„Hélt ég væri að fara að drepast. Þú heyrir i sprengjunni koma“ Lovísa Arnardóttir skrifar 14. ágúst 2024 08:22 Óskar Hallgrímsson hefur venjulega rætt við fjölmiðlafólk með aðstoð fjarfundabúnaðar en í morgun mætti hann í Bylgjuhljóðverið. Bylgjan Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og fjölmiðlamaður hefur verið búsettur í Úkraínu um árabil. Hann segir ljóst að hermenn úkraínska hersins séu ekki að fara frá Kúrsk-héraði í Rússlandi. Þeir séu með þúsund ferkílómetra undir sinni stjórn og á því svæði séu þeir að grafa sig niður, að mynda birgðalínu og ætli sér að halda áfram. Óskar ræddi áhrif og merkingu innrásarinnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Stríð er flókið fyrirbæri og marglaga,“ segir óskar og að þetta sé bæði mikilvægt og á sama tíma ekki hægt að kjarna á einfaldan hátt þýðingu þess að Úkraínumenn séu komnir þarna inn. Þetta sé líklega stærsti sigur þeirra í þessu stríði frá því í nóvember árið 2022 þegar þeir tóku yfir borgina Kherson í Kherson-héraði. „Þeir eru búnir að taka tvö þúsund rússneska stríðsfanga,“ segir Óskar og að það sé mikilvægt því það séu enn margir úkraínskir hermenn í haldi rússneska hersins. Sem dæmi séu enn margir hermenn í haldi frá því í baráttu í Maríupól 2022. „Það er lítill hluti af þeim kominn til baka og 95 prósent þeirra sem hafa komið til baka sýna merki um pyntingar, svelti og hræðilega meðferð í haldi Rússa,“ segir Óskar og að með því að taka stríðsfanga aukist líkurnar á því að þessi úkraínsku stríðsfangar geti komið heim. „En þetta setur allt á annan endann hjá Rússlandi, upp á ímynd og annað,“ segir hann. Þetta sé stórt svæði en kannski ekki stórt þegar litið er til heildarinnar. Rússneski hersins sé töluvert stærri og þessi innrás muni ekki skipta lykilmáli. Það sé erfitt að spá fyrir um framhaldið. Það viti enginn hvernig þetta endi. Hann segir að það næstmikilvægasta við þessa innrás sé að sýna að þó svo að Úkraínumenn hafi farið yfir þessa rauðu línu þá hafi Rússar ekki brugðist við með kjarnorkuárás eins og hann hafi oft hótað. Úkraínumenn hafi bæði farið yfir þessa rauðu línu og notað vestræn vopn, sem er eitthvað sem Rússum hugnist illa. Fólk brosi á ný Óskar segir þessa innrás vítamínsprautu líka fyrir Úkraínumenn. Fólk sé farið að brosa út á götum og hafi einhverja von. Það hafi verið hálfglatað síðasta árið þarna. Þrátt fyrir þessa innrás sé mikið eftir. Þeir muni halda áfram þarna. Óskar segir frá því að hann hafi verið í Kharkív um daginn. Þar hafi 500 kílóa sprengja sprungið um 250 metra frá honum. Það hafi verið afar sjokkerandi. „Ég hélt ég væri að fara að drepast. Þú heyrir i sprengjunni koma niður. Það er eins og þotuhljóði, ég var alveg viss um að hún væri á leið yfir mig,“ segir Óskar og að það hafi nokkrir látist í þeirri árás, þar á meðal börn. „Það eru daglegar árásir á þá borg,“ segir Óskar og að það sé mjög mikilvægt að stöðva það. Með innrás sinni geti Úkraínumenn komið sér fyrir þoturnar sem skjóta þar niður og það sé möguleiki að þeir geti það ef þeir haldi áfram lengra inn. Óskar býr í Úkraínu og segir nærri daglega frá sinni reynslu í stríðshrjáðu landi. Hægt er að fylgjast með honum á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Óskar Hallgrímsson (@skari) Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bítið Tengdar fréttir Handtökuskipun gefin út vegna Nord Stream skemmdarverkanna Þjóðverjar hafa gefið út handtökuskipun innan evrópska efnahagssvæðisins á hendur úkraínskum köfunarkennara sem er sakaður um að hafa verið hluti af teymi sem sprengdi upp Nord Stream gasleiðsluna á sínum tíma. 14. ágúst 2024 07:56 Pútín hótar hefndum fyrir innrásina í Kúrsk Úkraínumenn eiga von á „verðugum viðbrögðum“ frá Rússlandi vegna innrásar þeirra inn í Kúrsk-hérað, að sögn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Fleiri en hundrað þúsund manns hafa flúið heimili sín í þessari stærstu innrás í Rússland frá lokum seinna stríðs. 12. ágúst 2024 14:36 Úkraínumenn vilji valda upplausn Úkraínuforseti vill með skyndisókn Úkraínuhers innan landamæra Rússlands knýja fram réttlæti og beita Rússa þrýstingi. Aðgerðirnar ná nú þrjátíu kílómetra inn fyrir landamæri Rússa. Úkraínumenn eru sagðir vilja valda Rússum sem mestum skaða og veikja getu þeirra til árása í Úkraínu. 11. ágúst 2024 20:17 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Sjá meira
„Stríð er flókið fyrirbæri og marglaga,“ segir óskar og að þetta sé bæði mikilvægt og á sama tíma ekki hægt að kjarna á einfaldan hátt þýðingu þess að Úkraínumenn séu komnir þarna inn. Þetta sé líklega stærsti sigur þeirra í þessu stríði frá því í nóvember árið 2022 þegar þeir tóku yfir borgina Kherson í Kherson-héraði. „Þeir eru búnir að taka tvö þúsund rússneska stríðsfanga,“ segir Óskar og að það sé mikilvægt því það séu enn margir úkraínskir hermenn í haldi rússneska hersins. Sem dæmi séu enn margir hermenn í haldi frá því í baráttu í Maríupól 2022. „Það er lítill hluti af þeim kominn til baka og 95 prósent þeirra sem hafa komið til baka sýna merki um pyntingar, svelti og hræðilega meðferð í haldi Rússa,“ segir Óskar og að með því að taka stríðsfanga aukist líkurnar á því að þessi úkraínsku stríðsfangar geti komið heim. „En þetta setur allt á annan endann hjá Rússlandi, upp á ímynd og annað,“ segir hann. Þetta sé stórt svæði en kannski ekki stórt þegar litið er til heildarinnar. Rússneski hersins sé töluvert stærri og þessi innrás muni ekki skipta lykilmáli. Það sé erfitt að spá fyrir um framhaldið. Það viti enginn hvernig þetta endi. Hann segir að það næstmikilvægasta við þessa innrás sé að sýna að þó svo að Úkraínumenn hafi farið yfir þessa rauðu línu þá hafi Rússar ekki brugðist við með kjarnorkuárás eins og hann hafi oft hótað. Úkraínumenn hafi bæði farið yfir þessa rauðu línu og notað vestræn vopn, sem er eitthvað sem Rússum hugnist illa. Fólk brosi á ný Óskar segir þessa innrás vítamínsprautu líka fyrir Úkraínumenn. Fólk sé farið að brosa út á götum og hafi einhverja von. Það hafi verið hálfglatað síðasta árið þarna. Þrátt fyrir þessa innrás sé mikið eftir. Þeir muni halda áfram þarna. Óskar segir frá því að hann hafi verið í Kharkív um daginn. Þar hafi 500 kílóa sprengja sprungið um 250 metra frá honum. Það hafi verið afar sjokkerandi. „Ég hélt ég væri að fara að drepast. Þú heyrir i sprengjunni koma niður. Það er eins og þotuhljóði, ég var alveg viss um að hún væri á leið yfir mig,“ segir Óskar og að það hafi nokkrir látist í þeirri árás, þar á meðal börn. „Það eru daglegar árásir á þá borg,“ segir Óskar og að það sé mjög mikilvægt að stöðva það. Með innrás sinni geti Úkraínumenn komið sér fyrir þoturnar sem skjóta þar niður og það sé möguleiki að þeir geti það ef þeir haldi áfram lengra inn. Óskar býr í Úkraínu og segir nærri daglega frá sinni reynslu í stríðshrjáðu landi. Hægt er að fylgjast með honum á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Óskar Hallgrímsson (@skari)
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bítið Tengdar fréttir Handtökuskipun gefin út vegna Nord Stream skemmdarverkanna Þjóðverjar hafa gefið út handtökuskipun innan evrópska efnahagssvæðisins á hendur úkraínskum köfunarkennara sem er sakaður um að hafa verið hluti af teymi sem sprengdi upp Nord Stream gasleiðsluna á sínum tíma. 14. ágúst 2024 07:56 Pútín hótar hefndum fyrir innrásina í Kúrsk Úkraínumenn eiga von á „verðugum viðbrögðum“ frá Rússlandi vegna innrásar þeirra inn í Kúrsk-hérað, að sögn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Fleiri en hundrað þúsund manns hafa flúið heimili sín í þessari stærstu innrás í Rússland frá lokum seinna stríðs. 12. ágúst 2024 14:36 Úkraínumenn vilji valda upplausn Úkraínuforseti vill með skyndisókn Úkraínuhers innan landamæra Rússlands knýja fram réttlæti og beita Rússa þrýstingi. Aðgerðirnar ná nú þrjátíu kílómetra inn fyrir landamæri Rússa. Úkraínumenn eru sagðir vilja valda Rússum sem mestum skaða og veikja getu þeirra til árása í Úkraínu. 11. ágúst 2024 20:17 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Sjá meira
Handtökuskipun gefin út vegna Nord Stream skemmdarverkanna Þjóðverjar hafa gefið út handtökuskipun innan evrópska efnahagssvæðisins á hendur úkraínskum köfunarkennara sem er sakaður um að hafa verið hluti af teymi sem sprengdi upp Nord Stream gasleiðsluna á sínum tíma. 14. ágúst 2024 07:56
Pútín hótar hefndum fyrir innrásina í Kúrsk Úkraínumenn eiga von á „verðugum viðbrögðum“ frá Rússlandi vegna innrásar þeirra inn í Kúrsk-hérað, að sögn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Fleiri en hundrað þúsund manns hafa flúið heimili sín í þessari stærstu innrás í Rússland frá lokum seinna stríðs. 12. ágúst 2024 14:36
Úkraínumenn vilji valda upplausn Úkraínuforseti vill með skyndisókn Úkraínuhers innan landamæra Rússlands knýja fram réttlæti og beita Rússa þrýstingi. Aðgerðirnar ná nú þrjátíu kílómetra inn fyrir landamæri Rússa. Úkraínumenn eru sagðir vilja valda Rússum sem mestum skaða og veikja getu þeirra til árása í Úkraínu. 11. ágúst 2024 20:17