„Drengilega leikið en samt opið og skemmtilegt, það er draumurinn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. ágúst 2024 13:30 Halldór Árnason vonast eftir drengilegum leik gegn Val í kvöld. Vísir/Pawel „Við eigum bara von á fjörugum og skemmtilegum leik, hellingur undir fyrir bæði lið,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks sem heimsækir Val á Hlíðarenda í kvöld. Þau eru auðvitað búin að mætast einu sinni áður á tímabilinu. Valur vann 3-2 sigur í Kópavoginum. Gylfi Sigurðsson með mark beint úr aukaspyrnu, tvö rauð spjöld og alvöru barátta eins og búast má við í kvöld. „Eigum við ekki að vona að það haldist allir inn á, þetta verði drengilega leikið en samt opið og skemmtilegt, það er draumurinn.“ Leikurinn í kvöld er leikurinn sem liðin eiga inni á topplið Víkings. Hann átti upphaflega að fara fram 28. júlí en var frestað vegna þátttöku liðanna í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Þeirri þátttöku er lokið og nú er fullur fókus á deildina, þetta eru liðin í 2. og 3. sæti, sex og níu stigum á eftir Víkingi. Gríðarlega mikilvægur leikur í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. „Það er auðvitað þannig að síðan þessum leik var frestað höfum við beðið eftir því að spila þennan leik sem við eigum inni svo liðin séu með jafn marga leiki í töflunni. Höfum verið einum eða tveimur leikjum á eftir Víkingi í nokkurn tíma. Það setur stöðutöfluna í aðeins betra samhengi þegar öll liðin hafa spilað jafn marga leiki, gott að klára þennan leik sem við eigum inni og sama hver andstæðingurinn er þá er auðvitað mikilvægt fyrir okkur að ná góðum úrslitum og við munum gera allt til þess.“ Rólegheit á gluggadegi Breiðablik var rólegt á lokadegi félagaskiptagluggans og fékk enga leikmenn til sín. Davíð Ingvarsson hafði áður komið aftur til félagsins og er búinn að spila tvo leiki. Þeir kvöddu líka Jason Daða Svanþórsson (Grimsby Town) og Dag Örn Fjeldsted (lánaður til HK). „Við erum mjög ánægðir með okkar hóp. Stóran og breiðan hóp eins og sést á skýrslunum hjá okkur, sterkt byrjunarlið, gríðarlega sterkur bekkur og líka með sterka menn utan hóps. Þannig að við vorum mjög rólegir, auðvitað með augun opin ef eitthvað mjög sérstakt kæmi sem gæti hjálpað okkur til framtíðar, engar skammtímalausnir. Það kom ekkert upp sem við vildum taka lengra, erum bara ánægðir með hópinn og gátum verið rólegir.“ Skýrslumál Stjörnunnar Sterkan hóp á skýrslunum sagði Halldór og var þá spurður hvað honum fyndist um umræðuna sem skapast hefur eftir leik Breiðabliks gegn Stjörnunni, þar sem Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var sakaður um að falsa leikskýrslu viljandi. „Ég er rólegur yfir þessu sjálfur og til að taka hinn pólinn á hæðinni fyrir Stjörnumenn þá sendi KSÍ auðvitað þau skilaboð út fyrir ekki löngu síðan að þessar skýrslur skiptu eiginlega engu máli þegar lið í deildinni spilaði leikmanni sem var ekki einu sinni á skýrslu,“ sagði Halldór og vísaði til þess þegar Víkingur fékk 50.000 króna sekt fyrir að spila leikmanni sem var ekki á skýrslu í leik í Lengjubikarnum. „Úrslitin stóðu óhögguð og einhver lítil sekt. Ég held að Stjörnumenn séu fyrst og fremst að benda á það að þetta í rauninni skiptir engu máli. Það verður gott að fá viðbrögð KSÍ við þessu öllu saman, hvaða máli skýrslurnar raunverulega skipta. Mér finnst miklu alvarlega þegar menn spila leikmanni sem er ekki einu sinni á skýrslu en þegar menn eru eitthvað að rugla í skýrslunum klukkutíma fyrir leik,“ sagði Halldór og ítrekaði að lokum að hann talar ekki fyrir hönd Stjörnunnar á neinn hátt í þessu máli. Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Þau eru auðvitað búin að mætast einu sinni áður á tímabilinu. Valur vann 3-2 sigur í Kópavoginum. Gylfi Sigurðsson með mark beint úr aukaspyrnu, tvö rauð spjöld og alvöru barátta eins og búast má við í kvöld. „Eigum við ekki að vona að það haldist allir inn á, þetta verði drengilega leikið en samt opið og skemmtilegt, það er draumurinn.“ Leikurinn í kvöld er leikurinn sem liðin eiga inni á topplið Víkings. Hann átti upphaflega að fara fram 28. júlí en var frestað vegna þátttöku liðanna í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Þeirri þátttöku er lokið og nú er fullur fókus á deildina, þetta eru liðin í 2. og 3. sæti, sex og níu stigum á eftir Víkingi. Gríðarlega mikilvægur leikur í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. „Það er auðvitað þannig að síðan þessum leik var frestað höfum við beðið eftir því að spila þennan leik sem við eigum inni svo liðin séu með jafn marga leiki í töflunni. Höfum verið einum eða tveimur leikjum á eftir Víkingi í nokkurn tíma. Það setur stöðutöfluna í aðeins betra samhengi þegar öll liðin hafa spilað jafn marga leiki, gott að klára þennan leik sem við eigum inni og sama hver andstæðingurinn er þá er auðvitað mikilvægt fyrir okkur að ná góðum úrslitum og við munum gera allt til þess.“ Rólegheit á gluggadegi Breiðablik var rólegt á lokadegi félagaskiptagluggans og fékk enga leikmenn til sín. Davíð Ingvarsson hafði áður komið aftur til félagsins og er búinn að spila tvo leiki. Þeir kvöddu líka Jason Daða Svanþórsson (Grimsby Town) og Dag Örn Fjeldsted (lánaður til HK). „Við erum mjög ánægðir með okkar hóp. Stóran og breiðan hóp eins og sést á skýrslunum hjá okkur, sterkt byrjunarlið, gríðarlega sterkur bekkur og líka með sterka menn utan hóps. Þannig að við vorum mjög rólegir, auðvitað með augun opin ef eitthvað mjög sérstakt kæmi sem gæti hjálpað okkur til framtíðar, engar skammtímalausnir. Það kom ekkert upp sem við vildum taka lengra, erum bara ánægðir með hópinn og gátum verið rólegir.“ Skýrslumál Stjörnunnar Sterkan hóp á skýrslunum sagði Halldór og var þá spurður hvað honum fyndist um umræðuna sem skapast hefur eftir leik Breiðabliks gegn Stjörnunni, þar sem Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var sakaður um að falsa leikskýrslu viljandi. „Ég er rólegur yfir þessu sjálfur og til að taka hinn pólinn á hæðinni fyrir Stjörnumenn þá sendi KSÍ auðvitað þau skilaboð út fyrir ekki löngu síðan að þessar skýrslur skiptu eiginlega engu máli þegar lið í deildinni spilaði leikmanni sem var ekki einu sinni á skýrslu,“ sagði Halldór og vísaði til þess þegar Víkingur fékk 50.000 króna sekt fyrir að spila leikmanni sem var ekki á skýrslu í leik í Lengjubikarnum. „Úrslitin stóðu óhögguð og einhver lítil sekt. Ég held að Stjörnumenn séu fyrst og fremst að benda á það að þetta í rauninni skiptir engu máli. Það verður gott að fá viðbrögð KSÍ við þessu öllu saman, hvaða máli skýrslurnar raunverulega skipta. Mér finnst miklu alvarlega þegar menn spila leikmanni sem er ekki einu sinni á skýrslu en þegar menn eru eitthvað að rugla í skýrslunum klukkutíma fyrir leik,“ sagði Halldór og ítrekaði að lokum að hann talar ekki fyrir hönd Stjörnunnar á neinn hátt í þessu máli. Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira