Harris þaggaði niður í stuðningsfólki Palestínumanna Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2024 15:35 Kamala Harris ávarpar stuðningsmenn sína í Michigan í gærkvöldi. AP/Carlos Osorio Mótmælendur sem kyrjuðu slagorð um stríðsátökin á Gasa trufluðu endurtekið kosningafund Kamölu Harris, forsetaefnis Demókrataflokksins, í Michigan í Bandaríkjunum í gær. Harris hvatti fólkið til þess að segja það hreint út ef það vildi fá Donald Trump sem forseta. Kosningafundur Harris í Detroit í gærkvöldi var sá fjölmennasti frá því að hún tók við Joe Biden sem frambjóðandi demókrata. Mótmælendurnir stöðvuðu ræðu hennar í tvígang, meðal annars með því að kyrja: „Kamala, Kamala, þú getur ekki falið þig. Við kjósum ekki með þjóðarmorði“ og vísuðu til hernaðaraðgerða Ísraela á Gasa. Í fyrra skiptið brást Harris við með því að segja að hún tryði á lýðræðið og að rödd allra skipti máli. Nú hefði hún hins vegar orðið. Þegar mótmælin brutust út aftur þegar hún reyndi að tala um hvað það þýddi fyrir Bandaríkin ef Trump næði endurkjöri hvessti Harris sig meira. „Vitiði hvað? Ef þið viljið að Donald Trump vinni, segið það þá. Að öðru leyti þá hef ég orðið,“ sagði Harris við mikinn fögnuð stuðningsmanna sinna. Ástandið skapar sundrung á meðal demókrata Stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs hefur valdið óeiningu innan Demókrataflokksins, sérstaklega í Michigan þar sem er stórt samfélag innflytjenda sem eiga rætur að rekja til Palestínu og múslima. Hópur þeirra skipulagði mótmæli gegn Joe Biden sem fólust í því að greiða honum ekki atkvæði í forvali demókrata til þess að andæfa stuðningi hans við Ísrael. Tveir fulltrúar þeirrar hreyfingar sögðust hafa rædd stuttlega við Harris og Tim Walz, varaforsetaefni hennar, fyrir kosningafundinn í gær og óskað eftir formlegum fundi til að ræða kröfur þeirra, þar á meðal vopnasölubann á Ísrael og varanlegt vopnahlé á Gasa. Harris hafi verið opin fyrir því, að því er kemur fram í frétt USA Today. Talsmaður Harris segir stefnu hennar skýra í málefnum Ísraels og Palestínu. Hún muni alltaf tryggja að Ísrael geti varist árásum íranskra stjórnvalda og hryðjuverkahópa sem þau styðja. Hún einbeiti sér einnig að því að tryggja vopnahlé sem tryggi öryggi Ísraels, frelsi gísla sem Hamas-samtökin tóku og að þjáningum Palestínumanna ljúki. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Kosningafundur Harris í Detroit í gærkvöldi var sá fjölmennasti frá því að hún tók við Joe Biden sem frambjóðandi demókrata. Mótmælendurnir stöðvuðu ræðu hennar í tvígang, meðal annars með því að kyrja: „Kamala, Kamala, þú getur ekki falið þig. Við kjósum ekki með þjóðarmorði“ og vísuðu til hernaðaraðgerða Ísraela á Gasa. Í fyrra skiptið brást Harris við með því að segja að hún tryði á lýðræðið og að rödd allra skipti máli. Nú hefði hún hins vegar orðið. Þegar mótmælin brutust út aftur þegar hún reyndi að tala um hvað það þýddi fyrir Bandaríkin ef Trump næði endurkjöri hvessti Harris sig meira. „Vitiði hvað? Ef þið viljið að Donald Trump vinni, segið það þá. Að öðru leyti þá hef ég orðið,“ sagði Harris við mikinn fögnuð stuðningsmanna sinna. Ástandið skapar sundrung á meðal demókrata Stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs hefur valdið óeiningu innan Demókrataflokksins, sérstaklega í Michigan þar sem er stórt samfélag innflytjenda sem eiga rætur að rekja til Palestínu og múslima. Hópur þeirra skipulagði mótmæli gegn Joe Biden sem fólust í því að greiða honum ekki atkvæði í forvali demókrata til þess að andæfa stuðningi hans við Ísrael. Tveir fulltrúar þeirrar hreyfingar sögðust hafa rædd stuttlega við Harris og Tim Walz, varaforsetaefni hennar, fyrir kosningafundinn í gær og óskað eftir formlegum fundi til að ræða kröfur þeirra, þar á meðal vopnasölubann á Ísrael og varanlegt vopnahlé á Gasa. Harris hafi verið opin fyrir því, að því er kemur fram í frétt USA Today. Talsmaður Harris segir stefnu hennar skýra í málefnum Ísraels og Palestínu. Hún muni alltaf tryggja að Ísrael geti varist árásum íranskra stjórnvalda og hryðjuverkahópa sem þau styðja. Hún einbeiti sér einnig að því að tryggja vopnahlé sem tryggi öryggi Ísraels, frelsi gísla sem Hamas-samtökin tóku og að þjáningum Palestínumanna ljúki.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira