Chelsea keypti Palmer frá Manchester City síðasta sumar á rúmar 40 milljónir sterlingspunda, rétt rúmlega sjö milljarða íslenskra króna. Þessi 22 ára gamli sóknarþenkjandi miðjumaður átti í kjölfarið ótrúlegt tímabil og var einn af fáum jákvæðum punktum á annars slöku tímabili Chelsea.
What a season for Cole Palmer 🥶
— Professional Footballers' Association (@PFA) August 13, 2024
The players have voted him in the Top Six for the PFA Young Player of the Year AND PFA Players’ Player of the Year 👏🏆 pic.twitter.com/AawAevmpAC
Alls spilaði hann 45 leiki fyrir félagið, skoraði 25 mörk og gaf 15 stoðsendingar. Til að þakka honum fyrir vel unnin störf ákvað Chelsea að bjóða leikmanninum tveggja ára framlengingu á samningi sínum sem gilti þó til ársins 2031.
Um var að ræða mikið bættan samning og því var Palmer ekki lengi að samþykkja, hann er nú samningsbundinn Chelsea til ársins 2033.
🏠🏟️ pic.twitter.com/DBCaO5iEyf
— Chelsea FC (@ChelseaFC) August 13, 2024
Chelsea hefur leik í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn kemur þegar Englandsmeistarar Man City mæta í heimsókn á Brúnna í Lundúnum. Það verður áhugavert að sjá hvort gott gengi Palmer haldi áfram og hvort hann stríði sínu fyrrum félagi.