Ísland framar í uppbyggingu og sölu fyrirtækja en búast mætti við
Hlutfallslega er sala á nýsköpunarfyrirtækjum og félaga í eigu framtakssjóða tíðari og stærri á Íslandi en í Bandaríkjunum, segir í greiningu New Iceland Advisors sem stofnað var af Heath Cardie. Hann segir að Ísland standi sig betur en búast mætti við á þessu sviði.
Tengdar fréttir
Hugbúnaðarfélagið Men & Mice selt til alþjóðlegs keppinautar
Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Men & Mice, sem er að stærstum hluta óbeint í eigu lífeyrissjóða, hefur verið selt til alþjóðlega félagsins BlueCat Networks. Ekki fást upplýsingar um kaupverðið en félagið var verðmetið á um 3,5 milljarða króna um síðustu áramót og hefur virði þess margfaldast frá því að sjóður í rekstri Stefnis keypti ráðandi hlut í Men & Mice fyrir um fjórum árum.
Origo selur hlut sinn í Tempo á 28 milljarða
Íslenska upplýsingatæknifyrirtækið Origo hefur gengið frá skuldbindandi samkomulagi um sölu á öllum 40 prósenta hlut sínum í Tempo fyrir 195 milljónir Bandaríkjadala í reiðufé, jafnvirði um 28 milljarða króna. Kaupandinn er bandaríski tæknifjárfestingarsjóðurinn Diversis Capital en söluandvirði hlutarins er næstum jafn mikið og núverandi markaðsvirði allrar Origo-samstæðunnar í Kauphöllinni.
Reynir hagnaðist um meira en tíu milljarða við söluna í Creditinfo
Reynir Grétarsson, fjárfestir og stofnandi Creditinfo, hagnaðist um rúmlega 10,5 milljarða króna þegar hann seldi meirihluta sinn í íslenska upplýsingafyrirtækinu á liðnu ári til bandaríska framtakssjóðsins Levine Leichtman Capital. Allt hlutafé Creditinfo í viðskiptunum var metið á um 20 milljarða króna en endanlegt kaupverð, sem getur orðið hærra, veltur á tilteknum fjárhagslegum markmiðum.
Kerecis er fyrsti einhyrningur Íslands
Kerecis er fyrsta íslenska fyrirtækið sem flokkast sem einhyrningur (e. unicorn), sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands og stjórnarmaður í nýsköpunarfyrirtækinu. Hann útskýrði að það orð væri notað yfir nýsköpunarfyrirtæki sem hafa á örskömmum tíma farið frá því að vera sproti í að vera metið á yfir milljarð Bandaríkjadala.
Kaupverðið á PayAnalytics getur orðið allt að sex milljarðar
Kaupverð PayAnalytics getur numið allt að fimm til sex milljörðum króna gangi tiltekin afkomumarkmið eftir, samkvæmt heimildum Innherja. Til samanburðar er markaðsvirði flugfélagsins Play 6,5 milljarðar króna.
„Mikil tíðindi“ að útgjöld til rannsóknar og þróunarstarfs hafi aldrei verið meiri
Útgjöld til rannsókna og þróunarstarfs hafa ekki verið meiri frá því mælingar hófust árið 2014. „Þetta eru mikil tíðindi fyrir íslenskt efnahagslíf. Segja má að atvinnulífið hafi tekið rækilega við sér þegar auknir skattahvatar tóku gildi árið 2020. Uppskeran af aðgerðum stjórnvalda og drifkrafti í íslenskum iðnaði, ekki síst hugverkaiðnaði, eru að koma fram,“ segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins, í samtali við Innherja.
Aldrei meira fjárfest í nýsköpunarfyrirtækjum en árið 2022
Fjárfestingar í nýsköpunarfyrirtækjum hafa aldrei verið meiri en árið 2022. Það ætti ekki að koma á óvart að met hafi verið slegið í ljósi þess að fimm vísisjóðir söfnuðu miklum fjárhæðum árið áður. Erlendir fjárfestar fjármagna vaxtarskeið fyrirtækjanna en innlendir fjárfestar styðja við þau þegar fyrstu skrefin eru tekin. Þetta segir ritstjóri Northstack, fréttavefs á ensku um nýsköpun hérlendis.