Daley hættur að dýfa sér í sundlaugar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. ágúst 2024 21:30 Hefur lagt sundskýluna á hilluna, allavega þegar kemur að keppni í dýfingum. Mike Egerton/Getty Images Eftir sína fimmtu Ólympíuleika, þar sem hann nældi sér í silfur, hefur Tom Daley ákveðið að hætta að stinga sér til sunds. Frá þessu er greint á vef Sky Sports. Hinn þrítugi Daley hafði lagt dýfingar í sundlaug á hilluna eftir Ólympíuleikana í Tókýó, þar sem hann vann til gullverðlauna, en sneri aftur eftir tveggja ára hlé í aðdraganda leikanna sem hafa farið fram í París undanfarnar vikur. Þar nældi hann í silfurverðlaun ásamt liðsfélaga sínum Noah Williams í samhæfðum dýfingum karla. Lance Black, eiginmaður Daley, og synir hans tveir voru meðal áhorfenda þegar kappinn vann til silfurverðlauna þann 29. júlí síðastliðinn. Segir hann það vera helstu ástæðuna fyrir endurkomu sinni. „Þetta er allt heldur súrrealískt,“ sagði Daley í viðtali við eftir að leikunum var lokið. „Ég var svo ótrúlega stressaður vitandi að þetta væru mínir síðustu Ólympíuleikar. Það var mikil pressa og háar væntingar. Ég var spenntur fyrir endinum en þegar ég gekk út og sá eiginmann, börn, vini og fjölskyldu þá mundi ég af hverju ég geri þetta.“ „Sama hvað hefði gerst í keppninni sjálfri þá hefði ég alltaf farið heim glaður,“ sagði Daley að endingu. This is an emotional watch! Tom Daley spoke to the BBC moments after announcing he will retire from diving. #BBCOlympics #Olympics #Paris2024 pic.twitter.com/hZfHABBpN0— BBC Sport (@BBCSport) August 12, 2024 Daley, sem keppti fyrst á Ólympíuleikunum í Peking 2008 aðeins 14 ára gamall, endar ferilinn með fimm Ólympíuverðlaun. Hann vann til bronsverðlauna í London 2012 og Ríó 2016 sem og í einstaklingskeppni í Tókýó ásamt gullinu sem hann vann í samhæfðum stökkvum. Sund Ólympíuleikar Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Fleiri fréttir Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Sjá meira
Hinn þrítugi Daley hafði lagt dýfingar í sundlaug á hilluna eftir Ólympíuleikana í Tókýó, þar sem hann vann til gullverðlauna, en sneri aftur eftir tveggja ára hlé í aðdraganda leikanna sem hafa farið fram í París undanfarnar vikur. Þar nældi hann í silfurverðlaun ásamt liðsfélaga sínum Noah Williams í samhæfðum dýfingum karla. Lance Black, eiginmaður Daley, og synir hans tveir voru meðal áhorfenda þegar kappinn vann til silfurverðlauna þann 29. júlí síðastliðinn. Segir hann það vera helstu ástæðuna fyrir endurkomu sinni. „Þetta er allt heldur súrrealískt,“ sagði Daley í viðtali við eftir að leikunum var lokið. „Ég var svo ótrúlega stressaður vitandi að þetta væru mínir síðustu Ólympíuleikar. Það var mikil pressa og háar væntingar. Ég var spenntur fyrir endinum en þegar ég gekk út og sá eiginmann, börn, vini og fjölskyldu þá mundi ég af hverju ég geri þetta.“ „Sama hvað hefði gerst í keppninni sjálfri þá hefði ég alltaf farið heim glaður,“ sagði Daley að endingu. This is an emotional watch! Tom Daley spoke to the BBC moments after announcing he will retire from diving. #BBCOlympics #Olympics #Paris2024 pic.twitter.com/hZfHABBpN0— BBC Sport (@BBCSport) August 12, 2024 Daley, sem keppti fyrst á Ólympíuleikunum í Peking 2008 aðeins 14 ára gamall, endar ferilinn með fimm Ólympíuverðlaun. Hann vann til bronsverðlauna í London 2012 og Ríó 2016 sem og í einstaklingskeppni í Tókýó ásamt gullinu sem hann vann í samhæfðum stökkvum.
Sund Ólympíuleikar Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Fleiri fréttir Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Sjá meira