Innherji

Náð um tuttugu prósenta hlut­deild ör­fáum vikum eftir að salan hófst

Hörður Ægisson skrifar
Þrátt fyrir góðan gang í sölu á stærsta lyfi Alvotech á Bandaríkjamarkaði hefur hlutabréfaverð félagsins farið stöðugt lækkandi að undanförnu – og öll gengishækkun þessa árs þurrkast út.
Þrátt fyrir góðan gang í sölu á stærsta lyfi Alvotech á Bandaríkjamarkaði hefur hlutabréfaverð félagsins farið stöðugt lækkandi að undanförnu – og öll gengishækkun þessa árs þurrkast út.

Rétt ríflega einum mánuði eftir að dótturfélag heilbrigðistryggingarisans Cigna Group hóf sölu á hliðstæðulyfi Alvotech við Humira í Bandaríkjunum hefur það náð hátt í tuttugu prósenta markaðshlutdeild innan tryggingarkerfisins. Stjórnendur Cigna segjast gera ráð fyrir miklum vaxtarbroddi í sölu á líftæknilyfjahliðstæðum á næstu árum.


Tengdar fréttir

Al­vot­ech freistar þess að fá inn er­lenda fjár­festa með sölu­samningi við Jef­feries

Alvotech hefur gert samning við bandarískan fjárfestingabanka í tengslum við mögulega sölu á nýjum hlutabréfum í líftæknilyfjafélaginu fyrir allt að jafnvirði meira en tíu milljarða króna. Samkomulagið er liður í því að freista þess að fá stóra erlenda fjárfesta í hluthafahópinn en væntingar um myndarlega innkomu slíkra sjóða á kaupendahliðina eftir að Alvotech fékk samþykkt markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrr á árinu hafa ekki gengið eftir hingað til.

Al­vot­ech í mót­vindi þegar eftir­spurn inn­lendra fjár­festa mettaðist

Gæfan hefur snúist hratt gegn hlutabréfafjárfestum í Alvotech sem hafa séð bréfin lækka um þriðjung eftir að félagið náði hinum langþráða áfanga að fá markaðsleyfi í Bandaríkjunum. Enn er beðið eftir að fyrirtækið ljúki stórum sölusamningum vestanhafs og væntingar um innkomu nýrra erlendra fjárfesta á kaupendahliðina hafa ekki gengið eftir. Skarpt verðfall síðustu viðskiptadaga framkallaði veðköll á skuldsetta fjárfesta en á sama tíma og búið er að þurrka út stóran hluta af hækkun ársins hafa erlendir greinendur tekið vel í uppfærða afkomuáætlun Alvotech og hækkað verðmöt sín á félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×