Innviðir og orkuskipti Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 16. ágúst 2024 13:00 Ýmsir setja fyrir sig innviðaleysi þegar ákvörðun er tekin um að kaupa nýjan bensín- eða dísilbíl. Velja sem sagt að kaupa glænýjan olíuknúin bíl þrátt fyrir tæknilega yfirburði rafbíla, lægri kostnað rafbíla og meiri samfélagsávinning rafbíla (sjá fyrri greinar): https://www.visir.is/g/20242595786d/10-taekni-legir-yfir-burdir-rafbila https://www.visir.is/g/20242584083d/ahugaverdar-akvardanir https://www.visir.is/g/20212194936d/samfelagsbillinn Er algert hleðsluinnviðaleysi? Við erum á skrítnum tímum og því miður virðist eina umræðan sem nær í gegn í fjöl- eða samfélagsmiðlum vera annað hvort upphrópanir eða útgildi. Setningin „ það eru engir innviðir fyrir rafbíla“ er stunduð kastað fram sem staðreynd. Þó að innviðir þurfi að batna, sem þeir munu gera, þá er alveg ljóst að nú þegar er til staðar grunnur að hraðhleðsluneti eins og sjá má á myndinni. Staðsetning hraðhleðslustöðva.Aðsend Meint innviðaleysi er því miður notað sem rök gegn kaupum á rafbílum og því er mikilvægt að taka aðeins raunstöðuna. Í fyrsta lagi hefur ýmislegt breyst á síðustu tíu árum og mun halda áfram að breytast. Fyrstu hraðhleðslustöðvar landsins opnuðu fyrir aðeins tíu árum og voru þá bara 50 kW í afli. Nú eru hundruð hraðhleðslutengla og flestar stöðvar sem settar eru upp núna eru 150-400 kW. Sem sagt stöðugt fleiri staðir og stöðugt hraðari hleðsla. Meðaldrægni rafbíla hefur líka aukist mikið á þessum tíu árum þar sem í upphafi voru flestir bílar með um 200 km hámarksdrægni en nú eru þeir með 400-500 km hámarksdrægni. Flestir rafbílar í dag komast lengra til að hlaða hraðar á mun fleiri stöðum. Ríkið hefur, í gegnum Orkusjóð, stutt rækilega við uppbyggingu hleðslustöðva um allt land og fjölmörg verkefni eru í pípunum á næstunni. Miðað við fyrirliggjandi uppbyggingaráætlanir verður hvergi lengra á milli hraðhleðslustöðva en um 90 km og langoftast mun styttra. Í raun er bara einn leggur eftir þar sem vegalengd milli stöðva er meira en 100 km og það er Mývatn-Egilsstaðir sem klárast að öllum líkindum á næsta ári. Ef þú kaupir nýjar rafbíl núna er líklegast að hann sé með 300-500 km drægni og þá er varla mikil áhætta að leggja af stað í langferð vitandi að hvergi er meira en 100 km í næstu hraðhleðslustöð þar sem þú getur bætt á bílinn 100-200 km á 10-20 mínútum. Er það of erfitt? Hraðhleðslutengjum á hverjum stað fjölgar líka stöðugt sem minnkar áhættuna á biðröð eða bilunum. Til dæmis voru fyrir örfáum árum voru fjögur hraðhleðslutengi á Akureyri en eru nú um fjörtíu. Vegstyttingar hafa líka komið sterkar inn eins Vaðlaheiði, sunnanverðir Vestfirðir og bráðum á Hornafjörður og Öxi. Þetta er staðan núna sem mun svo bara batna og batna. Hnökrar Við erum stödd í upphafi samgöngu byltingar og það er ekkert nema eðlilegt að eitthvað vesen verði á þeirri vegferð. Að láta einstaka hnökra gera okkur fráhverf orkuskiptum er jafnvitlaust og að gefast upp og hætta leik ef við lendum eitt núll undir í fótboltaleik þegar 80 mínútur eru eftir. Það verða bilanir og einstaka sinnum einhver bið en það er einungis við sérstakar aðstæður alveg eins og það getur verið pínu röð í blómabúð á konudaginn þó flesta aðra daga fáir þú afgreiðslu strax. Ofmat á þörf Byggðarsamsetning íslands er afar sérstök þar sem þrír fjórðu hlutar íbúa búa á einu horni landsins. Þetta þýðir að langflestir fara allar sínar daglegu ferðir innan 100 km radíusar. Á vef Orkuseturs má finna drægnireikni sem sýnir hversu langt er hægt að ferðast miðað við gefna drægni. Á myndinni má sjá það svæði sem hægt er að fara, fram og til baka, án hleðslu miðað við 250 km drægni. Þetta sýnir að rafbíll getur léttilega þvælst um þetta svæði án sértækar hleðslu en til hægðarauka er þó samt fjöldi hraðhleðslustöðva innan þessa svæðis. Aðsend Bílar eru ekki einota dagvara og þegar fólk fjárfestir í glænýjum bíl þá er oftast stefnan að eiga hann næstu 3-10 ár. Það er næsta öruggt að innviðir munu áfram batna næstu árin og gera langferðir á rafbíl enn auðveldari. Að mörgu leyti mætti segja að meiri áhætta sé í kaupum á glænýjum jarðefnaeldsneytisbílum þar sem erfitt er að meta hversu auðvelt verður að endurselja þá á næstu 10 árum og hvort bensínstöðvum haldi áfram að fækka. Höfundur er sviðsstjóri orkuskipta og loftslagsmála hjá Orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Ýmsir setja fyrir sig innviðaleysi þegar ákvörðun er tekin um að kaupa nýjan bensín- eða dísilbíl. Velja sem sagt að kaupa glænýjan olíuknúin bíl þrátt fyrir tæknilega yfirburði rafbíla, lægri kostnað rafbíla og meiri samfélagsávinning rafbíla (sjá fyrri greinar): https://www.visir.is/g/20242595786d/10-taekni-legir-yfir-burdir-rafbila https://www.visir.is/g/20242584083d/ahugaverdar-akvardanir https://www.visir.is/g/20212194936d/samfelagsbillinn Er algert hleðsluinnviðaleysi? Við erum á skrítnum tímum og því miður virðist eina umræðan sem nær í gegn í fjöl- eða samfélagsmiðlum vera annað hvort upphrópanir eða útgildi. Setningin „ það eru engir innviðir fyrir rafbíla“ er stunduð kastað fram sem staðreynd. Þó að innviðir þurfi að batna, sem þeir munu gera, þá er alveg ljóst að nú þegar er til staðar grunnur að hraðhleðsluneti eins og sjá má á myndinni. Staðsetning hraðhleðslustöðva.Aðsend Meint innviðaleysi er því miður notað sem rök gegn kaupum á rafbílum og því er mikilvægt að taka aðeins raunstöðuna. Í fyrsta lagi hefur ýmislegt breyst á síðustu tíu árum og mun halda áfram að breytast. Fyrstu hraðhleðslustöðvar landsins opnuðu fyrir aðeins tíu árum og voru þá bara 50 kW í afli. Nú eru hundruð hraðhleðslutengla og flestar stöðvar sem settar eru upp núna eru 150-400 kW. Sem sagt stöðugt fleiri staðir og stöðugt hraðari hleðsla. Meðaldrægni rafbíla hefur líka aukist mikið á þessum tíu árum þar sem í upphafi voru flestir bílar með um 200 km hámarksdrægni en nú eru þeir með 400-500 km hámarksdrægni. Flestir rafbílar í dag komast lengra til að hlaða hraðar á mun fleiri stöðum. Ríkið hefur, í gegnum Orkusjóð, stutt rækilega við uppbyggingu hleðslustöðva um allt land og fjölmörg verkefni eru í pípunum á næstunni. Miðað við fyrirliggjandi uppbyggingaráætlanir verður hvergi lengra á milli hraðhleðslustöðva en um 90 km og langoftast mun styttra. Í raun er bara einn leggur eftir þar sem vegalengd milli stöðva er meira en 100 km og það er Mývatn-Egilsstaðir sem klárast að öllum líkindum á næsta ári. Ef þú kaupir nýjar rafbíl núna er líklegast að hann sé með 300-500 km drægni og þá er varla mikil áhætta að leggja af stað í langferð vitandi að hvergi er meira en 100 km í næstu hraðhleðslustöð þar sem þú getur bætt á bílinn 100-200 km á 10-20 mínútum. Er það of erfitt? Hraðhleðslutengjum á hverjum stað fjölgar líka stöðugt sem minnkar áhættuna á biðröð eða bilunum. Til dæmis voru fyrir örfáum árum voru fjögur hraðhleðslutengi á Akureyri en eru nú um fjörtíu. Vegstyttingar hafa líka komið sterkar inn eins Vaðlaheiði, sunnanverðir Vestfirðir og bráðum á Hornafjörður og Öxi. Þetta er staðan núna sem mun svo bara batna og batna. Hnökrar Við erum stödd í upphafi samgöngu byltingar og það er ekkert nema eðlilegt að eitthvað vesen verði á þeirri vegferð. Að láta einstaka hnökra gera okkur fráhverf orkuskiptum er jafnvitlaust og að gefast upp og hætta leik ef við lendum eitt núll undir í fótboltaleik þegar 80 mínútur eru eftir. Það verða bilanir og einstaka sinnum einhver bið en það er einungis við sérstakar aðstæður alveg eins og það getur verið pínu röð í blómabúð á konudaginn þó flesta aðra daga fáir þú afgreiðslu strax. Ofmat á þörf Byggðarsamsetning íslands er afar sérstök þar sem þrír fjórðu hlutar íbúa búa á einu horni landsins. Þetta þýðir að langflestir fara allar sínar daglegu ferðir innan 100 km radíusar. Á vef Orkuseturs má finna drægnireikni sem sýnir hversu langt er hægt að ferðast miðað við gefna drægni. Á myndinni má sjá það svæði sem hægt er að fara, fram og til baka, án hleðslu miðað við 250 km drægni. Þetta sýnir að rafbíll getur léttilega þvælst um þetta svæði án sértækar hleðslu en til hægðarauka er þó samt fjöldi hraðhleðslustöðva innan þessa svæðis. Aðsend Bílar eru ekki einota dagvara og þegar fólk fjárfestir í glænýjum bíl þá er oftast stefnan að eiga hann næstu 3-10 ár. Það er næsta öruggt að innviðir munu áfram batna næstu árin og gera langferðir á rafbíl enn auðveldari. Að mörgu leyti mætti segja að meiri áhætta sé í kaupum á glænýjum jarðefnaeldsneytisbílum þar sem erfitt er að meta hversu auðvelt verður að endurselja þá á næstu 10 árum og hvort bensínstöðvum haldi áfram að fækka. Höfundur er sviðsstjóri orkuskipta og loftslagsmála hjá Orkustofnun.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun