Anníe Mist: Íþróttin sem við elskum öll brást Lazar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2024 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir minntist Lazar Dukic sem drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna í ár. @anniethorisdottir Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir skrifaði minningarorð um Lazar Dukic. Hún hefur eins og fleiri í CrossFit heiminum, átt mjög erfitt með að meðtaka þennan hryllilega atburð þegar Dukic drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna á fimmtudaginn var. „Við erum öll í sárum,“ skrifaði Anníe Mist í upphafi pistilsins. Hún er ein af stóru röddunum í CrossFit fjölskyldunni og það biðu eflaust margir eftir viðbrögðum frá þessum sexföldum verðlaunahafa á heimsleikunum. Reynt að skrifa þetta í þrjá daga „Ég hef reynt að skrifa þennan pistil í þrjá daga og ég er að gera það miður mín. Það þarf að segja svo miklu meira. Margar hugsanir og tilfinningar eru til staðar en samt geta engin orð náð að fullu yfir það hvernig mér líður og hvað ég vil segja. Ég er harmi slegin, í sárum og reið,“ skrifaði Anníe. „Ég þekkti Lazar frá því þegar við kepptum bæði á undanúrslitamótum Evrópu. Orka hans og gleði var svo sannarlega smitandi. Hann átti eftir svo mikið af sínu lífi,“ skrifaði Anníe. „Ég hef brotnað niður mörgum sinum alla helgina vitandi það að hann verður aldrei með okkur aftur eða í örmum ástvina sinna,“ skrifaði Anníe. „Svo oft hef ég sjálf staðið á ráslínunni hrædd við það sem beið mín. Ég sagði sjálfri mér að allur sársaukinn sem ég myndi finna væri bara tímabundinn. Ég fann huggun í því að ef ég færi yfir mín mörk þá yrði alltaf einhver til að toga mig upp. Það var enginn til að toga Lazar upp,“ skrifaði Anníe. Mér þykir þetta svo leitt Lazar „Íþróttin sem við elskum öll brást Lazar og fjölskyldu hans. Mér þykir þetta svo leitt Lazar,“ skrifaði Anníe. „Ég bið fyrir fjölskyldu hans og vinum á þessum óhugsandi tímamótum,“ skrifaði Anníe eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira
„Við erum öll í sárum,“ skrifaði Anníe Mist í upphafi pistilsins. Hún er ein af stóru röddunum í CrossFit fjölskyldunni og það biðu eflaust margir eftir viðbrögðum frá þessum sexföldum verðlaunahafa á heimsleikunum. Reynt að skrifa þetta í þrjá daga „Ég hef reynt að skrifa þennan pistil í þrjá daga og ég er að gera það miður mín. Það þarf að segja svo miklu meira. Margar hugsanir og tilfinningar eru til staðar en samt geta engin orð náð að fullu yfir það hvernig mér líður og hvað ég vil segja. Ég er harmi slegin, í sárum og reið,“ skrifaði Anníe. „Ég þekkti Lazar frá því þegar við kepptum bæði á undanúrslitamótum Evrópu. Orka hans og gleði var svo sannarlega smitandi. Hann átti eftir svo mikið af sínu lífi,“ skrifaði Anníe. „Ég hef brotnað niður mörgum sinum alla helgina vitandi það að hann verður aldrei með okkur aftur eða í örmum ástvina sinna,“ skrifaði Anníe. „Svo oft hef ég sjálf staðið á ráslínunni hrædd við það sem beið mín. Ég sagði sjálfri mér að allur sársaukinn sem ég myndi finna væri bara tímabundinn. Ég fann huggun í því að ef ég færi yfir mín mörk þá yrði alltaf einhver til að toga mig upp. Það var enginn til að toga Lazar upp,“ skrifaði Anníe. Mér þykir þetta svo leitt Lazar „Íþróttin sem við elskum öll brást Lazar og fjölskyldu hans. Mér þykir þetta svo leitt Lazar,“ skrifaði Anníe. „Ég bið fyrir fjölskyldu hans og vinum á þessum óhugsandi tímamótum,“ skrifaði Anníe eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira