„Fullorðna fólk, grow up!“ Jón Ísak Ragnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 11. ágúst 2024 10:24 Páll Óskar og Antonio giftu sig í mars síðastliðnum. Vísir/Viktor Freyr Páll Óskar segir að á meðan fólk er ennþá að kasta pílum í það hvernig fólk lítur út, hvað það gerir eða hvernig það lifir lífinu sínu, séum við ekki frjáls, og Gleðigangan haldi áfram. Fólk sem dreifi óhróðri og óábyrgum upplýsingum á netinu þurfi að þroskast. Páll Óskar hélt uppi stuðinu venju samkvæmt á Pride balli í gærkvöldi, en hann var að undirbúa ballið þegar fréttamaður náði af honum tali. Hann segir að það sé alltaf mikil keyrsla í þessari viku hjá honum. „Við ákváðum að gera brúðartertu núna sem lokatrukkinn hjá mér af því að ég er nýgiftur manni sem heitir Antonio og hann kom hingað til Íslands sem flóttamaður frá Venesúela. Þannig að langflestir sem voru brúðkaupsgestir upp á vagninum voru samlandar hans sem eru að fóta sig hérna á Íslandi frá Venesúela, og eru að koma inn í og mæta mjög krefjandi aðstæðum,“ segir Páll. Hann hafi langað að gera brúðartertu vegna þess að hún er minni um vísinn að fyrstu réttindunum sem þau fengu á sínum tíma 1996, þegar hommar og lesbíur fengu að ganga í staðfesta samvist. „Þetta voru fyrstu merkin um að við værum ekki annars flokks þegnar. Þannig að brúðartertan þýðir ýmislegt fyrir mjög marga,“ segir Páll. Réttindabaráttan samtvinnuð Páll Óskar segir að réttindabarátta ýmissa hópa sé samtvinnuð. „Ef einhver hópur er tekin, hvort sem það er transfólk, intersex fólk, flóttamenn eða fólkið í Palestínu, og einhverjum lygum og óhróðri dreift um þetta fólk, þá kemur það okkur við af því það kemur niður á okkur líka.“ Hann segir hnefaleikakappann á Ólympíuleikunum mjög gott dæmi. Allt í einu hafi verið fullorðið fólk á netinu verið að spyrja spurninga eins og : „Ertu karl eða kona?“ „Þriggja til fjögurra ára gömul börn hafa spurt mig að sömu spurningu síðan 1991, ertu strákur eða stelpa? Fullorðna fólk, grow up! Þið eruð betur lesin en þetta!“ segir Páll. Brúðkaupstertan var glæsileg.Vísir/Viktor Freyr Hann kveðst ekki hafa hugmynd um það hvort boxarinn sé trans eða ekki, hvort hún sé gagnkynhneigð eða ekki, „en í guðanna bænum, gefið fólki frelsi til að vera það sjálft.“ Þurfum að læra lifa með samfélagsmiðlunum Páll segir að á samfélagsmiðlum sé ákveðið bakslag í baráttu hinseginfólks. „Já á internetinu, fólk sem er ekki nógu vel lesið.“ Það fólk gleypi við allskonar óhróðri, óábyrgum upplýsingum sem komi frá óábyrgu fólki. „Það er bara nýtt. Samfélagsmiðlar eru ný breyta, ný stærð sem við þurfum að lifa með,“ segir Páll. Hann segir að fólk geti tekið þátt í baráttunni með því að leiðrétta svona lygar, sögusagnir, gróusögur og mýtur. „Ég allavegana reyni að vera á vaktinni.“ Hinsegin Gleðigangan Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira
Páll Óskar hélt uppi stuðinu venju samkvæmt á Pride balli í gærkvöldi, en hann var að undirbúa ballið þegar fréttamaður náði af honum tali. Hann segir að það sé alltaf mikil keyrsla í þessari viku hjá honum. „Við ákváðum að gera brúðartertu núna sem lokatrukkinn hjá mér af því að ég er nýgiftur manni sem heitir Antonio og hann kom hingað til Íslands sem flóttamaður frá Venesúela. Þannig að langflestir sem voru brúðkaupsgestir upp á vagninum voru samlandar hans sem eru að fóta sig hérna á Íslandi frá Venesúela, og eru að koma inn í og mæta mjög krefjandi aðstæðum,“ segir Páll. Hann hafi langað að gera brúðartertu vegna þess að hún er minni um vísinn að fyrstu réttindunum sem þau fengu á sínum tíma 1996, þegar hommar og lesbíur fengu að ganga í staðfesta samvist. „Þetta voru fyrstu merkin um að við værum ekki annars flokks þegnar. Þannig að brúðartertan þýðir ýmislegt fyrir mjög marga,“ segir Páll. Réttindabaráttan samtvinnuð Páll Óskar segir að réttindabarátta ýmissa hópa sé samtvinnuð. „Ef einhver hópur er tekin, hvort sem það er transfólk, intersex fólk, flóttamenn eða fólkið í Palestínu, og einhverjum lygum og óhróðri dreift um þetta fólk, þá kemur það okkur við af því það kemur niður á okkur líka.“ Hann segir hnefaleikakappann á Ólympíuleikunum mjög gott dæmi. Allt í einu hafi verið fullorðið fólk á netinu verið að spyrja spurninga eins og : „Ertu karl eða kona?“ „Þriggja til fjögurra ára gömul börn hafa spurt mig að sömu spurningu síðan 1991, ertu strákur eða stelpa? Fullorðna fólk, grow up! Þið eruð betur lesin en þetta!“ segir Páll. Brúðkaupstertan var glæsileg.Vísir/Viktor Freyr Hann kveðst ekki hafa hugmynd um það hvort boxarinn sé trans eða ekki, hvort hún sé gagnkynhneigð eða ekki, „en í guðanna bænum, gefið fólki frelsi til að vera það sjálft.“ Þurfum að læra lifa með samfélagsmiðlunum Páll segir að á samfélagsmiðlum sé ákveðið bakslag í baráttu hinseginfólks. „Já á internetinu, fólk sem er ekki nógu vel lesið.“ Það fólk gleypi við allskonar óhróðri, óábyrgum upplýsingum sem komi frá óábyrgu fólki. „Það er bara nýtt. Samfélagsmiðlar eru ný breyta, ný stærð sem við þurfum að lifa með,“ segir Páll. Hann segir að fólk geti tekið þátt í baráttunni með því að leiðrétta svona lygar, sögusagnir, gróusögur og mýtur. „Ég allavegana reyni að vera á vaktinni.“
Hinsegin Gleðigangan Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira