Þetta er í þriðja sinn sem bardagi Kolbeins og Mika er settur á dagskrá. Þeir áttu upphaflega að mætast 1. júní en á síðustu stundu þurfti Mika að hætta við vegna veikinda.
Síðan var samið um að þeir ættu að mætast 27. júlí en viku fyrir bardagann þar hann færður fram í september, án fullnægjandi skýringa að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Kolbeini.
Nú er ljóst að bardagi þeirra Kolbeins og Mika verður á Töölö-leikvanginum í Helsinki þann 3. september næstkomandi.
Kolbeinn er í 127. sæti heimslistans í þungavigt en sigur á Mika gæti fleytt honum upp um ansi mörg sæti á listanum.