Sparkaði í meðvitundarlausan mann og skar annan í andlitið Jón Þór Stefánsson skrifar 9. ágúst 2024 13:23 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu. Vísir/Vilhelm Karlmaður um tvítugt hefur hlotið tíu mánaða fangelsisdóm, þar sem sjö mánuðir og tíu dagar munu verða skilorðsbundnir til þriggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tvær líkamsárásir og nokkur minni háttar fíkniefnalagabrot. Líkamsárásirnar sem maðurinn var ákærður fyrir áttu sér stað í apríl og maí á þessu ári. Annars vegar var honum gefið að sök að hafa ásamt öðrum einstaklingi ráðist á annan mann fyrir utan veitingastað á ótilgreindum stað í apríl. Hann er sagður hafa sparkað í höfuð mannsins sem hafi legið meðvitundarlaus og bjarglaus í jörðinni. Fyrir vikið hafi sá sem varð fyrir árásinni hlotið áverka á höfði. Hins vegar var maðurinn ákærður fyrir að veitast að öðrum manni með hnífi fyrir utan skemmtistað, líka á ótilgreindum stað, og skera hann í andlit. Sá sem varð fyrir árásinni hlaut samkvæmt ákæru rispu yfir hægra kinnbeini. Einnig var maðurinn ákærður fyrir sex fíkniefnabrot. En í þeim gerði lögreglan upptæk samtals tæp ellefu grömm af kókaíni, fjögur grömm af MDMA, hálft gramm af hassi og rúmt gramm af marijúana. Jafnframt var maðurinn ákærður fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa í vörslum sínum piparúða. Tilefnislausar árásir Maðurinn játaði sök og taldi dómurinn sannað að hann hefði framið umrædd brot. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að árásirnar tvær hefðu verið grófar, hættulegar og tilefnislausar. Að mati dómsins verður að telja mikil mildi að afleiðingar árásanna hafi ekki orðið enn alvarlegri en þær urðu. Þá hafi vilji árásarmannsins verið sterkur og einbeittur. Við ákvörðun refsingar á hendur manninum var litið til aldurs árásarmannsins, sem er eins og áður segir um tvítugt. Líkt og áður segir hlaut hann tíu mánaða fangelsisdóm þar sem sjö mánuðir og tíu dagar eru skilorðsbundnir til þriggja ára. Þá var gæsluvarðhald sem maðurinn hefur sætt í samtals áttatíu daga dregið frá refsingunni. Dómsmál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira
Líkamsárásirnar sem maðurinn var ákærður fyrir áttu sér stað í apríl og maí á þessu ári. Annars vegar var honum gefið að sök að hafa ásamt öðrum einstaklingi ráðist á annan mann fyrir utan veitingastað á ótilgreindum stað í apríl. Hann er sagður hafa sparkað í höfuð mannsins sem hafi legið meðvitundarlaus og bjarglaus í jörðinni. Fyrir vikið hafi sá sem varð fyrir árásinni hlotið áverka á höfði. Hins vegar var maðurinn ákærður fyrir að veitast að öðrum manni með hnífi fyrir utan skemmtistað, líka á ótilgreindum stað, og skera hann í andlit. Sá sem varð fyrir árásinni hlaut samkvæmt ákæru rispu yfir hægra kinnbeini. Einnig var maðurinn ákærður fyrir sex fíkniefnabrot. En í þeim gerði lögreglan upptæk samtals tæp ellefu grömm af kókaíni, fjögur grömm af MDMA, hálft gramm af hassi og rúmt gramm af marijúana. Jafnframt var maðurinn ákærður fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa í vörslum sínum piparúða. Tilefnislausar árásir Maðurinn játaði sök og taldi dómurinn sannað að hann hefði framið umrædd brot. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að árásirnar tvær hefðu verið grófar, hættulegar og tilefnislausar. Að mati dómsins verður að telja mikil mildi að afleiðingar árásanna hafi ekki orðið enn alvarlegri en þær urðu. Þá hafi vilji árásarmannsins verið sterkur og einbeittur. Við ákvörðun refsingar á hendur manninum var litið til aldurs árásarmannsins, sem er eins og áður segir um tvítugt. Líkt og áður segir hlaut hann tíu mánaða fangelsisdóm þar sem sjö mánuðir og tíu dagar eru skilorðsbundnir til þriggja ára. Þá var gæsluvarðhald sem maðurinn hefur sætt í samtals áttatíu daga dregið frá refsingunni.
Dómsmál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira