Greiddu 47 milljónir fyrir 175 hjálma fyrir leiðtogafundinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. ágúst 2024 08:59 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Vísir Embætti ríkislögreglustjóra greiddi 47 milljónir króna fyrir 175 hjálma sem keyptir voru fyrir sérsveitina og aðra lögreglumenn fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins í fyrra. Þetta kemur fram í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurn Indriða Inga Stefánssyni, varaþingmanns Pírata. Samkvæmt svörum ráðuneytisins nam kostnaðurinn á hvern hjálm 268.000 krónum. Indriði gagnrýndi kaupin í aðsendri grein á Vísi 6. júní í fyrra og vakti athygli á fyrirtækinu sem seldi Ríkislögreglustjóra hjálmana. Um væri að ræða fyrirtækið TST Protection Ltd., sem hefði aðsetur á heimili í smábæ á Englandi, einn starfsmann og eigið fé upp á 6.000 pund árið 2022. Varaþingmaðurinn, sem gekk reyndar út frá því að hjálmarnir hefðu verið 700, spurði því ráðherra hvort kaupin stæðust viðmið um góða viðskiptahætti. „Þegar farið var í innkaup á hjálmunum þá þurfti að leita leiða til að kaupa inn þann búnað sem taldist nauðsynlegur og tryggja að hann myndi berast til landsins í tæka tíð fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins,“ segir í svörum ráðherra. „Uppgefinn afhendingartími á þeim búnaði sem kaupa þurfti fyrir fundinn var allt að 12–18 mánuðir og jafnvel lengri í sumum tilfellum. Umræddur afhendingartími átti sér í lagi við um vopn og varnarbúnað sem skýrist m.a. af innrásinni í Úkraínu þann 24. febrúar 2022.“ „Grundvallarforsenda“ að fá búnaðinn fyrir fundinn Alls hefðu 175 hjálmar verið keyptir; 55 fyrir sérveitina og 120 fyrir almenna lögreglu. Ríkislögreglustjóri hefði áður aflað upplýsinga um umrædda tegund hjálma; Busch, og gæði og hentugleiki látin ráða för. „Grundvallarforsenda“ var þó „að búnaðurinn myndi berast fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins og í sumum tilfellum enn fyrr vegna þjálfunar sem þurfti að eiga sér stað fyrir fundinn.“ „Að mati dómsmálaráðuneytisins var nauðsynlegt að sjá til þess að viðeigandi öryggisbúnaður væri til staðar fyrir lögreglumenn áður en leiðtogafundur Evrópuráðsins hæfist og eftir atvikum vegna þjálfunar sem þurfti að fara fram fyrir fundinn. Án fullnægjandi öryggisgæslu og búnaðar sem slíkri gæslu fylgir hefði ekki verið unnt að tryggja viðunandi öryggi gesta fundarins, starfsmanna sem og almennings. Hvorki hafa komið fram vísbendingar né ábendingar um það að innkaup embættis ríkislögreglustjóra hafi farið í bága við lög, reglur eða góða viðskiptahætti en komi slíkar ábendingar fram verða þær teknar til viðeigandi athugunar,“ segir í svörum ráðherra. Lögreglan Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurn Indriða Inga Stefánssyni, varaþingmanns Pírata. Samkvæmt svörum ráðuneytisins nam kostnaðurinn á hvern hjálm 268.000 krónum. Indriði gagnrýndi kaupin í aðsendri grein á Vísi 6. júní í fyrra og vakti athygli á fyrirtækinu sem seldi Ríkislögreglustjóra hjálmana. Um væri að ræða fyrirtækið TST Protection Ltd., sem hefði aðsetur á heimili í smábæ á Englandi, einn starfsmann og eigið fé upp á 6.000 pund árið 2022. Varaþingmaðurinn, sem gekk reyndar út frá því að hjálmarnir hefðu verið 700, spurði því ráðherra hvort kaupin stæðust viðmið um góða viðskiptahætti. „Þegar farið var í innkaup á hjálmunum þá þurfti að leita leiða til að kaupa inn þann búnað sem taldist nauðsynlegur og tryggja að hann myndi berast til landsins í tæka tíð fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins,“ segir í svörum ráðherra. „Uppgefinn afhendingartími á þeim búnaði sem kaupa þurfti fyrir fundinn var allt að 12–18 mánuðir og jafnvel lengri í sumum tilfellum. Umræddur afhendingartími átti sér í lagi við um vopn og varnarbúnað sem skýrist m.a. af innrásinni í Úkraínu þann 24. febrúar 2022.“ „Grundvallarforsenda“ að fá búnaðinn fyrir fundinn Alls hefðu 175 hjálmar verið keyptir; 55 fyrir sérveitina og 120 fyrir almenna lögreglu. Ríkislögreglustjóri hefði áður aflað upplýsinga um umrædda tegund hjálma; Busch, og gæði og hentugleiki látin ráða för. „Grundvallarforsenda“ var þó „að búnaðurinn myndi berast fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins og í sumum tilfellum enn fyrr vegna þjálfunar sem þurfti að eiga sér stað fyrir fundinn.“ „Að mati dómsmálaráðuneytisins var nauðsynlegt að sjá til þess að viðeigandi öryggisbúnaður væri til staðar fyrir lögreglumenn áður en leiðtogafundur Evrópuráðsins hæfist og eftir atvikum vegna þjálfunar sem þurfti að fara fram fyrir fundinn. Án fullnægjandi öryggisgæslu og búnaðar sem slíkri gæslu fylgir hefði ekki verið unnt að tryggja viðunandi öryggi gesta fundarins, starfsmanna sem og almennings. Hvorki hafa komið fram vísbendingar né ábendingar um það að innkaup embættis ríkislögreglustjóra hafi farið í bága við lög, reglur eða góða viðskiptahætti en komi slíkar ábendingar fram verða þær teknar til viðeigandi athugunar,“ segir í svörum ráðherra.
Lögreglan Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira