Biðlisti Rafbókasafnsins geti verið allt að ár Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. ágúst 2024 07:01 Úlfhildur Dagsdóttir, verkefnisstýra Rafbókasafnsins. Vísir/Stefán Íslenskir útgefendur og höfundar virðast ekki vilja selja bækur sínar til Rafbókasafnsins sem leigir út rafbækur og hljóðbækur. Verkefnisstýra safnsins furðar sig á því. Biðlisti á safninu getur verið allt að ár. Rafbókasafnið er samstarfsverkefni Borgarbókasafnsins og Landskerfis bókasafna þar sem hægt er að taka rafbók eða hljóðbók á lán í gegnum vefsíðu eða smáforrit. Úlfhildur Dagsdóttir, verkefnisstýra safnsins, segir hvert eintak vera meðhöndlað eins og prentað eintak af bók til að tryggja réttindi og hagsmuni höfunda með sem bestum hætti. Þetta eigi það til að valda biðlistum. Heimildin greindi fyrst frá. Lengstu biðlistarnir telja 60 manns Hvernig eru lengstu biðlistarnir? „Þeir hafa alveg farið yfir 60 manns og þá kaupum við yfirleitt annað eintak því það er ekki alveg í boði að láta fólk bíða svona lengi en eins og bara með svo margt þá er okkar fjárrammi dálítið þröngur.“ Hún segir erfitt að velja á milli að kaupa fleiri eintök af vinsælum bókum eða kaupa nýjar bækur á safnið. „Í báðum tilfellum er ég að þjóna lesendum en ég er líka auðvitað að svekkja þá sem eru að bíða svo mér líður stundum eins og ég sé mjög vond kona.“ Stendur á gati vegna íslenskra útgefanda Hún segir það vandkvæðum bundið að keppa við stórar streymisveitur eins og Storytel og furðar sig á því að ýmsir íslenskir höfundar og útgefendur vilji ekki selja til Rafbókasafnsins. Hún bætir við að safnið standi vörð um hagsmuni þeirra með fyrirkomulagi sínu. „Þessar streymisveitur eins og er búið að vera mikið í umræðunni. Þær eru ekki að gefa nógu mikið til höfunda sérstaklega. Íslenskir útgefendur vilja ekki selja okkur bækurnar sínar og þar með eru íslenskir höfundar ekki að fá inn í bókasafnssjóð. Við skiljum þetta ekki. Ég bara hreinlega, ég bara stend á gati.“ Bókaútgáfa Mest lesið Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Sjá meira
Rafbókasafnið er samstarfsverkefni Borgarbókasafnsins og Landskerfis bókasafna þar sem hægt er að taka rafbók eða hljóðbók á lán í gegnum vefsíðu eða smáforrit. Úlfhildur Dagsdóttir, verkefnisstýra safnsins, segir hvert eintak vera meðhöndlað eins og prentað eintak af bók til að tryggja réttindi og hagsmuni höfunda með sem bestum hætti. Þetta eigi það til að valda biðlistum. Heimildin greindi fyrst frá. Lengstu biðlistarnir telja 60 manns Hvernig eru lengstu biðlistarnir? „Þeir hafa alveg farið yfir 60 manns og þá kaupum við yfirleitt annað eintak því það er ekki alveg í boði að láta fólk bíða svona lengi en eins og bara með svo margt þá er okkar fjárrammi dálítið þröngur.“ Hún segir erfitt að velja á milli að kaupa fleiri eintök af vinsælum bókum eða kaupa nýjar bækur á safnið. „Í báðum tilfellum er ég að þjóna lesendum en ég er líka auðvitað að svekkja þá sem eru að bíða svo mér líður stundum eins og ég sé mjög vond kona.“ Stendur á gati vegna íslenskra útgefanda Hún segir það vandkvæðum bundið að keppa við stórar streymisveitur eins og Storytel og furðar sig á því að ýmsir íslenskir höfundar og útgefendur vilji ekki selja til Rafbókasafnsins. Hún bætir við að safnið standi vörð um hagsmuni þeirra með fyrirkomulagi sínu. „Þessar streymisveitur eins og er búið að vera mikið í umræðunni. Þær eru ekki að gefa nógu mikið til höfunda sérstaklega. Íslenskir útgefendur vilja ekki selja okkur bækurnar sínar og þar með eru íslenskir höfundar ekki að fá inn í bókasafnssjóð. Við skiljum þetta ekki. Ég bara hreinlega, ég bara stend á gati.“
Bókaútgáfa Mest lesið Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Sjá meira