chelsea-menn mæta Servette frá Sviss á fimmtudaginn og eiga svo leik við Wolves eftir viku.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti