Enski boltinn

Brent­ford fær Car­val­ho frá Liverpool: „Bætir þessu extra við leik­manna­hópinn“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mættur til Brentford.
Mættur til Brentford. Andrew Powell/Getty Images

Fabio Carvalho hefur verið tilkynntur sem nýr leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Brentford. Þessi 21 árs gamli sóknarþenkjandi miðjumaður kemur frá Liverpool og kostar Brentford 27,5 milljónir sterlingspunda eða nærri fimm milljarða íslenskra króna.

Carvalho var eftirsóttur í sumar en nýliðar Southampton og Leicester City vildu einnig fá kappann í sínar raðir. Á endanum var það Brentford sem hreppti hnossið. Thomas Frank, þjálfari Brentford, er ánægður með nýjustu viðbótina.

„Fabio er leikmaður með mikil gæða og getur spilað í fremstu 3-4 stöðunum, bæði í 3-4-3 og 4-2-3-1 leikkerfum. Hans besta staða er líklega í tíunni eða koma inn af vinstri vængnum.“

„Sóknarlega er hann mjög góður á boltanum, getur farið framhjá mönnum eða rennt boltanum í gegnum varnir andstæðinganna. Hann getur skapað færi og klárað þau sjálfur. Hann bætir þessu extra við leikmannahópinn.“

„Hæfileikar og skapgerð tikka einnig í þau box sem við erum að leita að. Við erum því mjög ánægður með að fá hann í okkar raðir.“

Carvalho skrifar undir fimm ára samning með möguleika á árs framlengingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×