Gústi B leitar sér að vinnu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. ágúst 2024 12:41 Gústi B lítur björtum augum til framtíðar. Vísir Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, samfélagsmiðlastjarna og útvarpsmaður með meiru leitar sér nú að nýrri vinnu eftir að útvarpsþáttur hans Veislan var tekin af dagskrá FM957. „Vantar nýja vinnu - who’s hiring?“ spyr Gústi á samfélagsmiðlinum Instagram. Greint var frá því síðastliðinn fimmtudag að þátturinn, sem hafði verið á dagskrá stöðvarinnar í á þriðja ár, hefði verið tekinn af dagskrá. Í samtali við Vísi segist Gústi hafa verið verktaki og því hafi verkefnum hans fyrir stöðina verið lokið þegar þátturinn rann sitt skeið á enda. Hann segist líta björtum augum til framtíðar, hafi ýmsar skemmtilegar hugmyndir sem hann vilji koma í framkvæmd. Bað vin sinn afsökunar Ekki hefur legið fyrir hvort ákvörðunin um að taka þáttinn úr loftinu hafi tengst ummælum sem tónlistarmaðurinn Patrik lét falla í þættinum í þarsíðustu viku, sem hann hefur síðar beðst afsökunar á. Þar var hlustandi að hringja inn og greiða atkvæði í keppni um þjóðhátíðarlag. Atkvæðið féll ekki Patrik í skaut sem spurði innhringjandann sem sagðist vera á leið á Þjóðhátíð: „Mætirðu með botnlaust tjald?“ Patrik baðst afsökunar á ummælunum í síðustu viku. Sagðist hann vilja biðja alla afsökunar á ruglinu í sér, ekki síst þolendur nauðgana. Þá bað hann Gústa einnig afsökunar. Patrik og Gústi eru ekki bara bestu vinir heldur miklir samstarfsmenn. Patrik, í búningi Prettyboitjokko, er einn vinsælasti tónlistarmaður landsins og mikið bókaður í veisluhöld. Þar er Gústi hans hægri hönd og plötusnúður. Þá eru kærustur þeirra þær Hafdís Sól og Friðþóra bestu vinkonur. Patrik minnir Gústa einmitt á í ummælum við færslu Gústa að hann sé nú ekki alfarið atvinnulaus. „Síðast þegar ég vissi varstu nú reyndar ennþá umboðsmaðurinn minn...“ Vísir og FM957 eru í eigu Sýnar. Samfélagsmiðlar Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fleiri fréttir Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Sjá meira
„Vantar nýja vinnu - who’s hiring?“ spyr Gústi á samfélagsmiðlinum Instagram. Greint var frá því síðastliðinn fimmtudag að þátturinn, sem hafði verið á dagskrá stöðvarinnar í á þriðja ár, hefði verið tekinn af dagskrá. Í samtali við Vísi segist Gústi hafa verið verktaki og því hafi verkefnum hans fyrir stöðina verið lokið þegar þátturinn rann sitt skeið á enda. Hann segist líta björtum augum til framtíðar, hafi ýmsar skemmtilegar hugmyndir sem hann vilji koma í framkvæmd. Bað vin sinn afsökunar Ekki hefur legið fyrir hvort ákvörðunin um að taka þáttinn úr loftinu hafi tengst ummælum sem tónlistarmaðurinn Patrik lét falla í þættinum í þarsíðustu viku, sem hann hefur síðar beðst afsökunar á. Þar var hlustandi að hringja inn og greiða atkvæði í keppni um þjóðhátíðarlag. Atkvæðið féll ekki Patrik í skaut sem spurði innhringjandann sem sagðist vera á leið á Þjóðhátíð: „Mætirðu með botnlaust tjald?“ Patrik baðst afsökunar á ummælunum í síðustu viku. Sagðist hann vilja biðja alla afsökunar á ruglinu í sér, ekki síst þolendur nauðgana. Þá bað hann Gústa einnig afsökunar. Patrik og Gústi eru ekki bara bestu vinir heldur miklir samstarfsmenn. Patrik, í búningi Prettyboitjokko, er einn vinsælasti tónlistarmaður landsins og mikið bókaður í veisluhöld. Þar er Gústi hans hægri hönd og plötusnúður. Þá eru kærustur þeirra þær Hafdís Sól og Friðþóra bestu vinkonur. Patrik minnir Gústa einmitt á í ummælum við færslu Gústa að hann sé nú ekki alfarið atvinnulaus. „Síðast þegar ég vissi varstu nú reyndar ennþá umboðsmaðurinn minn...“ Vísir og FM957 eru í eigu Sýnar.
Samfélagsmiðlar Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fleiri fréttir Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög