„Hélt ég væri að fara að drepast. Þú heyrir i sprengjunni koma“ Lovísa Arnardóttir skrifar 14. ágúst 2024 08:22 Óskar Hallgrímsson hefur venjulega rætt við fjölmiðlafólk með aðstoð fjarfundabúnaðar en í morgun mætti hann í Bylgjuhljóðverið. Bylgjan Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og fjölmiðlamaður hefur verið búsettur í Úkraínu um árabil. Hann segir ljóst að hermenn úkraínska hersins séu ekki að fara frá Kúrsk-héraði í Rússlandi. Þeir séu með þúsund ferkílómetra undir sinni stjórn og á því svæði séu þeir að grafa sig niður, að mynda birgðalínu og ætli sér að halda áfram. Óskar ræddi áhrif og merkingu innrásarinnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Stríð er flókið fyrirbæri og marglaga,“ segir óskar og að þetta sé bæði mikilvægt og á sama tíma ekki hægt að kjarna á einfaldan hátt þýðingu þess að Úkraínumenn séu komnir þarna inn. Þetta sé líklega stærsti sigur þeirra í þessu stríði frá því í nóvember árið 2022 þegar þeir tóku yfir borgina Kherson í Kherson-héraði. „Þeir eru búnir að taka tvö þúsund rússneska stríðsfanga,“ segir Óskar og að það sé mikilvægt því það séu enn margir úkraínskir hermenn í haldi rússneska hersins. Sem dæmi séu enn margir hermenn í haldi frá því í baráttu í Maríupól 2022. „Það er lítill hluti af þeim kominn til baka og 95 prósent þeirra sem hafa komið til baka sýna merki um pyntingar, svelti og hræðilega meðferð í haldi Rússa,“ segir Óskar og að með því að taka stríðsfanga aukist líkurnar á því að þessi úkraínsku stríðsfangar geti komið heim. „En þetta setur allt á annan endann hjá Rússlandi, upp á ímynd og annað,“ segir hann. Þetta sé stórt svæði en kannski ekki stórt þegar litið er til heildarinnar. Rússneski hersins sé töluvert stærri og þessi innrás muni ekki skipta lykilmáli. Það sé erfitt að spá fyrir um framhaldið. Það viti enginn hvernig þetta endi. Hann segir að það næstmikilvægasta við þessa innrás sé að sýna að þó svo að Úkraínumenn hafi farið yfir þessa rauðu línu þá hafi Rússar ekki brugðist við með kjarnorkuárás eins og hann hafi oft hótað. Úkraínumenn hafi bæði farið yfir þessa rauðu línu og notað vestræn vopn, sem er eitthvað sem Rússum hugnist illa. Fólk brosi á ný Óskar segir þessa innrás vítamínsprautu líka fyrir Úkraínumenn. Fólk sé farið að brosa út á götum og hafi einhverja von. Það hafi verið hálfglatað síðasta árið þarna. Þrátt fyrir þessa innrás sé mikið eftir. Þeir muni halda áfram þarna. Óskar segir frá því að hann hafi verið í Kharkív um daginn. Þar hafi 500 kílóa sprengja sprungið um 250 metra frá honum. Það hafi verið afar sjokkerandi. „Ég hélt ég væri að fara að drepast. Þú heyrir i sprengjunni koma niður. Það er eins og þotuhljóði, ég var alveg viss um að hún væri á leið yfir mig,“ segir Óskar og að það hafi nokkrir látist í þeirri árás, þar á meðal börn. „Það eru daglegar árásir á þá borg,“ segir Óskar og að það sé mjög mikilvægt að stöðva það. Með innrás sinni geti Úkraínumenn komið sér fyrir þoturnar sem skjóta þar niður og það sé möguleiki að þeir geti það ef þeir haldi áfram lengra inn. Óskar býr í Úkraínu og segir nærri daglega frá sinni reynslu í stríðshrjáðu landi. Hægt er að fylgjast með honum á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Óskar Hallgrímsson (@skari) Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bítið Tengdar fréttir Handtökuskipun gefin út vegna Nord Stream skemmdarverkanna Þjóðverjar hafa gefið út handtökuskipun innan evrópska efnahagssvæðisins á hendur úkraínskum köfunarkennara sem er sakaður um að hafa verið hluti af teymi sem sprengdi upp Nord Stream gasleiðsluna á sínum tíma. 14. ágúst 2024 07:56 Pútín hótar hefndum fyrir innrásina í Kúrsk Úkraínumenn eiga von á „verðugum viðbrögðum“ frá Rússlandi vegna innrásar þeirra inn í Kúrsk-hérað, að sögn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Fleiri en hundrað þúsund manns hafa flúið heimili sín í þessari stærstu innrás í Rússland frá lokum seinna stríðs. 12. ágúst 2024 14:36 Úkraínumenn vilji valda upplausn Úkraínuforseti vill með skyndisókn Úkraínuhers innan landamæra Rússlands knýja fram réttlæti og beita Rússa þrýstingi. Aðgerðirnar ná nú þrjátíu kílómetra inn fyrir landamæri Rússa. Úkraínumenn eru sagðir vilja valda Rússum sem mestum skaða og veikja getu þeirra til árása í Úkraínu. 11. ágúst 2024 20:17 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
„Stríð er flókið fyrirbæri og marglaga,“ segir óskar og að þetta sé bæði mikilvægt og á sama tíma ekki hægt að kjarna á einfaldan hátt þýðingu þess að Úkraínumenn séu komnir þarna inn. Þetta sé líklega stærsti sigur þeirra í þessu stríði frá því í nóvember árið 2022 þegar þeir tóku yfir borgina Kherson í Kherson-héraði. „Þeir eru búnir að taka tvö þúsund rússneska stríðsfanga,“ segir Óskar og að það sé mikilvægt því það séu enn margir úkraínskir hermenn í haldi rússneska hersins. Sem dæmi séu enn margir hermenn í haldi frá því í baráttu í Maríupól 2022. „Það er lítill hluti af þeim kominn til baka og 95 prósent þeirra sem hafa komið til baka sýna merki um pyntingar, svelti og hræðilega meðferð í haldi Rússa,“ segir Óskar og að með því að taka stríðsfanga aukist líkurnar á því að þessi úkraínsku stríðsfangar geti komið heim. „En þetta setur allt á annan endann hjá Rússlandi, upp á ímynd og annað,“ segir hann. Þetta sé stórt svæði en kannski ekki stórt þegar litið er til heildarinnar. Rússneski hersins sé töluvert stærri og þessi innrás muni ekki skipta lykilmáli. Það sé erfitt að spá fyrir um framhaldið. Það viti enginn hvernig þetta endi. Hann segir að það næstmikilvægasta við þessa innrás sé að sýna að þó svo að Úkraínumenn hafi farið yfir þessa rauðu línu þá hafi Rússar ekki brugðist við með kjarnorkuárás eins og hann hafi oft hótað. Úkraínumenn hafi bæði farið yfir þessa rauðu línu og notað vestræn vopn, sem er eitthvað sem Rússum hugnist illa. Fólk brosi á ný Óskar segir þessa innrás vítamínsprautu líka fyrir Úkraínumenn. Fólk sé farið að brosa út á götum og hafi einhverja von. Það hafi verið hálfglatað síðasta árið þarna. Þrátt fyrir þessa innrás sé mikið eftir. Þeir muni halda áfram þarna. Óskar segir frá því að hann hafi verið í Kharkív um daginn. Þar hafi 500 kílóa sprengja sprungið um 250 metra frá honum. Það hafi verið afar sjokkerandi. „Ég hélt ég væri að fara að drepast. Þú heyrir i sprengjunni koma niður. Það er eins og þotuhljóði, ég var alveg viss um að hún væri á leið yfir mig,“ segir Óskar og að það hafi nokkrir látist í þeirri árás, þar á meðal börn. „Það eru daglegar árásir á þá borg,“ segir Óskar og að það sé mjög mikilvægt að stöðva það. Með innrás sinni geti Úkraínumenn komið sér fyrir þoturnar sem skjóta þar niður og það sé möguleiki að þeir geti það ef þeir haldi áfram lengra inn. Óskar býr í Úkraínu og segir nærri daglega frá sinni reynslu í stríðshrjáðu landi. Hægt er að fylgjast með honum á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Óskar Hallgrímsson (@skari)
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bítið Tengdar fréttir Handtökuskipun gefin út vegna Nord Stream skemmdarverkanna Þjóðverjar hafa gefið út handtökuskipun innan evrópska efnahagssvæðisins á hendur úkraínskum köfunarkennara sem er sakaður um að hafa verið hluti af teymi sem sprengdi upp Nord Stream gasleiðsluna á sínum tíma. 14. ágúst 2024 07:56 Pútín hótar hefndum fyrir innrásina í Kúrsk Úkraínumenn eiga von á „verðugum viðbrögðum“ frá Rússlandi vegna innrásar þeirra inn í Kúrsk-hérað, að sögn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Fleiri en hundrað þúsund manns hafa flúið heimili sín í þessari stærstu innrás í Rússland frá lokum seinna stríðs. 12. ágúst 2024 14:36 Úkraínumenn vilji valda upplausn Úkraínuforseti vill með skyndisókn Úkraínuhers innan landamæra Rússlands knýja fram réttlæti og beita Rússa þrýstingi. Aðgerðirnar ná nú þrjátíu kílómetra inn fyrir landamæri Rússa. Úkraínumenn eru sagðir vilja valda Rússum sem mestum skaða og veikja getu þeirra til árása í Úkraínu. 11. ágúst 2024 20:17 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Handtökuskipun gefin út vegna Nord Stream skemmdarverkanna Þjóðverjar hafa gefið út handtökuskipun innan evrópska efnahagssvæðisins á hendur úkraínskum köfunarkennara sem er sakaður um að hafa verið hluti af teymi sem sprengdi upp Nord Stream gasleiðsluna á sínum tíma. 14. ágúst 2024 07:56
Pútín hótar hefndum fyrir innrásina í Kúrsk Úkraínumenn eiga von á „verðugum viðbrögðum“ frá Rússlandi vegna innrásar þeirra inn í Kúrsk-hérað, að sögn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Fleiri en hundrað þúsund manns hafa flúið heimili sín í þessari stærstu innrás í Rússland frá lokum seinna stríðs. 12. ágúst 2024 14:36
Úkraínumenn vilji valda upplausn Úkraínuforseti vill með skyndisókn Úkraínuhers innan landamæra Rússlands knýja fram réttlæti og beita Rússa þrýstingi. Aðgerðirnar ná nú þrjátíu kílómetra inn fyrir landamæri Rússa. Úkraínumenn eru sagðir vilja valda Rússum sem mestum skaða og veikja getu þeirra til árása í Úkraínu. 11. ágúst 2024 20:17