Ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. ágúst 2024 20:12 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Einar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að frí námsgögn og skólamáltíðir sé eitthvað sem ætti að mega ræða án þess að fara í upphrópanir. Það sé ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra. Áslaug birti grein í Morgunblaðinu í morgun þar sem hún gerði gjaldfrjáls námsgögn og máltíðir í grunnskólum landsins að umræðuefni, og velti því fyrir sér hvort þetta væri skynsamleg nálgun. Þar sagði hún að fæstir foreldrar þyrftu á ókeypis skólagögnum eða skólamáltíðum að halda. Skólarnir safni of miklu magni af ónotuðum námsgögnum, og það hefði í för með sér kostnað og sóun. Þá spyr hún hvort það hafi verið skynsamlegt að gera skólamáltíðirnar gjaldfrjálsar, óháð efnahag fjölskyldna barnanna. Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands, og Vilhjálmur Birgisson, svöruðu Áslaugu í viðtali við RÚV í dag. Þar sagðist Þorsteinn ekki kannast við að námsgögnum væri sóað í skólum á Íslandi, og Vilhjálmur sagði alveg ljóst að launafólk kynni að meta þá kjarabót sem fælist í fríum skólamáltíðum. Er að benda á hugmyndafræðina um meðferð á fé Áslaug segir að hún hafi verið að benda á hugmyndafræðina á bak við það hvernig við förum með fé, og hvernig best sé að tryggja sem bestan árangur fyrir nemendur í menntakerfinu. „Já fyrst má nefna viðbrögðin sem kannski snúa að því að enginn kannist við það að farið sé illa með námsgögn að neinu leyti, þá er auðvitað mjög hratt verið að gera lítið úr orðum allra þeirra sem ég hef rætt við í íslensku skólakerfi,“ segir Áslaug, sem var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag. Ekki að tala fyrir öðru en jöfnum tækifærum nemenda í menntakerfinu „Það þarf að ítreka það að það er enginn að tala fyrir öðru en að tryggja jöfn tækifæri nemenda í menntakerfinu,“ segir Áslaug. Hún segir að hún hafi tekið ákvarðanir í sínu ráðuneyti sem tryggi jöfn tækifæri, til dæmis með niðurfellingu skólagjalda í einkareknum háskólum. „Formaðurinn fer hratt út í það að það vanti fjölbreyttari námsgögn, það er einfaldlega önnur umræða. Hér er verið að ræða um stílabækur, skriffæri og annað sem var tekin ákvörðun um að breyta og yrði gjaldfrjáls,“ segir Áslaug. Hafnarfjörður sé að draga úr þessu vegna sóunar, og það hljóti að mega taka mark á því, sem og ummælum ýmissa kennara, sem Áslaug segist hafa rætt við að undanförnu. Fjármunum varið til efnameiri foreldra „Hérna erum við ekki kannski að deila um það hvort við ætlum að tryggja jöfn tækifæri, heldur eingöngu um það hvernig við ætlum að ná því markmiði,“ segir Áslaug. Að verja fjármunum til efnameiri foreldra að þessu leyti, finnst henni ekki góð forgangsröðun. „Það að við séum að nýta meira af námsgögnum, ekki að fara jafnvel með þau, ýta undir virðingarleysi og annað er eitthvað sem við verðum að huga að og mega ræða án þess að við förum í upphrópanir um það hver meiningin sé á bak við það,“ segir hún. Eiga öll börn að fá frían regngalla? Áslaug segir að hugmyndafræðin á bak við þetta sé umhugsunarefni. „Ef það kæmu hér tillögur um það að það fengju öll börn frían regngalla, hver er þá umræðan?“ spyr Áslaug, og segir að það væri sama umræða um jöfn tækifæri og svoleiðis sem kæmi upp þá. Hún vilji frekar lækka skatta á fólk, fara betur með opinbert fé og beina þeim fjármunum til þeirra barna sem á því þurfi að halda. „Ég held að við styðjum best við barnafólk með því að bjóða í alvörunni upp á leikskólapláss þegar fæðingarorlofi lýkur, sem og að lækka skatta svo fólk hafi meira milli handanna,“ segir hún að lokum. Skóla- og menntamál Reykjavík síðdegis Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Áslaug birti grein í Morgunblaðinu í morgun þar sem hún gerði gjaldfrjáls námsgögn og máltíðir í grunnskólum landsins að umræðuefni, og velti því fyrir sér hvort þetta væri skynsamleg nálgun. Þar sagði hún að fæstir foreldrar þyrftu á ókeypis skólagögnum eða skólamáltíðum að halda. Skólarnir safni of miklu magni af ónotuðum námsgögnum, og það hefði í för með sér kostnað og sóun. Þá spyr hún hvort það hafi verið skynsamlegt að gera skólamáltíðirnar gjaldfrjálsar, óháð efnahag fjölskyldna barnanna. Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands, og Vilhjálmur Birgisson, svöruðu Áslaugu í viðtali við RÚV í dag. Þar sagðist Þorsteinn ekki kannast við að námsgögnum væri sóað í skólum á Íslandi, og Vilhjálmur sagði alveg ljóst að launafólk kynni að meta þá kjarabót sem fælist í fríum skólamáltíðum. Er að benda á hugmyndafræðina um meðferð á fé Áslaug segir að hún hafi verið að benda á hugmyndafræðina á bak við það hvernig við förum með fé, og hvernig best sé að tryggja sem bestan árangur fyrir nemendur í menntakerfinu. „Já fyrst má nefna viðbrögðin sem kannski snúa að því að enginn kannist við það að farið sé illa með námsgögn að neinu leyti, þá er auðvitað mjög hratt verið að gera lítið úr orðum allra þeirra sem ég hef rætt við í íslensku skólakerfi,“ segir Áslaug, sem var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag. Ekki að tala fyrir öðru en jöfnum tækifærum nemenda í menntakerfinu „Það þarf að ítreka það að það er enginn að tala fyrir öðru en að tryggja jöfn tækifæri nemenda í menntakerfinu,“ segir Áslaug. Hún segir að hún hafi tekið ákvarðanir í sínu ráðuneyti sem tryggi jöfn tækifæri, til dæmis með niðurfellingu skólagjalda í einkareknum háskólum. „Formaðurinn fer hratt út í það að það vanti fjölbreyttari námsgögn, það er einfaldlega önnur umræða. Hér er verið að ræða um stílabækur, skriffæri og annað sem var tekin ákvörðun um að breyta og yrði gjaldfrjáls,“ segir Áslaug. Hafnarfjörður sé að draga úr þessu vegna sóunar, og það hljóti að mega taka mark á því, sem og ummælum ýmissa kennara, sem Áslaug segist hafa rætt við að undanförnu. Fjármunum varið til efnameiri foreldra „Hérna erum við ekki kannski að deila um það hvort við ætlum að tryggja jöfn tækifæri, heldur eingöngu um það hvernig við ætlum að ná því markmiði,“ segir Áslaug. Að verja fjármunum til efnameiri foreldra að þessu leyti, finnst henni ekki góð forgangsröðun. „Það að við séum að nýta meira af námsgögnum, ekki að fara jafnvel með þau, ýta undir virðingarleysi og annað er eitthvað sem við verðum að huga að og mega ræða án þess að við förum í upphrópanir um það hver meiningin sé á bak við það,“ segir hún. Eiga öll börn að fá frían regngalla? Áslaug segir að hugmyndafræðin á bak við þetta sé umhugsunarefni. „Ef það kæmu hér tillögur um það að það fengju öll börn frían regngalla, hver er þá umræðan?“ spyr Áslaug, og segir að það væri sama umræða um jöfn tækifæri og svoleiðis sem kæmi upp þá. Hún vilji frekar lækka skatta á fólk, fara betur með opinbert fé og beina þeim fjármunum til þeirra barna sem á því þurfi að halda. „Ég held að við styðjum best við barnafólk með því að bjóða í alvörunni upp á leikskólapláss þegar fæðingarorlofi lýkur, sem og að lækka skatta svo fólk hafi meira milli handanna,“ segir hún að lokum.
Skóla- og menntamál Reykjavík síðdegis Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira