Veislan tekin af dagskrá FM957 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. ágúst 2024 18:13 Gústi B og Patrik tróðu upp á föstudagskvöldinu á Þjóðhátíð um liðna helgi. Stemmningin var að sögn gesta svakaleg og Patrik reif sig úr að ofan venju samkvæmt. Útvarpsþátturinn Veislan á FM957 sem Ágúst Beinteinn og Patrik Atlason, betur þekktir sem Gústi B og Prettyboitjokko, hafa haldið úti heyrir sögunni til. Þetta staðfestir forstöðumaður útvarpsmiðla Sýnar. Þátturinn hefur verið á dagskrá stöðvarinnar í á þriðja ár. Hlustendur FM957 tóku eftir því í dag að Veislan var ekki í loftinu á tilskyldum tíma. Gústi B, sem hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár á samfélagsmiðlinum TikTok, hefur verið aðalvítamínssprautan þáttanna. Hann hefur haft nokkra gestastjórnendur í þættinum á borð við Pál Orra Pálsson verðbréfamiðlara, Adam Ægi Pálsson knattspyrnumann og svo síðast fyrrnefndan Patrik. Þættirnir hafa notið töluverðra vinsælda. Ekki liggur fyrir hvort ákvörðunin um að taka Veisluna úr loftinu tengist ummælum sem Patrik lét falla í þættinum í síðustu viku. Þar var hlustandi að hringja inn og greiða atkvæði í keppni um þjóðhátíðarlag. Atkvæðið féll ekki Patrik í skaut sem spurði innhringjandann sem sagðist vera á leið á Þjóðhátíð: „Mætirðu með botnlaust tjald?““ Ummælin hafa farið fyrir brjóstið á fjölmörgum en með botnlausu tjaldi er átt við tjald sem hægt er að varpa auðveldlega yfir áfengisdauða manneskju til þess að brjóta á henni kynferðislega. Með því að spyrja hvort einhver ætli að taka með sér botnlaust tjald spyr maður eiginlega að því hvort hann ætli sér að nauðga einhverjum. Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, segir nauðgunarbrandara Patriks Atlasonar skýrt merki um að við eigum enn langt í land með að uppræta nauðgunarmenningu og kynferðisofbeldi. Hún segir mikilvægt að huga að því sem maður segir, og ekki ýta undir nauðgunarmenningu. Fjölmargir hafa komið Patrik til varnar í athugasemdakerfum. Þar heyrast helst þau rök að Patrik hafi verið að grínast, húmor eigi sér engin landamæri, og hann sé raunar skjóta á innhringjandann og óbeint spyrja hann hvort hann sé hálfviti. Fréttastofa hefur gert endurteknar tilraunir til að fá hlið Patriks á málinu en án árangurs. Þórdís Valsdóttir, forstöðumaður útvarpsmiðla Sýnar, staðfesti við fréttastofu að þátturinn væri ekki lengur á dagskrá á FM957. Hún vildi ekki tjá sig nánar um ástæður þess að þátturinn væri ekki lengur í loftinu. Fram kom í máli Þórdísar í viðtali við DV í síðustu viku þegar ummælin féllu að Patrik starfaði sem verktaki hjá Sýn við umsjón Veislunnar einu sinni í viku. „Ég vil að það komi mjög skýrt fram að ummælin dæma sig sjálf, þau eru ógeðsleg. Ég hef ekki náð í Patrik Atlason enn en mun eiga alvarlegt samtal við hann og óska eftir útskýringum á þessu. Kynferðisofbeldi er hræðilegt samfélagsmein sem á aldrei að tala um á léttum nótum, hvort sem það er í hugsunarleysi eða ekki.“ Fréttastofa hefur leitað eftir viðbrögðum hjá Gústa B og Patrik. Fréttin verður uppfærð þegar þau berast. Gústi sagði í færslu á Instagram um það leyti sem þátturinn átti að hefjast að þátturinn væri í fríi. Vísir og FM957 eru í eigu Sýnar. Sýn Fjölmiðlar Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Hlustendur FM957 tóku eftir því í dag að Veislan var ekki í loftinu á tilskyldum tíma. Gústi B, sem hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár á samfélagsmiðlinum TikTok, hefur verið aðalvítamínssprautan þáttanna. Hann hefur haft nokkra gestastjórnendur í þættinum á borð við Pál Orra Pálsson verðbréfamiðlara, Adam Ægi Pálsson knattspyrnumann og svo síðast fyrrnefndan Patrik. Þættirnir hafa notið töluverðra vinsælda. Ekki liggur fyrir hvort ákvörðunin um að taka Veisluna úr loftinu tengist ummælum sem Patrik lét falla í þættinum í síðustu viku. Þar var hlustandi að hringja inn og greiða atkvæði í keppni um þjóðhátíðarlag. Atkvæðið féll ekki Patrik í skaut sem spurði innhringjandann sem sagðist vera á leið á Þjóðhátíð: „Mætirðu með botnlaust tjald?““ Ummælin hafa farið fyrir brjóstið á fjölmörgum en með botnlausu tjaldi er átt við tjald sem hægt er að varpa auðveldlega yfir áfengisdauða manneskju til þess að brjóta á henni kynferðislega. Með því að spyrja hvort einhver ætli að taka með sér botnlaust tjald spyr maður eiginlega að því hvort hann ætli sér að nauðga einhverjum. Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, segir nauðgunarbrandara Patriks Atlasonar skýrt merki um að við eigum enn langt í land með að uppræta nauðgunarmenningu og kynferðisofbeldi. Hún segir mikilvægt að huga að því sem maður segir, og ekki ýta undir nauðgunarmenningu. Fjölmargir hafa komið Patrik til varnar í athugasemdakerfum. Þar heyrast helst þau rök að Patrik hafi verið að grínast, húmor eigi sér engin landamæri, og hann sé raunar skjóta á innhringjandann og óbeint spyrja hann hvort hann sé hálfviti. Fréttastofa hefur gert endurteknar tilraunir til að fá hlið Patriks á málinu en án árangurs. Þórdís Valsdóttir, forstöðumaður útvarpsmiðla Sýnar, staðfesti við fréttastofu að þátturinn væri ekki lengur á dagskrá á FM957. Hún vildi ekki tjá sig nánar um ástæður þess að þátturinn væri ekki lengur í loftinu. Fram kom í máli Þórdísar í viðtali við DV í síðustu viku þegar ummælin féllu að Patrik starfaði sem verktaki hjá Sýn við umsjón Veislunnar einu sinni í viku. „Ég vil að það komi mjög skýrt fram að ummælin dæma sig sjálf, þau eru ógeðsleg. Ég hef ekki náð í Patrik Atlason enn en mun eiga alvarlegt samtal við hann og óska eftir útskýringum á þessu. Kynferðisofbeldi er hræðilegt samfélagsmein sem á aldrei að tala um á léttum nótum, hvort sem það er í hugsunarleysi eða ekki.“ Fréttastofa hefur leitað eftir viðbrögðum hjá Gústa B og Patrik. Fréttin verður uppfærð þegar þau berast. Gústi sagði í færslu á Instagram um það leyti sem þátturinn átti að hefjast að þátturinn væri í fríi. Vísir og FM957 eru í eigu Sýnar.
Sýn Fjölmiðlar Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira