Ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. ágúst 2024 20:12 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Einar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að frí námsgögn og skólamáltíðir sé eitthvað sem ætti að mega ræða án þess að fara í upphrópanir. Það sé ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra. Áslaug birti grein í Morgunblaðinu í morgun þar sem hún gerði gjaldfrjáls námsgögn og máltíðir í grunnskólum landsins að umræðuefni, og velti því fyrir sér hvort þetta væri skynsamleg nálgun. Þar sagði hún að fæstir foreldrar þyrftu á ókeypis skólagögnum eða skólamáltíðum að halda. Skólarnir safni of miklu magni af ónotuðum námsgögnum, og það hefði í för með sér kostnað og sóun. Þá spyr hún hvort það hafi verið skynsamlegt að gera skólamáltíðirnar gjaldfrjálsar, óháð efnahag fjölskyldna barnanna. Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands, og Vilhjálmur Birgisson, svöruðu Áslaugu í viðtali við RÚV í dag. Þar sagðist Þorsteinn ekki kannast við að námsgögnum væri sóað í skólum á Íslandi, og Vilhjálmur sagði alveg ljóst að launafólk kynni að meta þá kjarabót sem fælist í fríum skólamáltíðum. Er að benda á hugmyndafræðina um meðferð á fé Áslaug segir að hún hafi verið að benda á hugmyndafræðina á bak við það hvernig við förum með fé, og hvernig best sé að tryggja sem bestan árangur fyrir nemendur í menntakerfinu. „Já fyrst má nefna viðbrögðin sem kannski snúa að því að enginn kannist við það að farið sé illa með námsgögn að neinu leyti, þá er auðvitað mjög hratt verið að gera lítið úr orðum allra þeirra sem ég hef rætt við í íslensku skólakerfi,“ segir Áslaug, sem var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag. Ekki að tala fyrir öðru en jöfnum tækifærum nemenda í menntakerfinu „Það þarf að ítreka það að það er enginn að tala fyrir öðru en að tryggja jöfn tækifæri nemenda í menntakerfinu,“ segir Áslaug. Hún segir að hún hafi tekið ákvarðanir í sínu ráðuneyti sem tryggi jöfn tækifæri, til dæmis með niðurfellingu skólagjalda í einkareknum háskólum. „Formaðurinn fer hratt út í það að það vanti fjölbreyttari námsgögn, það er einfaldlega önnur umræða. Hér er verið að ræða um stílabækur, skriffæri og annað sem var tekin ákvörðun um að breyta og yrði gjaldfrjáls,“ segir Áslaug. Hafnarfjörður sé að draga úr þessu vegna sóunar, og það hljóti að mega taka mark á því, sem og ummælum ýmissa kennara, sem Áslaug segist hafa rætt við að undanförnu. Fjármunum varið til efnameiri foreldra „Hérna erum við ekki kannski að deila um það hvort við ætlum að tryggja jöfn tækifæri, heldur eingöngu um það hvernig við ætlum að ná því markmiði,“ segir Áslaug. Að verja fjármunum til efnameiri foreldra að þessu leyti, finnst henni ekki góð forgangsröðun. „Það að við séum að nýta meira af námsgögnum, ekki að fara jafnvel með þau, ýta undir virðingarleysi og annað er eitthvað sem við verðum að huga að og mega ræða án þess að við förum í upphrópanir um það hver meiningin sé á bak við það,“ segir hún. Eiga öll börn að fá frían regngalla? Áslaug segir að hugmyndafræðin á bak við þetta sé umhugsunarefni. „Ef það kæmu hér tillögur um það að það fengju öll börn frían regngalla, hver er þá umræðan?“ spyr Áslaug, og segir að það væri sama umræða um jöfn tækifæri og svoleiðis sem kæmi upp þá. Hún vilji frekar lækka skatta á fólk, fara betur með opinbert fé og beina þeim fjármunum til þeirra barna sem á því þurfi að halda. „Ég held að við styðjum best við barnafólk með því að bjóða í alvörunni upp á leikskólapláss þegar fæðingarorlofi lýkur, sem og að lækka skatta svo fólk hafi meira milli handanna,“ segir hún að lokum. Skóla- og menntamál Reykjavík síðdegis Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Sjá meira
Áslaug birti grein í Morgunblaðinu í morgun þar sem hún gerði gjaldfrjáls námsgögn og máltíðir í grunnskólum landsins að umræðuefni, og velti því fyrir sér hvort þetta væri skynsamleg nálgun. Þar sagði hún að fæstir foreldrar þyrftu á ókeypis skólagögnum eða skólamáltíðum að halda. Skólarnir safni of miklu magni af ónotuðum námsgögnum, og það hefði í för með sér kostnað og sóun. Þá spyr hún hvort það hafi verið skynsamlegt að gera skólamáltíðirnar gjaldfrjálsar, óháð efnahag fjölskyldna barnanna. Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands, og Vilhjálmur Birgisson, svöruðu Áslaugu í viðtali við RÚV í dag. Þar sagðist Þorsteinn ekki kannast við að námsgögnum væri sóað í skólum á Íslandi, og Vilhjálmur sagði alveg ljóst að launafólk kynni að meta þá kjarabót sem fælist í fríum skólamáltíðum. Er að benda á hugmyndafræðina um meðferð á fé Áslaug segir að hún hafi verið að benda á hugmyndafræðina á bak við það hvernig við förum með fé, og hvernig best sé að tryggja sem bestan árangur fyrir nemendur í menntakerfinu. „Já fyrst má nefna viðbrögðin sem kannski snúa að því að enginn kannist við það að farið sé illa með námsgögn að neinu leyti, þá er auðvitað mjög hratt verið að gera lítið úr orðum allra þeirra sem ég hef rætt við í íslensku skólakerfi,“ segir Áslaug, sem var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag. Ekki að tala fyrir öðru en jöfnum tækifærum nemenda í menntakerfinu „Það þarf að ítreka það að það er enginn að tala fyrir öðru en að tryggja jöfn tækifæri nemenda í menntakerfinu,“ segir Áslaug. Hún segir að hún hafi tekið ákvarðanir í sínu ráðuneyti sem tryggi jöfn tækifæri, til dæmis með niðurfellingu skólagjalda í einkareknum háskólum. „Formaðurinn fer hratt út í það að það vanti fjölbreyttari námsgögn, það er einfaldlega önnur umræða. Hér er verið að ræða um stílabækur, skriffæri og annað sem var tekin ákvörðun um að breyta og yrði gjaldfrjáls,“ segir Áslaug. Hafnarfjörður sé að draga úr þessu vegna sóunar, og það hljóti að mega taka mark á því, sem og ummælum ýmissa kennara, sem Áslaug segist hafa rætt við að undanförnu. Fjármunum varið til efnameiri foreldra „Hérna erum við ekki kannski að deila um það hvort við ætlum að tryggja jöfn tækifæri, heldur eingöngu um það hvernig við ætlum að ná því markmiði,“ segir Áslaug. Að verja fjármunum til efnameiri foreldra að þessu leyti, finnst henni ekki góð forgangsröðun. „Það að við séum að nýta meira af námsgögnum, ekki að fara jafnvel með þau, ýta undir virðingarleysi og annað er eitthvað sem við verðum að huga að og mega ræða án þess að við förum í upphrópanir um það hver meiningin sé á bak við það,“ segir hún. Eiga öll börn að fá frían regngalla? Áslaug segir að hugmyndafræðin á bak við þetta sé umhugsunarefni. „Ef það kæmu hér tillögur um það að það fengju öll börn frían regngalla, hver er þá umræðan?“ spyr Áslaug, og segir að það væri sama umræða um jöfn tækifæri og svoleiðis sem kæmi upp þá. Hún vilji frekar lækka skatta á fólk, fara betur með opinbert fé og beina þeim fjármunum til þeirra barna sem á því þurfi að halda. „Ég held að við styðjum best við barnafólk með því að bjóða í alvörunni upp á leikskólapláss þegar fæðingarorlofi lýkur, sem og að lækka skatta svo fólk hafi meira milli handanna,“ segir hún að lokum.
Skóla- og menntamál Reykjavík síðdegis Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Sjá meira